FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson skoraði meira en allir aðrir leikmenn í Flugfélags Íslands bikarnum í ár en þessu árlega móti fjögurra efstu liðanna um jólin lauk í gærkvöldi með sigri karlaliðs FH og kvennaliðs Fram.
Tvær voru jafnar og markahæstar í Flugfélags Íslands bikar kvenna en það voru stórskytturnar Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram og Helena Rut Örvarsdóttir úr Stjörnunni.
Ásbjörn Friðriksson sem hefur komið af krafti inn í FH-liðið á ný eftir meiðsli skoraði 14 mörk í leikjunum tveimur eða sjö mörk að meðaltali í leik.
Ásbjörn Friðriksson skoraði 9 af þessum 14 mörkum í eins marks sigri á Haukum í undanúrslitunum en var með fimm mörk í tólf marka sigri á Aftureldingu í úrslitaleiknum í gær.
Ásbjörn skoraði einu marki meira en Mosfellingarnir Árni Bragi Eyjólfsson og Elvar Ásgeirsson. Ásbjörn skoraði síðan tveimur mörkum meira en línumaðurinn Ágúst Birgisson en Ágúst naut góðs af nokkrum línusendingum frá Ásbirni í þessum leikjum.
Ragnheiður Júlíusdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir skoruðu báðar tólf mörk í leikjunum tveimur. Ragnheiður skorað sex mörk í báðum leikjunum en Helena Rut var með sjö af sínum tólf mörkum í úrslitaleiknum í gær.
Ragnheiður og Helena skoruðu tveimur mörkum meira en næstu konur en ein af þremur leikmönnum með tíu mörk var Valsarinn Diana Satkauskaite sem spilaði þó bara einn leik.
Hér fyrir neðan má sjá markahæstu leikmenn.
Markahæstar í Flugfélags Íslands bikar kvenna
12 - Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
12 - Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni
10 - Diana Satkauskaite, Val (1 leikur)
10 - Steinunn Björnsdóttir, Fram
10 - Stefanía Theodórsdóttir, Stjörnunni
9 - Hildur Þorgeirsdóttir, Fram
8 - Ramune Pekarskyte, Haukum (1 leikur)
8 - Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni
Markahæstir í Flugfélags Íslands bikar karla
14 - Ásbjörn Friðriksson, FH
13 - Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu
13 - Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu
12 - Ágúst Birgisson, FH
11 - Einar Rafn Eiðsson, FH
9 - Daníel Þór Ingason, Haukum (1 leikur)
8 - Andri Heimir Friðriksson, Haukum (1 leikur)
8 - Jóhann Birgir Ingvarsson, FH
