Stikla Þjóðleikhússins reyndist of blóðug fyrir Facebook Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2016 11:18 Zuckerberg og hans fólk gáfu lítið fyrir mótbárur Ara Þjóðleikhússtjóra. Stjórnendur Facebook gerðu Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra að fjarlægja kynningarstiklu af Facebooksíðu Þjóðleikhússins. Ef hann yrði ekki við því, þá yrði Facebooksíðu leikhússins lokað.Vinsæl stikla „Your ad was disapproved because the image being used in the ad shows excessive violence or gore,“ segir í bréfi Facebook til Ara. Um er að ræða stiklu úr sýningunni Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu en hún vakti óskipta athygli á samfélagsmiðlum í vikunni. Um 20 þúsund manns voru búnir að horfa á hana þegar bréfið frá Facebook barst. Í stiklunni sjást blóðugar hendur en sýningin Hleyptu þeim rétta inn fjallar um ástarsamband 12 ára drengs, sem lagður er í hrottalegt einelti, og vampírunnar Elí sem flytur í blokkina til hans. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri varð við beiðni um Facebook um að fjarlægja stikluna. Hér fyrir neðan getur að líta stikluna sem Zuckerberg og hans menn vilja ekki sjá á sínum miðli.Vill ekki eiga reiði Zuckerbergs yfir höfði sér „Að sjálfsögðu vill maður ekki komast upp á kant við Mark Zuckerberg og eiga á hættu að vera útilokaður frá Facebook. Þess vegna brást ég hratt og örugglega við og reyndi ekki að áfrýja þessum úrskurði,“ segir Ari, sem reyndi að malda í móinn. „Ég vísaði til þess að stiklan var eingöngu birt íslenskum notendum sem að höfðu tugþúsundum saman skoðað stikluna. Og ég gerði ráð fyrir því að allir Íslendingar viti um tilvist Þjóðleikhússins og skilji að hér er á ferðinni leiksýning. En Facebook-menn eru vandir að virðingu sinni og hafa kannski ekki sama þolgæði og ég geri ráð fyrir að Íslendingar hafi fyrir blóðugum höndum og þess vegna tókum við út stikluna sem þótti of gróf fyrir Facebook en með sýningunni vill Þjóðleikhúsið nálgast ungu kynslóðina.“Þú hefur sem sagt reynt að malda í móinn? „Já, að sjáfsögðu.“„Your ad was disapproved because the image being used in the ad shows excessive violence or gore.“Svar Zuckerbergs Svarið frá Facebook við mótbárum Ara var svohljóðandi, og lagði Ari við svo búið vopn sín niður:Hi Ari,Hi, Thanks for writing in.Your ad was disapproved because the image being used in the ad shows excessive violence or gore. We do not allow videos that are intended to shock or scare the users. We've found that ads like this cause a significant amount of negative feedback from people on Facebook.You may use a different image that positively connects with people and recreate your post. The current post remains published, but isn't running as an ad. If it’s an ad created from the create flow, you can edit it in your ads manager: www.facebook.com/ads/manageWas this helpful? Let us know: https://www.facebook.com/survey/?oid=388382157932113 Don’t hesitate to write back if you need more help.Have a great day. Thanks,Marty Facebook Ads Team Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Stjórnendur Facebook gerðu Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra að fjarlægja kynningarstiklu af Facebooksíðu Þjóðleikhússins. Ef hann yrði ekki við því, þá yrði Facebooksíðu leikhússins lokað.Vinsæl stikla „Your ad was disapproved because the image being used in the ad shows excessive violence or gore,“ segir í bréfi Facebook til Ara. Um er að ræða stiklu úr sýningunni Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu en hún vakti óskipta athygli á samfélagsmiðlum í vikunni. Um 20 þúsund manns voru búnir að horfa á hana þegar bréfið frá Facebook barst. Í stiklunni sjást blóðugar hendur en sýningin Hleyptu þeim rétta inn fjallar um ástarsamband 12 ára drengs, sem lagður er í hrottalegt einelti, og vampírunnar Elí sem flytur í blokkina til hans. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri varð við beiðni um Facebook um að fjarlægja stikluna. Hér fyrir neðan getur að líta stikluna sem Zuckerberg og hans menn vilja ekki sjá á sínum miðli.Vill ekki eiga reiði Zuckerbergs yfir höfði sér „Að sjálfsögðu vill maður ekki komast upp á kant við Mark Zuckerberg og eiga á hættu að vera útilokaður frá Facebook. Þess vegna brást ég hratt og örugglega við og reyndi ekki að áfrýja þessum úrskurði,“ segir Ari, sem reyndi að malda í móinn. „Ég vísaði til þess að stiklan var eingöngu birt íslenskum notendum sem að höfðu tugþúsundum saman skoðað stikluna. Og ég gerði ráð fyrir því að allir Íslendingar viti um tilvist Þjóðleikhússins og skilji að hér er á ferðinni leiksýning. En Facebook-menn eru vandir að virðingu sinni og hafa kannski ekki sama þolgæði og ég geri ráð fyrir að Íslendingar hafi fyrir blóðugum höndum og þess vegna tókum við út stikluna sem þótti of gróf fyrir Facebook en með sýningunni vill Þjóðleikhúsið nálgast ungu kynslóðina.“Þú hefur sem sagt reynt að malda í móinn? „Já, að sjáfsögðu.“„Your ad was disapproved because the image being used in the ad shows excessive violence or gore.“Svar Zuckerbergs Svarið frá Facebook við mótbárum Ara var svohljóðandi, og lagði Ari við svo búið vopn sín niður:Hi Ari,Hi, Thanks for writing in.Your ad was disapproved because the image being used in the ad shows excessive violence or gore. We do not allow videos that are intended to shock or scare the users. We've found that ads like this cause a significant amount of negative feedback from people on Facebook.You may use a different image that positively connects with people and recreate your post. The current post remains published, but isn't running as an ad. If it’s an ad created from the create flow, you can edit it in your ads manager: www.facebook.com/ads/manageWas this helpful? Let us know: https://www.facebook.com/survey/?oid=388382157932113 Don’t hesitate to write back if you need more help.Have a great day. Thanks,Marty Facebook Ads Team
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira