Alltaf blundað í mér lítill pírati Elín Albertsdóttir skrifar 9. apríl 2016 10:00 Ásta Guðrún Helgadóttir telur að mótmælin séu sterkasta vopnið til að knýja fram breytingar. MYND/ERNIR Ásta Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur verið virkur mótmælandi á Austurvelli alla liðna viku. Hún vonast til að geta notið helgarinnar með meiri ró enda hafa undanfarnir dagar verið eins og rússibani. Ásta Guðrún er þingmaður Pírata frá því í september þegar hún tók við af Jóni Þóri Ólafssyni sem ákvað að hætta á þingi. Ásta Guðrún hefur verið dugleg að mótmæla þessa vikuna en eins og aðrir stjórnarandstæðingar vill hún kosningar strax. Píratar hafa mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum og Ásta Guðrún er tilbúin í kosningar. Hana langar að halda áfram í pólitíkinni af fullri hörku. Þegar Ásta er spurð hvernig henni líði eftir þessa sögulegu viku, svarar hún. „Í raun og veru líður mér illa. Mér finnst þetta ástand sorglegt. Ég er engu að síður full af eldmóði og til í áframhaldandi slag. Þetta er ekkert búið. Við tökum einn dag í einu. Mótmæli er sterkasta vopn okkar sem viljum breytingar,“ segir hún.Styður pólskar konurÞegar blaðamaður ræddi við Ástu flykktust mótmælendur enn einn daginn að Alþingishúsinu. „Maður veit ekkert hvert framhaldið verður en ég ætla eftir fremsta megni að halda ró minni um helgina. Aðeins að slappa af og tappa af líkamanum,“ segir hún. „Ég er þó ákveðin í að mæta á mótmæli sem kallast Endurheimtum valið og verða núna kl. 11 fyrir utan pólska sendiráðið. Þúsundir pólskra kvenna hafa mótmælt umdeildu frumvarpi um allsherjarbann á fóstureyðingum þar í landi. Stuðningsmótmæli verða hér á landi í dag og þar ætla ég að vera,“ segir Ásta Guðrún sem hefur búið í Póllandi. „Konur ætla að berjast fyrir því að þær hafi fulla stjórn á eigin líkama. Það er mikilvægt jafnréttismál og fullveldismál fyrir konur.“Ástríðukokkur Ásta Guðrún segist yfirleitt njóta helganna. Hún eldar góðan mat og hittir vini og ættingja. „Ég er dugleg að bjóða vinum í heimsókn og mér finnst mjög skemmtilegt að elda. Eiginlega líður mér best í eldhúsinu. Svo er alltaf gaman að borða með fjölskyldunni,“ segir hún. „Mér gæti líka dottið í hug að bjóða litlu systur minni út að borða,“ segir Ásta Guðrún sem er 26 ára og í sambúð með Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni. „Eldamennska er áhugamálið mitt og ég slaka vel á með pottunum. Ég elda alls kyns mat og baka brauð. Mér finnst gaman að elda týpískan mömmumat, rétti frá Marokkó, indverska rétti og allt þar á milli. Okkur Stefáni finnst báðum gaman að elda góðan mat þótt ég sé kannski meira í þessu. Ég get alveg gleymt pólitíkinni á meðan ég elda,“ segir hún.Ævintýrakona Ásta Guðrún er mikil ævintýrakona. Hún hefur dvalið mikið erlendis meðal annars í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu, London og hún bjó í Bergen í eitt ár eftir menntaskóla. Þá bjó hún um tíma í Íran þar sem hún stundaði nám í farsi við háskólann í Teheran. Þá stundaði hún einnig nám í heimspeki við háskólann í Varsjá í Póllandi. Hún var í starfsnámi á skrifstofu þingmanns á Evrópuþingi 2013, verktaki hjá The Tacitcal Tech 2014 og 2015 og árið 2015 verkefnastjóri Evrópumála hjá The Democratic Society, sem vinnur að því að virkja lýðræðið og gera það virkara, að hennar sögn.Fer með æðruleysisbænina „Þingstarfið kom óvænt í haust og ég ákvað að hafa engar sérstakar væntingar til þess. Ég kom fersk inn á þing og var mjög tilbúin að takast á við verkefnið. Það er samt varla hægt að lýsa því hvernig það er að vera í stjórnmálum á þessum tímum. Það er mjög sérstakt. Það sem hefur kannski komið mér á óvart á þinginu er skipulagsleysið. Maður veit aldrei hvað er á dagskrá fyrr en rétt áður en hlutirnir gerast. Fólk myndi ekki sætta sig við svona skipulagsleysi í skólum landsins. Upplýsingum er haldið leyndum og vinnuaðferðir gamaldags og íhaldssamar. Mörgu væri hægt að breyta og gera nútímalegra. Við Píratar myndum leggja drög að breytingum eftir okkar bestu getu kæmumst við til valda. Ég hef hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að starfið er skemmtilegt svo lengi sem maður hefur húmor fyrir þessu öllu saman. Það er margt sem maður getur ekki breytt og þá verður bara að fara með æðruleysisbænina.“Með sterkar skoðanir Ásta Guðrún segist tilbúin í kosningaslag, hvort sem það verður í haust eða fyrr. Þegar hún er spurð hvort þau hafi mannskap til að fylla framboðslistann, svarar hún. „Þegar kallið kemur þá flykkjast til okkar frambjóðendur. Ég tel best að alþingismenn komi úr sem flestum áttum og með mismunandi bakgrunn. Þessi hópur á að endurspegla þjóðina. Í mér hefur alltaf blundað lítill pírati og ég hef alltaf haft sterkar skoðanir. Allt gerðist þetta hratt hjá mér eftir að Píratar voru stofnaðir en ég hef ekki verið viðloðandi aðra flokka. Afi minn var reyndar góður og gegn framsóknarmaður,“ segir hún. Ásta segist vel geta hugsað sér að starfa aftur utanlands, sérstaklega ef engar breytingar verði hér. „Já, til dæmis í Brussel eða Berlín. Evrópusambandið er spennandi vettvangur og mér finnst mikilvægara að taka þátt í því frekar en að vera fyrir utan.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur verið virkur mótmælandi á Austurvelli alla liðna viku. Hún vonast til að geta notið helgarinnar með meiri ró enda hafa undanfarnir dagar verið eins og rússibani. Ásta Guðrún er þingmaður Pírata frá því í september þegar hún tók við af Jóni Þóri Ólafssyni sem ákvað að hætta á þingi. Ásta Guðrún hefur verið dugleg að mótmæla þessa vikuna en eins og aðrir stjórnarandstæðingar vill hún kosningar strax. Píratar hafa mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum og Ásta Guðrún er tilbúin í kosningar. Hana langar að halda áfram í pólitíkinni af fullri hörku. Þegar Ásta er spurð hvernig henni líði eftir þessa sögulegu viku, svarar hún. „Í raun og veru líður mér illa. Mér finnst þetta ástand sorglegt. Ég er engu að síður full af eldmóði og til í áframhaldandi slag. Þetta er ekkert búið. Við tökum einn dag í einu. Mótmæli er sterkasta vopn okkar sem viljum breytingar,“ segir hún.Styður pólskar konurÞegar blaðamaður ræddi við Ástu flykktust mótmælendur enn einn daginn að Alþingishúsinu. „Maður veit ekkert hvert framhaldið verður en ég ætla eftir fremsta megni að halda ró minni um helgina. Aðeins að slappa af og tappa af líkamanum,“ segir hún. „Ég er þó ákveðin í að mæta á mótmæli sem kallast Endurheimtum valið og verða núna kl. 11 fyrir utan pólska sendiráðið. Þúsundir pólskra kvenna hafa mótmælt umdeildu frumvarpi um allsherjarbann á fóstureyðingum þar í landi. Stuðningsmótmæli verða hér á landi í dag og þar ætla ég að vera,“ segir Ásta Guðrún sem hefur búið í Póllandi. „Konur ætla að berjast fyrir því að þær hafi fulla stjórn á eigin líkama. Það er mikilvægt jafnréttismál og fullveldismál fyrir konur.“Ástríðukokkur Ásta Guðrún segist yfirleitt njóta helganna. Hún eldar góðan mat og hittir vini og ættingja. „Ég er dugleg að bjóða vinum í heimsókn og mér finnst mjög skemmtilegt að elda. Eiginlega líður mér best í eldhúsinu. Svo er alltaf gaman að borða með fjölskyldunni,“ segir hún. „Mér gæti líka dottið í hug að bjóða litlu systur minni út að borða,“ segir Ásta Guðrún sem er 26 ára og í sambúð með Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni. „Eldamennska er áhugamálið mitt og ég slaka vel á með pottunum. Ég elda alls kyns mat og baka brauð. Mér finnst gaman að elda týpískan mömmumat, rétti frá Marokkó, indverska rétti og allt þar á milli. Okkur Stefáni finnst báðum gaman að elda góðan mat þótt ég sé kannski meira í þessu. Ég get alveg gleymt pólitíkinni á meðan ég elda,“ segir hún.Ævintýrakona Ásta Guðrún er mikil ævintýrakona. Hún hefur dvalið mikið erlendis meðal annars í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu, London og hún bjó í Bergen í eitt ár eftir menntaskóla. Þá bjó hún um tíma í Íran þar sem hún stundaði nám í farsi við háskólann í Teheran. Þá stundaði hún einnig nám í heimspeki við háskólann í Varsjá í Póllandi. Hún var í starfsnámi á skrifstofu þingmanns á Evrópuþingi 2013, verktaki hjá The Tacitcal Tech 2014 og 2015 og árið 2015 verkefnastjóri Evrópumála hjá The Democratic Society, sem vinnur að því að virkja lýðræðið og gera það virkara, að hennar sögn.Fer með æðruleysisbænina „Þingstarfið kom óvænt í haust og ég ákvað að hafa engar sérstakar væntingar til þess. Ég kom fersk inn á þing og var mjög tilbúin að takast á við verkefnið. Það er samt varla hægt að lýsa því hvernig það er að vera í stjórnmálum á þessum tímum. Það er mjög sérstakt. Það sem hefur kannski komið mér á óvart á þinginu er skipulagsleysið. Maður veit aldrei hvað er á dagskrá fyrr en rétt áður en hlutirnir gerast. Fólk myndi ekki sætta sig við svona skipulagsleysi í skólum landsins. Upplýsingum er haldið leyndum og vinnuaðferðir gamaldags og íhaldssamar. Mörgu væri hægt að breyta og gera nútímalegra. Við Píratar myndum leggja drög að breytingum eftir okkar bestu getu kæmumst við til valda. Ég hef hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að starfið er skemmtilegt svo lengi sem maður hefur húmor fyrir þessu öllu saman. Það er margt sem maður getur ekki breytt og þá verður bara að fara með æðruleysisbænina.“Með sterkar skoðanir Ásta Guðrún segist tilbúin í kosningaslag, hvort sem það verður í haust eða fyrr. Þegar hún er spurð hvort þau hafi mannskap til að fylla framboðslistann, svarar hún. „Þegar kallið kemur þá flykkjast til okkar frambjóðendur. Ég tel best að alþingismenn komi úr sem flestum áttum og með mismunandi bakgrunn. Þessi hópur á að endurspegla þjóðina. Í mér hefur alltaf blundað lítill pírati og ég hef alltaf haft sterkar skoðanir. Allt gerðist þetta hratt hjá mér eftir að Píratar voru stofnaðir en ég hef ekki verið viðloðandi aðra flokka. Afi minn var reyndar góður og gegn framsóknarmaður,“ segir hún. Ásta segist vel geta hugsað sér að starfa aftur utanlands, sérstaklega ef engar breytingar verði hér. „Já, til dæmis í Brussel eða Berlín. Evrópusambandið er spennandi vettvangur og mér finnst mikilvægara að taka þátt í því frekar en að vera fyrir utan.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira