Tækni og menntun – ógn eða tækifæri? Kristín Ingólfsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Fyrsta kynslóð barna til að hafa aðgang að tölvu frá vöggu er á leið í skóla. Því hefur verið spáð að 65% þeirra muni í framtíðinni vinna störf sem ekki eru til í dag, þ.e. störf sem á eftir að skapa. Ef fram fer sem horfir, mun tækniþróun leiða til margfalt umfangsmeiri og hraðari breytinga en iðnbyltingin. Hvernig ætlum við að mennta mannskapinn? Hvernig ætlum við að búa börn undir lífið þannig að þau geti nýtt tæknina sjálfum sér og samfélaginu til góðs? Við munum upplifa veruleika á næstu árum sem í dag virðist fjarstæðukenndur. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í ótalmörgum, ef ekki flestum, atvinnugreinum, sumar breytast og aðrar hreinlega hverfa. Í þessu samhengi hafa margir velt fyrir sér framtíð kennarastarfsins og hvort tækniþróunin ógni því. Hvort nemendur muni í framtíðinni sitja heima og læra af tölvuskjá, án mikilla samskipta við kennara og skóla. Tæknin veitir vissulega stórkostleg tækifæri til að miðla og örva með nýjum hætti. Með því að flétta saman hefðbundna kennslu og tölvuleiki, myndbönd, gagnvirk próf, forritun, þrívíddarskoðun og „snertingu“ gegnum sýndarveruleikatækni, er hægt að kafa dýpra í námsefnið og miða kennslu í ríkari mæli við einstaklingsþarfir – styðja þá sem stríða við námsörðugleika, þá sem þjást af námsleiða og þá sem eru gæddir mikilli námsgetu. Þrátt fyrir alla þá gríðarlegu möguleika sem ný tækni skapar, getur hún þó aldrei leyst kennara af hólmi. Kennara sem miðla, hvetja, svara spurningum, rækta gagnrýna hugsun, sköpunargetu og siðferðilega afstöðu. Kennara sem eru næmir á félagslegar aðstæður nemenda sinna. Börn og unglingar öðlast sannarlega nýja færni og nýja hæfileika með aðgengi að tækni. En sítenging við tölvu og snjallsíma frá unga aldri skapar um leið ýmsar nýjar þarfir. Þetta er meðal þátta sem breyta starfi kennarans, kalla á nýja færni og auka enn á mikilvægi kennarastarfsins.Nýjar kröfur til kennara Við hljótum öll að vera sammála um að frammistaða metnaðarfullra kennara og persónuleg samskipti þeirra við nemendur skiptir sköpum um hvernig ungt fólk fer nestað úr skóla út í lífið. Tækniþróunin gerir þó nýjar kröfur til kennara. Líkt og mörg önnur störf mun kennarastarfið taka breytingum, en það er jafn ljóst að það verður áfram eitt allra mikilvægasta starf í samfélaginu. Í Finnlandi er aðsókn í kennaranám svo mikil að Háskólinn í Helsinki þarf að hafna 8 af hverjum 10 umsækjendum. Ég spurði rektor háskólans eitt sinn um hverju þetta sætti. Hvort launin væru svona há? Hann sagði að launin væru í meðallagi góð, en það sem mestu skipti um vinsældir námsins væri að kennarastéttin nyti svo mikillar virðingar í Finnlandi. Getum við lært af þessu, nú þegar horfir til kennaraskorts í landinu? Getum við hjálpast að við að hefja starfið til verðskuldaðrar virðingar? Getum við sýnt hvernig ný tækni gerir kennarastarfið í senn mikilvægara og eftirsóknarverðara? Nú þegar staða í ríkisfjármálum hefur batnað ætti að nota hverja krónu sem aflögu er til að bæta nettengingu í öllum byggðum landsins til að tryggja jafnan aðgang skólabarna og kennara að tækni, uppfæra tölvubúnað, stórefla kennaranámið og auka verulega stuðning við starfandi kennara. Í kjaramálum verður að koma málum þannig fyrir að góðum kennurum finnist kröftum sínum vel varið. Það er í okkar allra þágu að ný kynslóð ungs fólks njóti krafta frábærra kennara og að hver og einn nemandi fái hvatningu til sköpunar og til að nýta hæfileika sína til fulls. Við verðum að gera kennurum fært að vinna með nýja tækni til að auðga kennslu og hjálpa börnum að finna gott jafnvægi í tækninotkun, þannig að hún verði tæki í höndum þeirra en stýri ekki lífi þeirra og háttum. Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að kennarar geti í senn leiðbeint um nýtingu þeirra tækifæra sem tæknin skapar og jafnframt tekið þátt í að móta holla samskiptahætti manna við tölvur og tækni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta kynslóð barna til að hafa aðgang að tölvu frá vöggu er á leið í skóla. Því hefur verið spáð að 65% þeirra muni í framtíðinni vinna störf sem ekki eru til í dag, þ.e. störf sem á eftir að skapa. Ef fram fer sem horfir, mun tækniþróun leiða til margfalt umfangsmeiri og hraðari breytinga en iðnbyltingin. Hvernig ætlum við að mennta mannskapinn? Hvernig ætlum við að búa börn undir lífið þannig að þau geti nýtt tæknina sjálfum sér og samfélaginu til góðs? Við munum upplifa veruleika á næstu árum sem í dag virðist fjarstæðukenndur. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í ótalmörgum, ef ekki flestum, atvinnugreinum, sumar breytast og aðrar hreinlega hverfa. Í þessu samhengi hafa margir velt fyrir sér framtíð kennarastarfsins og hvort tækniþróunin ógni því. Hvort nemendur muni í framtíðinni sitja heima og læra af tölvuskjá, án mikilla samskipta við kennara og skóla. Tæknin veitir vissulega stórkostleg tækifæri til að miðla og örva með nýjum hætti. Með því að flétta saman hefðbundna kennslu og tölvuleiki, myndbönd, gagnvirk próf, forritun, þrívíddarskoðun og „snertingu“ gegnum sýndarveruleikatækni, er hægt að kafa dýpra í námsefnið og miða kennslu í ríkari mæli við einstaklingsþarfir – styðja þá sem stríða við námsörðugleika, þá sem þjást af námsleiða og þá sem eru gæddir mikilli námsgetu. Þrátt fyrir alla þá gríðarlegu möguleika sem ný tækni skapar, getur hún þó aldrei leyst kennara af hólmi. Kennara sem miðla, hvetja, svara spurningum, rækta gagnrýna hugsun, sköpunargetu og siðferðilega afstöðu. Kennara sem eru næmir á félagslegar aðstæður nemenda sinna. Börn og unglingar öðlast sannarlega nýja færni og nýja hæfileika með aðgengi að tækni. En sítenging við tölvu og snjallsíma frá unga aldri skapar um leið ýmsar nýjar þarfir. Þetta er meðal þátta sem breyta starfi kennarans, kalla á nýja færni og auka enn á mikilvægi kennarastarfsins.Nýjar kröfur til kennara Við hljótum öll að vera sammála um að frammistaða metnaðarfullra kennara og persónuleg samskipti þeirra við nemendur skiptir sköpum um hvernig ungt fólk fer nestað úr skóla út í lífið. Tækniþróunin gerir þó nýjar kröfur til kennara. Líkt og mörg önnur störf mun kennarastarfið taka breytingum, en það er jafn ljóst að það verður áfram eitt allra mikilvægasta starf í samfélaginu. Í Finnlandi er aðsókn í kennaranám svo mikil að Háskólinn í Helsinki þarf að hafna 8 af hverjum 10 umsækjendum. Ég spurði rektor háskólans eitt sinn um hverju þetta sætti. Hvort launin væru svona há? Hann sagði að launin væru í meðallagi góð, en það sem mestu skipti um vinsældir námsins væri að kennarastéttin nyti svo mikillar virðingar í Finnlandi. Getum við lært af þessu, nú þegar horfir til kennaraskorts í landinu? Getum við hjálpast að við að hefja starfið til verðskuldaðrar virðingar? Getum við sýnt hvernig ný tækni gerir kennarastarfið í senn mikilvægara og eftirsóknarverðara? Nú þegar staða í ríkisfjármálum hefur batnað ætti að nota hverja krónu sem aflögu er til að bæta nettengingu í öllum byggðum landsins til að tryggja jafnan aðgang skólabarna og kennara að tækni, uppfæra tölvubúnað, stórefla kennaranámið og auka verulega stuðning við starfandi kennara. Í kjaramálum verður að koma málum þannig fyrir að góðum kennurum finnist kröftum sínum vel varið. Það er í okkar allra þágu að ný kynslóð ungs fólks njóti krafta frábærra kennara og að hver og einn nemandi fái hvatningu til sköpunar og til að nýta hæfileika sína til fulls. Við verðum að gera kennurum fært að vinna með nýja tækni til að auðga kennslu og hjálpa börnum að finna gott jafnvægi í tækninotkun, þannig að hún verði tæki í höndum þeirra en stýri ekki lífi þeirra og háttum. Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að kennarar geti í senn leiðbeint um nýtingu þeirra tækifæra sem tæknin skapar og jafnframt tekið þátt í að móta holla samskiptahætti manna við tölvur og tækni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar