Smíðuðu pókerborð upp á gamanið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2016 10:00 Tómas og Þráinn útiloka ekki að taka í verkfærin aftur ef önnur eins hugmynd skýtur upp kollinum. Vísir/Ernir Félagarnir Tómas Nielsen og Þráinn Orri Jónsson tóku höndum saman á dögunum og smíðuðu sitt eigið pókerborð frá grunni. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikinn póker í gegnum tíðina þá líta þeir á borðið sem hvata til þess að hitta vinina oftar og taka leik. Smíðin tóku aðeins fjóra daga en strákarnir útiloka ekki að taka að sér frekari handverk í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að smíða borðið var einfaldlega sú að ég fékk þessa flugu í hausinn. Ég vissi að Tómas væri í smíðaáföngum uppi í Tækniskóla og hann var til í að stússast í þessu með mér. Við höfum aðeins verið að spila póker í gegnum tíðina en alls ekki oft. Vonandi verður þetta hvati fyrir því að spila meira enda erum við nokkrir í vinahópnum sem höfum áhuga á þessu og við borðið komast sex manns,“ segir Þráinn Orri en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur í verkfærin.Glæsilegt pókerborð sem rúmar sex manns.Smíðin á borðinu tók aðeins fjóra daga en gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. „Við hittumst eftir kvöldmat þessa fjóra daga og vorum að dúlla okkur í þessu. Við gerðum nokkur byrjendamistök en það er bara ósköp eðlilegt held ég. Við vorum aðallega að fylgja uppskriftum af Youtube en svo ákváðum við líka að bæta við okkar handbragði,“ segir Tómas en þeir ákváðu að gera innbyggða glasahaldara til þess að gera stemninguna yfir spilunum ennþá betri. Það var margt sem þurfti að ganga upp til þess að borðið yrði að veruleika. „Við vorum það heppnir að pabbi Tomma er með ógrynni af Festool-verkfærum sem við fengum að ganga í. Við fundum allt til í hinum ýmsu verslunum og notuðumst mikið við Google,“ segir Þráinn. Strákarnir hafa nú þegar tekið fyrsta leikinn á borðinu en hann gekk ekki eins og þeir höfðu vonað. „Við töpuðum báðir þannig að ætli við þurfum ekki að æfa okkur betur áður en við bjóðum strákunum að spila næst,“ segja þeir en bæta við að það mikilvægasta sé að hafa með sér spilastokk, einn kaldan og góða skapið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.apríl.vísir/ernir Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Félagarnir Tómas Nielsen og Þráinn Orri Jónsson tóku höndum saman á dögunum og smíðuðu sitt eigið pókerborð frá grunni. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikinn póker í gegnum tíðina þá líta þeir á borðið sem hvata til þess að hitta vinina oftar og taka leik. Smíðin tóku aðeins fjóra daga en strákarnir útiloka ekki að taka að sér frekari handverk í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að smíða borðið var einfaldlega sú að ég fékk þessa flugu í hausinn. Ég vissi að Tómas væri í smíðaáföngum uppi í Tækniskóla og hann var til í að stússast í þessu með mér. Við höfum aðeins verið að spila póker í gegnum tíðina en alls ekki oft. Vonandi verður þetta hvati fyrir því að spila meira enda erum við nokkrir í vinahópnum sem höfum áhuga á þessu og við borðið komast sex manns,“ segir Þráinn Orri en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur í verkfærin.Glæsilegt pókerborð sem rúmar sex manns.Smíðin á borðinu tók aðeins fjóra daga en gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. „Við hittumst eftir kvöldmat þessa fjóra daga og vorum að dúlla okkur í þessu. Við gerðum nokkur byrjendamistök en það er bara ósköp eðlilegt held ég. Við vorum aðallega að fylgja uppskriftum af Youtube en svo ákváðum við líka að bæta við okkar handbragði,“ segir Tómas en þeir ákváðu að gera innbyggða glasahaldara til þess að gera stemninguna yfir spilunum ennþá betri. Það var margt sem þurfti að ganga upp til þess að borðið yrði að veruleika. „Við vorum það heppnir að pabbi Tomma er með ógrynni af Festool-verkfærum sem við fengum að ganga í. Við fundum allt til í hinum ýmsu verslunum og notuðumst mikið við Google,“ segir Þráinn. Strákarnir hafa nú þegar tekið fyrsta leikinn á borðinu en hann gekk ekki eins og þeir höfðu vonað. „Við töpuðum báðir þannig að ætli við þurfum ekki að æfa okkur betur áður en við bjóðum strákunum að spila næst,“ segja þeir en bæta við að það mikilvægasta sé að hafa með sér spilastokk, einn kaldan og góða skapið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.apríl.vísir/ernir
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira