Kaupverðið er 28.9 milljónir króna en fasteignamatið er 29.8 milljónir. Það sem vekur athygli á myndunum sem fylgja fasteignaauglýsingunni er að það virðist fylgja með eitt stykki könguló með eigninni.
Neðst í myndasyrpunni má einmitt sjá könguló á vegg sem má ætla að sé inni í íbúðinni. Hér að neðan má sjá skjáskot úr fasteignaauglýsingunni.
