Erlent

Brenndu gífurlegt magn af fílabeini

Samúel Karl Ólason skrifar
Brennd voru rúmlega hundrað tonn af fílabeinum sem yfirvöld höfðu lagt hald á.
Brennd voru rúmlega hundrað tonn af fílabeinum sem yfirvöld höfðu lagt hald á. Vísir/EPA
Yfirvöld í Kenía brenndu í dag rúmlega hundrað tonn af fílabeini sem hald hefur verið lagt á. Gert er ráð fyrir því að loga muni í skögultönnunum í nokkra daga. Tilefni brennunnar er að sýna fram á að yfirvöld landsins séu staðráðin í að vernda fíla gegn ágangi veiðiþjófa.

Um er að ræða skögultennur af um 6.700 fílum.

Þjóðarleiðtogar Afríku funduðu í Keníu í vikunni um hvernig hægt væri að berjast gegn veiðiþjófum. Sérfræðingar hafa varað við því að verði ekkert gert gætu fílar orðið útdauðir innan nokkurra áratuga.

Samkvæmt BBC eru dýraverndunarsinnar þó ekki sammála um að brennan hafi verið af hinu góða. Einhverjir segja að með því að farga svo mikið af þessari vöru muni hún hækka í veðri og þar með muni veiði aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×