Menntun eitt öflugasta vopnið til þess að breyta heiminum Jónína Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2016 15:45 Það er skoðun margra að hver sem er geti kennt eða sinnt börnum. Börn verja bróðurparti af deginum á menntastofnunum, á frístunda- og íþróttaheimilum og viljum við að sjálfsögðu að þar sé vel menntað fólk sem sinnir þeim. Mikil fræði eru á bak við það hvernig best er að kenna börnum og hvaða uppeldishættir eru heppilegastir og því er mikilvægt að ýta undir stoðir menntavísinda hér á landi og gera þeim hærra undir höfði. Nám í uppeldis og menntunarfræði er fjölbreytt og krefjandi sem býður upp á ýmsa möguleika í framtíðinni. Margir velta eflaust fyrir sér hverjir þessir fjölbreyttu möguleikar eru og hvað það er sem við lærum. Námið er einstaklega margbreytilegt þar sem boðið er upp á mikið val á námskeiðum. Þetta gerir það að verkum að það eru ekki allir sem útskrifast úr náminu með sömu áherslur og auðveldar þetta mörgum að finna sitt áhugasvið. Við skrif þessa pistils gerði ég smá athugun og fékk hátt í 50 svör frá brautskráðum nemendum úr greininni til þess að segja frá við hvað þau starfa í dag. Svörin voru jafn ólík og þau voru mörg. Meðal starfsheita eru talmeinafræðingar, náms- og starfsráðgjafar, kynjafræðingar, ráðgjafar og kennarar svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir fóru óhefðbundnari leiðir við að nýta menntun sína og má nefna konu sem starfaði lengi sem framleiðslustjóri tölvuleikja og aðra sem vinnur hjá UNICEF í Malaví sem menntasérfræðingur. Þetta eru bara nokkur af þeim fjölmörgu dæmum sem ég fékk frá þessum frábæra hópi og má með þeim augljóslega sjá þá miklu breidd sem námið býður upp á. Námið leggur góðan grunn að framtíðinni, hvort sem stefnan er í áframhaldandi nám eða á starfsvettvang . Einn af helstu kostum námsins er að það gagnast manni vel í daglegu lífi, m.a. við að leysa úr ágreiningi milli fólks, sinna uppeldi barna og/eða hlusta almennilega á það sem fólk hefur að segja. Námið opnar huga manns og ýtir undir gagnrýna hugsun sem ég hef trú á að geri okkur að betri fræðimönnum í framtíðinni. Nelson Mandela sagði eitt sinn að menntun væri eitt öflugasta vopnið til þess að breyta heiminum. Ég er sammála þessari fullyrðingu og ekki einungis í þeim skilningi að átt sé við nám í kennslustofum, við erum nefnilega alla ævina að læra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er skoðun margra að hver sem er geti kennt eða sinnt börnum. Börn verja bróðurparti af deginum á menntastofnunum, á frístunda- og íþróttaheimilum og viljum við að sjálfsögðu að þar sé vel menntað fólk sem sinnir þeim. Mikil fræði eru á bak við það hvernig best er að kenna börnum og hvaða uppeldishættir eru heppilegastir og því er mikilvægt að ýta undir stoðir menntavísinda hér á landi og gera þeim hærra undir höfði. Nám í uppeldis og menntunarfræði er fjölbreytt og krefjandi sem býður upp á ýmsa möguleika í framtíðinni. Margir velta eflaust fyrir sér hverjir þessir fjölbreyttu möguleikar eru og hvað það er sem við lærum. Námið er einstaklega margbreytilegt þar sem boðið er upp á mikið val á námskeiðum. Þetta gerir það að verkum að það eru ekki allir sem útskrifast úr náminu með sömu áherslur og auðveldar þetta mörgum að finna sitt áhugasvið. Við skrif þessa pistils gerði ég smá athugun og fékk hátt í 50 svör frá brautskráðum nemendum úr greininni til þess að segja frá við hvað þau starfa í dag. Svörin voru jafn ólík og þau voru mörg. Meðal starfsheita eru talmeinafræðingar, náms- og starfsráðgjafar, kynjafræðingar, ráðgjafar og kennarar svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir fóru óhefðbundnari leiðir við að nýta menntun sína og má nefna konu sem starfaði lengi sem framleiðslustjóri tölvuleikja og aðra sem vinnur hjá UNICEF í Malaví sem menntasérfræðingur. Þetta eru bara nokkur af þeim fjölmörgu dæmum sem ég fékk frá þessum frábæra hópi og má með þeim augljóslega sjá þá miklu breidd sem námið býður upp á. Námið leggur góðan grunn að framtíðinni, hvort sem stefnan er í áframhaldandi nám eða á starfsvettvang . Einn af helstu kostum námsins er að það gagnast manni vel í daglegu lífi, m.a. við að leysa úr ágreiningi milli fólks, sinna uppeldi barna og/eða hlusta almennilega á það sem fólk hefur að segja. Námið opnar huga manns og ýtir undir gagnrýna hugsun sem ég hef trú á að geri okkur að betri fræðimönnum í framtíðinni. Nelson Mandela sagði eitt sinn að menntun væri eitt öflugasta vopnið til þess að breyta heiminum. Ég er sammála þessari fullyrðingu og ekki einungis í þeim skilningi að átt sé við nám í kennslustofum, við erum nefnilega alla ævina að læra.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar