Ekki hægt að dæma barnunga gerendur til sálfræðimeðferðar Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Ungum gerendum býðst sálfræðiaðstoð á vegum barnaverndaryfirvalda NordicPhotos/Getty Aðeins lítill hluti af gerendum í kynferðisbrotamálum sem eru á aldrinum 15 til 18 ára sækir sálfræðimeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Í meistararitgerð Klöru Óðinsdóttur við lagadeild Háskóla Íslands er fjallað um refsiúrræði fyrir unga gerendur. „Ef börnin koma úr slæmum heimilisaðstæðum þá eru litlar líkur á að málið fari eitthvert,“ segir Klara. Þetta er vegna þess að foreldrar barnungra gerenda geta hafnað sálfræðimeðferð eða sleppt því að sækjast eftir henni.Klara Óðinsdóttir skrifaði meistararitgerð við lagadeild HÍ um þau úrræði sem ungum kynferðisbrotamönnum býðst. Fréttablaðið/VilhelmRannsókn Klöru beindist að kynferðisbrotamönnum á aldrinum 15 til 18 ára og þeim úrræðum sem þeim bjóðast eða þeir eru beittir í refsiskyni. Eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um er hópurinn að mestu leyti strákar en rannsóknir sýna að allt að þriðjungur kynferðisbrota sé framinn af einstaklingum undir sjálfræðisaldri. Klara segir að réttarkerfið geri ekki ráð fyrir því að hægt sé að dæma unga gerendur til meðferðar. „Algengasta refsingin í dag er skilorðsbundið fangelsi. Sakborningar upplifa jafnvel að þeir hafi sloppið og þolendur upplifa að brot þeirra séu órefsuð. Ég mæli með því að það verði hægt að dæma gerendur til sálfræðiþjónustu eða í stuðningshópa. Ég legg til að eitt af þessum úrræðum verði tekið upp í refsivörslukerfinu,“ segir Klara. Stuðningshópana, eða samtalshópana, hefur Klara skoðað en fyrirmynd þeirra er í Kanada og Bretlandi. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir gefið góða raun. „Kynferðisbrot eru þau sem snerta fólk einna mest og fólk upplifir þau jafnvel sem ógeðfelldustu brotin. Það er hætt við því að kynferðisbrotamenn séu einangraðir og útskúfaðir í samfélaginu sem virðist vera áhættuþáttur í því að þeir brjóti af sér aftur. Það er mjög mikilvægt að endurhæfa þá og enduraðlaga að samfélaginu.“ Frá 2009 til 2013 fengu 53 börn sálfræðiþjónustu á vegum barnaverndaryfirvalda vegna óæskilegrar kynferðislegrar hegðunar. Á sama tíma kemur fram í ársskýrslu barnaverndar 2012 til 2013 að um fjörutíu til fimmtíu tilvik komi upp á ári þar sem einstaklingur á aldrinum tíu til átján ára sýnir af sér óviðeigandi kynferðislega hegðun í garð annars barns. „Þegar verið er að breyta úrræðum og refsingum í kynferðisbrotum verður að taka tillit til þolenda og taka upplifun þeirra meira til greina en hefur verið gert. Það þarf að leita lausnar sem stuðlar að því að réttlætistilfinningu þolenda sé fullnægt og sem hjálpar geranda.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Uppfært 30. maí 2016 kl. 12:15 Upphaflega kom fram í fréttinni og fyrirsögn hennar að fjölskyldur ungra gerenda þyrftu sjálfir að borga fyrir sálfræðimeðferðina. Það geti verið ástæða þess hve fáir nýti sér þjónustuna. Þetta er ekki rétt. Eftir ábendingu frá Barnaverndarstofu leiðréttist þetta hér með en það er barnavernd sem stendur straum af kostnaðinum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Aðeins lítill hluti af gerendum í kynferðisbrotamálum sem eru á aldrinum 15 til 18 ára sækir sálfræðimeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Í meistararitgerð Klöru Óðinsdóttur við lagadeild Háskóla Íslands er fjallað um refsiúrræði fyrir unga gerendur. „Ef börnin koma úr slæmum heimilisaðstæðum þá eru litlar líkur á að málið fari eitthvert,“ segir Klara. Þetta er vegna þess að foreldrar barnungra gerenda geta hafnað sálfræðimeðferð eða sleppt því að sækjast eftir henni.Klara Óðinsdóttir skrifaði meistararitgerð við lagadeild HÍ um þau úrræði sem ungum kynferðisbrotamönnum býðst. Fréttablaðið/VilhelmRannsókn Klöru beindist að kynferðisbrotamönnum á aldrinum 15 til 18 ára og þeim úrræðum sem þeim bjóðast eða þeir eru beittir í refsiskyni. Eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um er hópurinn að mestu leyti strákar en rannsóknir sýna að allt að þriðjungur kynferðisbrota sé framinn af einstaklingum undir sjálfræðisaldri. Klara segir að réttarkerfið geri ekki ráð fyrir því að hægt sé að dæma unga gerendur til meðferðar. „Algengasta refsingin í dag er skilorðsbundið fangelsi. Sakborningar upplifa jafnvel að þeir hafi sloppið og þolendur upplifa að brot þeirra séu órefsuð. Ég mæli með því að það verði hægt að dæma gerendur til sálfræðiþjónustu eða í stuðningshópa. Ég legg til að eitt af þessum úrræðum verði tekið upp í refsivörslukerfinu,“ segir Klara. Stuðningshópana, eða samtalshópana, hefur Klara skoðað en fyrirmynd þeirra er í Kanada og Bretlandi. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir gefið góða raun. „Kynferðisbrot eru þau sem snerta fólk einna mest og fólk upplifir þau jafnvel sem ógeðfelldustu brotin. Það er hætt við því að kynferðisbrotamenn séu einangraðir og útskúfaðir í samfélaginu sem virðist vera áhættuþáttur í því að þeir brjóti af sér aftur. Það er mjög mikilvægt að endurhæfa þá og enduraðlaga að samfélaginu.“ Frá 2009 til 2013 fengu 53 börn sálfræðiþjónustu á vegum barnaverndaryfirvalda vegna óæskilegrar kynferðislegrar hegðunar. Á sama tíma kemur fram í ársskýrslu barnaverndar 2012 til 2013 að um fjörutíu til fimmtíu tilvik komi upp á ári þar sem einstaklingur á aldrinum tíu til átján ára sýnir af sér óviðeigandi kynferðislega hegðun í garð annars barns. „Þegar verið er að breyta úrræðum og refsingum í kynferðisbrotum verður að taka tillit til þolenda og taka upplifun þeirra meira til greina en hefur verið gert. Það þarf að leita lausnar sem stuðlar að því að réttlætistilfinningu þolenda sé fullnægt og sem hjálpar geranda.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Uppfært 30. maí 2016 kl. 12:15 Upphaflega kom fram í fréttinni og fyrirsögn hennar að fjölskyldur ungra gerenda þyrftu sjálfir að borga fyrir sálfræðimeðferðina. Það geti verið ástæða þess hve fáir nýti sér þjónustuna. Þetta er ekki rétt. Eftir ábendingu frá Barnaverndarstofu leiðréttist þetta hér með en það er barnavernd sem stendur straum af kostnaðinum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent