Styttri opnunartími leikskóla bregður fæti fyrir fólk á vinnumarkaði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2016 15:15 vísir/pjetur Sérfræðingar hjá félagsþjónustusviði Árborgar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna styttingar opnunartíma leikskóla og skólavistunar í sveitarfélaginu sem tók gildi 1. febrúar. Dæmi eru um að fólk hafi sagt upp störfum sínum þar sem það getur ekki sinnt vinnutíma sínum eftir að breytingarnar taka gildi. Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með félagsmálastjóra vegna málsins. Í ályktun sem félagsþjónustusvið sendi bæjarráði á dögunum segir að ljóst sé að þessi skerðing á þjónustu við barnafjölskyldur komi sér einkum illa við láglaunafólk sem oft vinni lengur á daginn, og einstæða foreldra. Þegar hafi foreldrar tíu barna leitað til félagsþjónustunnar vegna breytinganna og lýst áhyggjum sínum, vanlíðan og kvíða. Einhverjir þeirra eigi rétt á fjárhagsaðstoð og muni nýta sér þann rétt. Nú þegar er ein slík umsókn á borði félagsþjónustunnar. Þá segir jafnframt að ljóst sé að aðgerðirnar muni fyrst og fremst bitna á börnum sem þurfi jafnvel í ljósi aðstæðna að leita stuðnings og eftirlits hjá öðrum en fjölskyldu. „Höfum við áhyggjur af líðan og velferð barna í samfélagin,“ segir í ályktuninni. Að mati sérfræðinganna er ljóst að frekari samfélagslegar breytingar þurfi að eiga sérs tað samhliða slíkri þjónustuskerðingu leikskóla og skólavistunar, til að mynda viðhorf til vinnutíma foreldra og gæðatíma fjölskyldunnar. Bæjarráð tók málið fyrir í morgun þar sem óskað var eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Þá taldi S-listinn fulla ástæðu til þess að taka þessar áhyggjur alvarlega. Mikilvægt sé að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Öllum leikskólum sveitarfélagsins Árborgar og skólavistunum grunnskólanna er nú lokað klukkan 16.30 á daginn, en áður voru þeir opnir til 17 eða 17.15. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sérfræðingar hjá félagsþjónustusviði Árborgar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna styttingar opnunartíma leikskóla og skólavistunar í sveitarfélaginu sem tók gildi 1. febrúar. Dæmi eru um að fólk hafi sagt upp störfum sínum þar sem það getur ekki sinnt vinnutíma sínum eftir að breytingarnar taka gildi. Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með félagsmálastjóra vegna málsins. Í ályktun sem félagsþjónustusvið sendi bæjarráði á dögunum segir að ljóst sé að þessi skerðing á þjónustu við barnafjölskyldur komi sér einkum illa við láglaunafólk sem oft vinni lengur á daginn, og einstæða foreldra. Þegar hafi foreldrar tíu barna leitað til félagsþjónustunnar vegna breytinganna og lýst áhyggjum sínum, vanlíðan og kvíða. Einhverjir þeirra eigi rétt á fjárhagsaðstoð og muni nýta sér þann rétt. Nú þegar er ein slík umsókn á borði félagsþjónustunnar. Þá segir jafnframt að ljóst sé að aðgerðirnar muni fyrst og fremst bitna á börnum sem þurfi jafnvel í ljósi aðstæðna að leita stuðnings og eftirlits hjá öðrum en fjölskyldu. „Höfum við áhyggjur af líðan og velferð barna í samfélagin,“ segir í ályktuninni. Að mati sérfræðinganna er ljóst að frekari samfélagslegar breytingar þurfi að eiga sérs tað samhliða slíkri þjónustuskerðingu leikskóla og skólavistunar, til að mynda viðhorf til vinnutíma foreldra og gæðatíma fjölskyldunnar. Bæjarráð tók málið fyrir í morgun þar sem óskað var eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Þá taldi S-listinn fulla ástæðu til þess að taka þessar áhyggjur alvarlega. Mikilvægt sé að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Öllum leikskólum sveitarfélagsins Árborgar og skólavistunum grunnskólanna er nú lokað klukkan 16.30 á daginn, en áður voru þeir opnir til 17 eða 17.15.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira