Ekki hægt að dæma barnunga gerendur til sálfræðimeðferðar Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Ungum gerendum býðst sálfræðiaðstoð á vegum barnaverndaryfirvalda NordicPhotos/Getty Aðeins lítill hluti af gerendum í kynferðisbrotamálum sem eru á aldrinum 15 til 18 ára sækir sálfræðimeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Í meistararitgerð Klöru Óðinsdóttur við lagadeild Háskóla Íslands er fjallað um refsiúrræði fyrir unga gerendur. „Ef börnin koma úr slæmum heimilisaðstæðum þá eru litlar líkur á að málið fari eitthvert,“ segir Klara. Þetta er vegna þess að foreldrar barnungra gerenda geta hafnað sálfræðimeðferð eða sleppt því að sækjast eftir henni.Klara Óðinsdóttir skrifaði meistararitgerð við lagadeild HÍ um þau úrræði sem ungum kynferðisbrotamönnum býðst. Fréttablaðið/VilhelmRannsókn Klöru beindist að kynferðisbrotamönnum á aldrinum 15 til 18 ára og þeim úrræðum sem þeim bjóðast eða þeir eru beittir í refsiskyni. Eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um er hópurinn að mestu leyti strákar en rannsóknir sýna að allt að þriðjungur kynferðisbrota sé framinn af einstaklingum undir sjálfræðisaldri. Klara segir að réttarkerfið geri ekki ráð fyrir því að hægt sé að dæma unga gerendur til meðferðar. „Algengasta refsingin í dag er skilorðsbundið fangelsi. Sakborningar upplifa jafnvel að þeir hafi sloppið og þolendur upplifa að brot þeirra séu órefsuð. Ég mæli með því að það verði hægt að dæma gerendur til sálfræðiþjónustu eða í stuðningshópa. Ég legg til að eitt af þessum úrræðum verði tekið upp í refsivörslukerfinu,“ segir Klara. Stuðningshópana, eða samtalshópana, hefur Klara skoðað en fyrirmynd þeirra er í Kanada og Bretlandi. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir gefið góða raun. „Kynferðisbrot eru þau sem snerta fólk einna mest og fólk upplifir þau jafnvel sem ógeðfelldustu brotin. Það er hætt við því að kynferðisbrotamenn séu einangraðir og útskúfaðir í samfélaginu sem virðist vera áhættuþáttur í því að þeir brjóti af sér aftur. Það er mjög mikilvægt að endurhæfa þá og enduraðlaga að samfélaginu.“ Frá 2009 til 2013 fengu 53 börn sálfræðiþjónustu á vegum barnaverndaryfirvalda vegna óæskilegrar kynferðislegrar hegðunar. Á sama tíma kemur fram í ársskýrslu barnaverndar 2012 til 2013 að um fjörutíu til fimmtíu tilvik komi upp á ári þar sem einstaklingur á aldrinum tíu til átján ára sýnir af sér óviðeigandi kynferðislega hegðun í garð annars barns. „Þegar verið er að breyta úrræðum og refsingum í kynferðisbrotum verður að taka tillit til þolenda og taka upplifun þeirra meira til greina en hefur verið gert. Það þarf að leita lausnar sem stuðlar að því að réttlætistilfinningu þolenda sé fullnægt og sem hjálpar geranda.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Uppfært 30. maí 2016 kl. 12:15 Upphaflega kom fram í fréttinni og fyrirsögn hennar að fjölskyldur ungra gerenda þyrftu sjálfir að borga fyrir sálfræðimeðferðina. Það geti verið ástæða þess hve fáir nýti sér þjónustuna. Þetta er ekki rétt. Eftir ábendingu frá Barnaverndarstofu leiðréttist þetta hér með en það er barnavernd sem stendur straum af kostnaðinum. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Aðeins lítill hluti af gerendum í kynferðisbrotamálum sem eru á aldrinum 15 til 18 ára sækir sálfræðimeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Í meistararitgerð Klöru Óðinsdóttur við lagadeild Háskóla Íslands er fjallað um refsiúrræði fyrir unga gerendur. „Ef börnin koma úr slæmum heimilisaðstæðum þá eru litlar líkur á að málið fari eitthvert,“ segir Klara. Þetta er vegna þess að foreldrar barnungra gerenda geta hafnað sálfræðimeðferð eða sleppt því að sækjast eftir henni.Klara Óðinsdóttir skrifaði meistararitgerð við lagadeild HÍ um þau úrræði sem ungum kynferðisbrotamönnum býðst. Fréttablaðið/VilhelmRannsókn Klöru beindist að kynferðisbrotamönnum á aldrinum 15 til 18 ára og þeim úrræðum sem þeim bjóðast eða þeir eru beittir í refsiskyni. Eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um er hópurinn að mestu leyti strákar en rannsóknir sýna að allt að þriðjungur kynferðisbrota sé framinn af einstaklingum undir sjálfræðisaldri. Klara segir að réttarkerfið geri ekki ráð fyrir því að hægt sé að dæma unga gerendur til meðferðar. „Algengasta refsingin í dag er skilorðsbundið fangelsi. Sakborningar upplifa jafnvel að þeir hafi sloppið og þolendur upplifa að brot þeirra séu órefsuð. Ég mæli með því að það verði hægt að dæma gerendur til sálfræðiþjónustu eða í stuðningshópa. Ég legg til að eitt af þessum úrræðum verði tekið upp í refsivörslukerfinu,“ segir Klara. Stuðningshópana, eða samtalshópana, hefur Klara skoðað en fyrirmynd þeirra er í Kanada og Bretlandi. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir gefið góða raun. „Kynferðisbrot eru þau sem snerta fólk einna mest og fólk upplifir þau jafnvel sem ógeðfelldustu brotin. Það er hætt við því að kynferðisbrotamenn séu einangraðir og útskúfaðir í samfélaginu sem virðist vera áhættuþáttur í því að þeir brjóti af sér aftur. Það er mjög mikilvægt að endurhæfa þá og enduraðlaga að samfélaginu.“ Frá 2009 til 2013 fengu 53 börn sálfræðiþjónustu á vegum barnaverndaryfirvalda vegna óæskilegrar kynferðislegrar hegðunar. Á sama tíma kemur fram í ársskýrslu barnaverndar 2012 til 2013 að um fjörutíu til fimmtíu tilvik komi upp á ári þar sem einstaklingur á aldrinum tíu til átján ára sýnir af sér óviðeigandi kynferðislega hegðun í garð annars barns. „Þegar verið er að breyta úrræðum og refsingum í kynferðisbrotum verður að taka tillit til þolenda og taka upplifun þeirra meira til greina en hefur verið gert. Það þarf að leita lausnar sem stuðlar að því að réttlætistilfinningu þolenda sé fullnægt og sem hjálpar geranda.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Uppfært 30. maí 2016 kl. 12:15 Upphaflega kom fram í fréttinni og fyrirsögn hennar að fjölskyldur ungra gerenda þyrftu sjálfir að borga fyrir sálfræðimeðferðina. Það geti verið ástæða þess hve fáir nýti sér þjónustuna. Þetta er ekki rétt. Eftir ábendingu frá Barnaverndarstofu leiðréttist þetta hér með en það er barnavernd sem stendur straum af kostnaðinum.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira