Gunnar um Bonneau: Of háar launakröfur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2016 16:10 Stefan Bonneau er farinn úr Ljónagryfjunni. Vísir/Stefán Eins og Vísi greindi frá fyrr í dag er Stefan Bonneau farinn frá Njarðvík og mun ekki spila með liðinu meira í Domino's-deild karla. Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að helst séu tvær ástæður fyrir brotthvarfi Bonneau. „Hæð liðsins okkar hefur verið að hjá okkur mikið í vetur. Svo ráðum við ekki við þær launakröfur sem hann setti fram,“ sagði Gunnar. Njarðvík gerði tveggja mánaða samning við Bonneau í haust en samkvæmt Gunnari fór Bonneau fram á hærri laun nú. „Þetta var því niðurstaðan eftir ákvörðun stjórnar og þjálfara. Við viljum frekar leita að stærri leikmanni,“ sagði Gunnar en Jeremy Atkinson gekk til liðs við Njarðvík í haust. Gunnar útilokar ekki að fá annan stóran leikmann til félagsins. Sjá einnig: Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða „Opnað verður aftur á félagaskipti í janúar og getur vel verið að við fáum annan stóran mann þá, hvort sem er íslenskan leikmann eða annan Bandaríkjamann til að vera með Jeremy.“ Hann segir viðskilnaðinn við Bonneau ekki hafa verið erfiðan, þrátt fyrir að hann hafi gengið í gegnum margt síðan hann kom til félagsins fyrir tæpum tveimur árum síðan. Bonneau sleit til að mynda hásin tvívegis á meðan hann var hjá Njarðvík. „Við höfum staðið mjög þétt við hann og borgað fyrir sjúkraþjálfara fyrir hann allan þennan tíma. En þetta er bara körfubolti - leikmenn koma og fara.“ Hann ítrekar að Njarðvíkingar eru vel settir hvað bakverði daga og að enn eigi liðið Snjólf Marel Stefánsson og Odd Kristjánsson inni. Þeir eru meiddir en reiknað er með að þeir spili eftir áramót. „Við eigum frábæra unga bakverði sem hafa verið að stíga upp og nú fá þeir sviðið. Við erum stolt af því hversu marga góða og unga leikmenn við höfum átt í gegnum tíðina og sú vinna mun halda áfram.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða Stefan Bonneau er farinn frá Njarðvík og spilar ekki meira með liðinu í Domino's-deild karla. 30. nóvember 2016 15:18 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Eins og Vísi greindi frá fyrr í dag er Stefan Bonneau farinn frá Njarðvík og mun ekki spila með liðinu meira í Domino's-deild karla. Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að helst séu tvær ástæður fyrir brotthvarfi Bonneau. „Hæð liðsins okkar hefur verið að hjá okkur mikið í vetur. Svo ráðum við ekki við þær launakröfur sem hann setti fram,“ sagði Gunnar. Njarðvík gerði tveggja mánaða samning við Bonneau í haust en samkvæmt Gunnari fór Bonneau fram á hærri laun nú. „Þetta var því niðurstaðan eftir ákvörðun stjórnar og þjálfara. Við viljum frekar leita að stærri leikmanni,“ sagði Gunnar en Jeremy Atkinson gekk til liðs við Njarðvík í haust. Gunnar útilokar ekki að fá annan stóran leikmann til félagsins. Sjá einnig: Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða „Opnað verður aftur á félagaskipti í janúar og getur vel verið að við fáum annan stóran mann þá, hvort sem er íslenskan leikmann eða annan Bandaríkjamann til að vera með Jeremy.“ Hann segir viðskilnaðinn við Bonneau ekki hafa verið erfiðan, þrátt fyrir að hann hafi gengið í gegnum margt síðan hann kom til félagsins fyrir tæpum tveimur árum síðan. Bonneau sleit til að mynda hásin tvívegis á meðan hann var hjá Njarðvík. „Við höfum staðið mjög þétt við hann og borgað fyrir sjúkraþjálfara fyrir hann allan þennan tíma. En þetta er bara körfubolti - leikmenn koma og fara.“ Hann ítrekar að Njarðvíkingar eru vel settir hvað bakverði daga og að enn eigi liðið Snjólf Marel Stefánsson og Odd Kristjánsson inni. Þeir eru meiddir en reiknað er með að þeir spili eftir áramót. „Við eigum frábæra unga bakverði sem hafa verið að stíga upp og nú fá þeir sviðið. Við erum stolt af því hversu marga góða og unga leikmenn við höfum átt í gegnum tíðina og sú vinna mun halda áfram.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða Stefan Bonneau er farinn frá Njarðvík og spilar ekki meira með liðinu í Domino's-deild karla. 30. nóvember 2016 15:18 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða Stefan Bonneau er farinn frá Njarðvík og spilar ekki meira með liðinu í Domino's-deild karla. 30. nóvember 2016 15:18