Fagnar fimmtugsafmæli í Berlín Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 09:45 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, er fimmtugur í dag. „Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
„Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira