Hátíð ljóss og friðar? Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmtilegur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbúningur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður einkennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli vanlíðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, vanlíðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum fullorðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á.Tími streitu og ótta Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brotaþolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæðinga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin - eða hvaða annar tími á árinu sem er - geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag - né nokkurn annan dag ársins - og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu - þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til - og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmtilegur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbúningur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður einkennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli vanlíðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, vanlíðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum fullorðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á.Tími streitu og ótta Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brotaþolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæðinga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin - eða hvaða annar tími á árinu sem er - geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag - né nokkurn annan dag ársins - og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu - þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til - og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar