Angelo ákærður fyrir innflutninginn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2016 13:33 Angelo er greindarskertur og hefur mál hans því vakið nokkra athygli, en hann var í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. vísir/ernir Hollendingurinn Angelo Uyleman hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa á síðasta ári staðið að innflutningi á fíkniefnum hingað til lands ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fjórmenningarnir gætu átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Angelo er greindarskertur og hefur mál hans því vakið nokkra athygli. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur en sú vist var harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hafði fjölskylda hans ekki verið látin vita af handtökunni fyrst um sinn og lét móðir hans því lýsa eftir honum á netinu. Angelo var handtekinn ásamt öðrum manni sem einnig er hollenskur ríkisborgari. Sá er ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað Angelo við innflutninginn. Hinir tveir ákærðu eru Íslendingar en þeir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup fíkniefnanna. Um er að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands með Norrænu. Angelo er sagður hafa flutt fíkniefnin til Íslands frá Hollandi en þau voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem hann ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá má atburðarásina, eins og henni er lýst í ákæru, hér fyrir neðan.Þriðjudagurinn 22. september: Angelo kemur til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Hann keyrir frá Seyðisfirði til Hafnar í Hornafirði.Miðvikudagurinn 23. september: Angelo ekur bifreiðinni frá Höfn í Hornafirði til höfuðborgarsvæðisinsFimmtudagurinn 24. september: Angelo keyrir til Keflavíkur og að morgni næsta dags leggur hann bílnum í skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og heldur af landi brott.Mánudagurinn 28. september: Angelo kemur aftur til Íslands með flugi frá Amsterdam. Hann keyrir bílnum að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar eru Angelo og samlandi hans handteknir. Fíkniefnin fundust síðar við leit.Mánudagurinn 28. september: Annar Íslendingurinn er handtekinn skammt frá Stóra Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum. Samlandi Angelo er sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar til Íslands í september í fyrra. Í ákærunni segir að hann hafi séð um að bóka gistingu að bænum Stóra Knarrarnesi og að þeir tveir hefðu mælt sér mót þar í þeim tilgangi að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Hafi hann svo ætlað að koma fíkniefnunum áleiðis til annars Íslendingsins svo hægt yrði að koma þeim í söludreifingu. Þá eru Íslendingarnir tveir ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup á fyrrgreindum fíkniefnum og kostnað við innflutning þeirra. Í ákærunni segir að kaupin hafi verið fjármögnuð með greiðslum þeirra inn á þrjátíu i-kort, rúmlega níu milljónum króna. Annar Íslendingurinn var handtekinn sama dag og Hollendingarnir, en þá var hann staddur skammt frá Stóra-Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum við Bláa lónið í Grindavík, að því er segir í ákærunni. Ákæra var gefin út í vikunni og Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtudag að Angelo skuli sæta farbanni þar til dómur fellur í málinu. Tengdar fréttir Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00 Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:42 Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hollendingurinn Angelo Uyleman hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa á síðasta ári staðið að innflutningi á fíkniefnum hingað til lands ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fjórmenningarnir gætu átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Angelo er greindarskertur og hefur mál hans því vakið nokkra athygli. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur en sú vist var harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hafði fjölskylda hans ekki verið látin vita af handtökunni fyrst um sinn og lét móðir hans því lýsa eftir honum á netinu. Angelo var handtekinn ásamt öðrum manni sem einnig er hollenskur ríkisborgari. Sá er ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað Angelo við innflutninginn. Hinir tveir ákærðu eru Íslendingar en þeir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup fíkniefnanna. Um er að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands með Norrænu. Angelo er sagður hafa flutt fíkniefnin til Íslands frá Hollandi en þau voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem hann ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá má atburðarásina, eins og henni er lýst í ákæru, hér fyrir neðan.Þriðjudagurinn 22. september: Angelo kemur til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Hann keyrir frá Seyðisfirði til Hafnar í Hornafirði.Miðvikudagurinn 23. september: Angelo ekur bifreiðinni frá Höfn í Hornafirði til höfuðborgarsvæðisinsFimmtudagurinn 24. september: Angelo keyrir til Keflavíkur og að morgni næsta dags leggur hann bílnum í skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og heldur af landi brott.Mánudagurinn 28. september: Angelo kemur aftur til Íslands með flugi frá Amsterdam. Hann keyrir bílnum að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar eru Angelo og samlandi hans handteknir. Fíkniefnin fundust síðar við leit.Mánudagurinn 28. september: Annar Íslendingurinn er handtekinn skammt frá Stóra Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum. Samlandi Angelo er sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar til Íslands í september í fyrra. Í ákærunni segir að hann hafi séð um að bóka gistingu að bænum Stóra Knarrarnesi og að þeir tveir hefðu mælt sér mót þar í þeim tilgangi að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Hafi hann svo ætlað að koma fíkniefnunum áleiðis til annars Íslendingsins svo hægt yrði að koma þeim í söludreifingu. Þá eru Íslendingarnir tveir ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup á fyrrgreindum fíkniefnum og kostnað við innflutning þeirra. Í ákærunni segir að kaupin hafi verið fjármögnuð með greiðslum þeirra inn á þrjátíu i-kort, rúmlega níu milljónum króna. Annar Íslendingurinn var handtekinn sama dag og Hollendingarnir, en þá var hann staddur skammt frá Stóra-Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum við Bláa lónið í Grindavík, að því er segir í ákærunni. Ákæra var gefin út í vikunni og Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtudag að Angelo skuli sæta farbanni þar til dómur fellur í málinu.
Tengdar fréttir Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00 Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:42 Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00
Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:42
Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00