Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 15:02 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti