Tækni og menntun – ógn eða tækifæri? Kristín Ingólfsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Fyrsta kynslóð barna til að hafa aðgang að tölvu frá vöggu er á leið í skóla. Því hefur verið spáð að 65% þeirra muni í framtíðinni vinna störf sem ekki eru til í dag, þ.e. störf sem á eftir að skapa. Ef fram fer sem horfir, mun tækniþróun leiða til margfalt umfangsmeiri og hraðari breytinga en iðnbyltingin. Hvernig ætlum við að mennta mannskapinn? Hvernig ætlum við að búa börn undir lífið þannig að þau geti nýtt tæknina sjálfum sér og samfélaginu til góðs? Við munum upplifa veruleika á næstu árum sem í dag virðist fjarstæðukenndur. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í ótalmörgum, ef ekki flestum, atvinnugreinum, sumar breytast og aðrar hreinlega hverfa. Í þessu samhengi hafa margir velt fyrir sér framtíð kennarastarfsins og hvort tækniþróunin ógni því. Hvort nemendur muni í framtíðinni sitja heima og læra af tölvuskjá, án mikilla samskipta við kennara og skóla. Tæknin veitir vissulega stórkostleg tækifæri til að miðla og örva með nýjum hætti. Með því að flétta saman hefðbundna kennslu og tölvuleiki, myndbönd, gagnvirk próf, forritun, þrívíddarskoðun og „snertingu“ gegnum sýndarveruleikatækni, er hægt að kafa dýpra í námsefnið og miða kennslu í ríkari mæli við einstaklingsþarfir – styðja þá sem stríða við námsörðugleika, þá sem þjást af námsleiða og þá sem eru gæddir mikilli námsgetu. Þrátt fyrir alla þá gríðarlegu möguleika sem ný tækni skapar, getur hún þó aldrei leyst kennara af hólmi. Kennara sem miðla, hvetja, svara spurningum, rækta gagnrýna hugsun, sköpunargetu og siðferðilega afstöðu. Kennara sem eru næmir á félagslegar aðstæður nemenda sinna. Börn og unglingar öðlast sannarlega nýja færni og nýja hæfileika með aðgengi að tækni. En sítenging við tölvu og snjallsíma frá unga aldri skapar um leið ýmsar nýjar þarfir. Þetta er meðal þátta sem breyta starfi kennarans, kalla á nýja færni og auka enn á mikilvægi kennarastarfsins.Nýjar kröfur til kennara Við hljótum öll að vera sammála um að frammistaða metnaðarfullra kennara og persónuleg samskipti þeirra við nemendur skiptir sköpum um hvernig ungt fólk fer nestað úr skóla út í lífið. Tækniþróunin gerir þó nýjar kröfur til kennara. Líkt og mörg önnur störf mun kennarastarfið taka breytingum, en það er jafn ljóst að það verður áfram eitt allra mikilvægasta starf í samfélaginu. Í Finnlandi er aðsókn í kennaranám svo mikil að Háskólinn í Helsinki þarf að hafna 8 af hverjum 10 umsækjendum. Ég spurði rektor háskólans eitt sinn um hverju þetta sætti. Hvort launin væru svona há? Hann sagði að launin væru í meðallagi góð, en það sem mestu skipti um vinsældir námsins væri að kennarastéttin nyti svo mikillar virðingar í Finnlandi. Getum við lært af þessu, nú þegar horfir til kennaraskorts í landinu? Getum við hjálpast að við að hefja starfið til verðskuldaðrar virðingar? Getum við sýnt hvernig ný tækni gerir kennarastarfið í senn mikilvægara og eftirsóknarverðara? Nú þegar staða í ríkisfjármálum hefur batnað ætti að nota hverja krónu sem aflögu er til að bæta nettengingu í öllum byggðum landsins til að tryggja jafnan aðgang skólabarna og kennara að tækni, uppfæra tölvubúnað, stórefla kennaranámið og auka verulega stuðning við starfandi kennara. Í kjaramálum verður að koma málum þannig fyrir að góðum kennurum finnist kröftum sínum vel varið. Það er í okkar allra þágu að ný kynslóð ungs fólks njóti krafta frábærra kennara og að hver og einn nemandi fái hvatningu til sköpunar og til að nýta hæfileika sína til fulls. Við verðum að gera kennurum fært að vinna með nýja tækni til að auðga kennslu og hjálpa börnum að finna gott jafnvægi í tækninotkun, þannig að hún verði tæki í höndum þeirra en stýri ekki lífi þeirra og háttum. Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að kennarar geti í senn leiðbeint um nýtingu þeirra tækifæra sem tæknin skapar og jafnframt tekið þátt í að móta holla samskiptahætti manna við tölvur og tækni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrsta kynslóð barna til að hafa aðgang að tölvu frá vöggu er á leið í skóla. Því hefur verið spáð að 65% þeirra muni í framtíðinni vinna störf sem ekki eru til í dag, þ.e. störf sem á eftir að skapa. Ef fram fer sem horfir, mun tækniþróun leiða til margfalt umfangsmeiri og hraðari breytinga en iðnbyltingin. Hvernig ætlum við að mennta mannskapinn? Hvernig ætlum við að búa börn undir lífið þannig að þau geti nýtt tæknina sjálfum sér og samfélaginu til góðs? Við munum upplifa veruleika á næstu árum sem í dag virðist fjarstæðukenndur. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í ótalmörgum, ef ekki flestum, atvinnugreinum, sumar breytast og aðrar hreinlega hverfa. Í þessu samhengi hafa margir velt fyrir sér framtíð kennarastarfsins og hvort tækniþróunin ógni því. Hvort nemendur muni í framtíðinni sitja heima og læra af tölvuskjá, án mikilla samskipta við kennara og skóla. Tæknin veitir vissulega stórkostleg tækifæri til að miðla og örva með nýjum hætti. Með því að flétta saman hefðbundna kennslu og tölvuleiki, myndbönd, gagnvirk próf, forritun, þrívíddarskoðun og „snertingu“ gegnum sýndarveruleikatækni, er hægt að kafa dýpra í námsefnið og miða kennslu í ríkari mæli við einstaklingsþarfir – styðja þá sem stríða við námsörðugleika, þá sem þjást af námsleiða og þá sem eru gæddir mikilli námsgetu. Þrátt fyrir alla þá gríðarlegu möguleika sem ný tækni skapar, getur hún þó aldrei leyst kennara af hólmi. Kennara sem miðla, hvetja, svara spurningum, rækta gagnrýna hugsun, sköpunargetu og siðferðilega afstöðu. Kennara sem eru næmir á félagslegar aðstæður nemenda sinna. Börn og unglingar öðlast sannarlega nýja færni og nýja hæfileika með aðgengi að tækni. En sítenging við tölvu og snjallsíma frá unga aldri skapar um leið ýmsar nýjar þarfir. Þetta er meðal þátta sem breyta starfi kennarans, kalla á nýja færni og auka enn á mikilvægi kennarastarfsins.Nýjar kröfur til kennara Við hljótum öll að vera sammála um að frammistaða metnaðarfullra kennara og persónuleg samskipti þeirra við nemendur skiptir sköpum um hvernig ungt fólk fer nestað úr skóla út í lífið. Tækniþróunin gerir þó nýjar kröfur til kennara. Líkt og mörg önnur störf mun kennarastarfið taka breytingum, en það er jafn ljóst að það verður áfram eitt allra mikilvægasta starf í samfélaginu. Í Finnlandi er aðsókn í kennaranám svo mikil að Háskólinn í Helsinki þarf að hafna 8 af hverjum 10 umsækjendum. Ég spurði rektor háskólans eitt sinn um hverju þetta sætti. Hvort launin væru svona há? Hann sagði að launin væru í meðallagi góð, en það sem mestu skipti um vinsældir námsins væri að kennarastéttin nyti svo mikillar virðingar í Finnlandi. Getum við lært af þessu, nú þegar horfir til kennaraskorts í landinu? Getum við hjálpast að við að hefja starfið til verðskuldaðrar virðingar? Getum við sýnt hvernig ný tækni gerir kennarastarfið í senn mikilvægara og eftirsóknarverðara? Nú þegar staða í ríkisfjármálum hefur batnað ætti að nota hverja krónu sem aflögu er til að bæta nettengingu í öllum byggðum landsins til að tryggja jafnan aðgang skólabarna og kennara að tækni, uppfæra tölvubúnað, stórefla kennaranámið og auka verulega stuðning við starfandi kennara. Í kjaramálum verður að koma málum þannig fyrir að góðum kennurum finnist kröftum sínum vel varið. Það er í okkar allra þágu að ný kynslóð ungs fólks njóti krafta frábærra kennara og að hver og einn nemandi fái hvatningu til sköpunar og til að nýta hæfileika sína til fulls. Við verðum að gera kennurum fært að vinna með nýja tækni til að auðga kennslu og hjálpa börnum að finna gott jafnvægi í tækninotkun, þannig að hún verði tæki í höndum þeirra en stýri ekki lífi þeirra og háttum. Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að kennarar geti í senn leiðbeint um nýtingu þeirra tækifæra sem tæknin skapar og jafnframt tekið þátt í að móta holla samskiptahætti manna við tölvur og tækni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar