Innlent

Eyjamenn halda áfram í SASS

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Stefán
„Bæjarráð telur þessar breytingar skref í rétta átt og telur það mæta óskum sínum um eflingu atvinnuþróunar og nýsköpun og því feli fyrirliggjandi hagkvæmniathugun ekki sér þörf fyrir úrsögn að svo stöddu,“ segir bæjarráð Vestmannaeyja um hugsanlega úrsögn úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, SASS.

Bæjarstjóranum var fyrir ári falið að kanna hagkvæmni þess fyrir Vestmannaeyjar að halda áfram aðild að SASS miðað við að efla atvinnuþróun og nýsköpun heima fyrir. Á síðustu vikum hafi umtalsverð breyting átt sér stað á starfsemi SASS sem miði einmitt að því. „Til marks um það hefur SASS nú gert þjónustusamning við Þekkingarsetur Vestmannaeyja sem gerir ráð fyrir að atvinnu- og nýsköpunarfulltrúi verði ráðinn við stofnunina með aðsetur og starfsemi í Vestmannaeyjum,“ segir bæjarráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×