Styttri opnunartími leikskóla bregður fæti fyrir fólk á vinnumarkaði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2016 15:15 vísir/pjetur Sérfræðingar hjá félagsþjónustusviði Árborgar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna styttingar opnunartíma leikskóla og skólavistunar í sveitarfélaginu sem tók gildi 1. febrúar. Dæmi eru um að fólk hafi sagt upp störfum sínum þar sem það getur ekki sinnt vinnutíma sínum eftir að breytingarnar taka gildi. Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með félagsmálastjóra vegna málsins. Í ályktun sem félagsþjónustusvið sendi bæjarráði á dögunum segir að ljóst sé að þessi skerðing á þjónustu við barnafjölskyldur komi sér einkum illa við láglaunafólk sem oft vinni lengur á daginn, og einstæða foreldra. Þegar hafi foreldrar tíu barna leitað til félagsþjónustunnar vegna breytinganna og lýst áhyggjum sínum, vanlíðan og kvíða. Einhverjir þeirra eigi rétt á fjárhagsaðstoð og muni nýta sér þann rétt. Nú þegar er ein slík umsókn á borði félagsþjónustunnar. Þá segir jafnframt að ljóst sé að aðgerðirnar muni fyrst og fremst bitna á börnum sem þurfi jafnvel í ljósi aðstæðna að leita stuðnings og eftirlits hjá öðrum en fjölskyldu. „Höfum við áhyggjur af líðan og velferð barna í samfélagin,“ segir í ályktuninni. Að mati sérfræðinganna er ljóst að frekari samfélagslegar breytingar þurfi að eiga sérs tað samhliða slíkri þjónustuskerðingu leikskóla og skólavistunar, til að mynda viðhorf til vinnutíma foreldra og gæðatíma fjölskyldunnar. Bæjarráð tók málið fyrir í morgun þar sem óskað var eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Þá taldi S-listinn fulla ástæðu til þess að taka þessar áhyggjur alvarlega. Mikilvægt sé að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Öllum leikskólum sveitarfélagsins Árborgar og skólavistunum grunnskólanna er nú lokað klukkan 16.30 á daginn, en áður voru þeir opnir til 17 eða 17.15. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Sérfræðingar hjá félagsþjónustusviði Árborgar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna styttingar opnunartíma leikskóla og skólavistunar í sveitarfélaginu sem tók gildi 1. febrúar. Dæmi eru um að fólk hafi sagt upp störfum sínum þar sem það getur ekki sinnt vinnutíma sínum eftir að breytingarnar taka gildi. Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með félagsmálastjóra vegna málsins. Í ályktun sem félagsþjónustusvið sendi bæjarráði á dögunum segir að ljóst sé að þessi skerðing á þjónustu við barnafjölskyldur komi sér einkum illa við láglaunafólk sem oft vinni lengur á daginn, og einstæða foreldra. Þegar hafi foreldrar tíu barna leitað til félagsþjónustunnar vegna breytinganna og lýst áhyggjum sínum, vanlíðan og kvíða. Einhverjir þeirra eigi rétt á fjárhagsaðstoð og muni nýta sér þann rétt. Nú þegar er ein slík umsókn á borði félagsþjónustunnar. Þá segir jafnframt að ljóst sé að aðgerðirnar muni fyrst og fremst bitna á börnum sem þurfi jafnvel í ljósi aðstæðna að leita stuðnings og eftirlits hjá öðrum en fjölskyldu. „Höfum við áhyggjur af líðan og velferð barna í samfélagin,“ segir í ályktuninni. Að mati sérfræðinganna er ljóst að frekari samfélagslegar breytingar þurfi að eiga sérs tað samhliða slíkri þjónustuskerðingu leikskóla og skólavistunar, til að mynda viðhorf til vinnutíma foreldra og gæðatíma fjölskyldunnar. Bæjarráð tók málið fyrir í morgun þar sem óskað var eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Þá taldi S-listinn fulla ástæðu til þess að taka þessar áhyggjur alvarlega. Mikilvægt sé að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Öllum leikskólum sveitarfélagsins Árborgar og skólavistunum grunnskólanna er nú lokað klukkan 16.30 á daginn, en áður voru þeir opnir til 17 eða 17.15.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira