Hátíð ljóss og friðar? Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmtilegur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbúningur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður einkennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli vanlíðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, vanlíðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum fullorðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á.Tími streitu og ótta Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brotaþolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæðinga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin - eða hvaða annar tími á árinu sem er - geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag - né nokkurn annan dag ársins - og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu - þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til - og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmtilegur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbúningur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður einkennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli vanlíðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, vanlíðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum fullorðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á.Tími streitu og ótta Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brotaþolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæðinga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin - eða hvaða annar tími á árinu sem er - geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag - né nokkurn annan dag ársins - og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu - þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til - og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar