Ford innkallar Mustang, F-150, Expedition og Navigator af árgerðum 2011 og 2012 Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:52 Ford F-150 er einn þeirra bíla sem gallinn er í. Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent