Trúarbrögð eru óþarfi Jónína Sólborg Þórisdóttir skrifar 9. september 2016 13:01 Stundum furða ég mig á þeirri fullvissu trúaðra að trúarbrögðin þeirra séu bráðnauðsynleg sem einhvers konar móralskur kompás. Að mannfólkið geti hreinlega ekki lært muninn á réttu og röngu og fundið til samkenndar með öðrum nema að hafa eldgamla bók til hliðsjónar og skattfrjáls samtök til þess að túlka þessa eldgömlu bók. Gullna reglan er innbyggð í bæði menn og dýr. Ef hópur af úlfum getur tekið að sér týnt smábarn, ef hundur getur hugsað um dýr af öðrum tegundum og ef mannfólkið getur fundið til samkenndar með alókunnugu fólki, þá liggur í augum uppi að eitthvað annað er að verki en mótsagnakennt trúarrit, byggt á vægast sagt vafasömum heimildum. Til er lítil sameind sem er kölluð oxytocin. Oxytocin kemur af stað fæðingum og gerir mæðrum kleift að framleiða mjólk. Móðurástin – þessi ofursterka tenging sem móðir finnur þegar barnið fæðist og styrkist svo enn frekar með móðurmjólkinni – er oxytocin. Oxytocin er það efni sem heldur pörum saman eftir að þau detta niður af bleika skýinu, enda stundum kallað „kúruhormónið“. Að syngja í kór framkallar vellíðan sem má rekja til oxytocin og hið sama á við um trúarsamkomur hvers konar. Maður heyrir stundum af því að fólk hafi frelsast. Áhrifin af stórum oxytocin skammti eru jú örugglega stórkostleg, það efa ég ekki. Fótboltaæðið sem rann á landann í sumar var mögulega blanda af oxytocin og testósteróni (miðað við hversu áberandi þjóðerniskenndin var). Í stuttu máli, þá vekur oxytocin upp samkennd og tilfinningabönd milli fólks. Ef heimurinn hefði aldrei kynnst trúarbrögðum, þá væri mannfólkið SAMT með gullnu regluna innbyggða. Það myndi SAMT vita að tegundin kæmist best af með samvinnu/samkennd. Vissan um að kannski sé betra að sleppa því að myrða og stela, er því í eðli okkar. Það þarf ekki boðorð númer 6 og 8 til. Allt er þetta oxytocin að þakka. Þeir sem eru ofurkristnir virðast þó stundum í einhverjum vafa ef marka má fréttir af þeim sem telja það í fína lagi að drepa lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Dæmi um dökka hlið oxytocin, þegar það spilar í hormónahljómsveit með testósteróni, er stríð og annað ofbeldi milli hópa. Testósterón dempar niður áhrif oxytocin en þetta tvennt í „réttum“ aðstæðum styrkir tilfinningabönd þeirra einstaklinga sem teljast til inngrúppunnar og að sama skapi verður samkenndin með einstaklingum í outgrúppunni lítil eða engin. Annað nærtækt dæmi úr nútímanum er ISIS. Þeir sem túlka íslam ekki bókstaflega eru villutrúarmenn skv. ISIS og þar af leiðandi réttdræpir (testósterón). Að biðja bænir fimm sinnum á dag styrkir samt duglega samkenndina innan hópsins (oxytocin) og skerpir enn frekar línurnar á milli inn- og outgrúppunnar. Aðalatriðið er því að ýmsar siðferðilegar pælingar og/eða upplifanir eru ekki „andlegar“ eða „yfirskilvitlegar“ á neinn hátt heldur stjórnast fyrst og fremst af hormónum og erfðum. Menningar- og trúarlegu þættirnir (auk uppeldis) skekkja svo þá líffræðilegu. Þetta leiðir okkur einnig að þeirri niðurstöðu að jafnrétti milli kynjanna er enn mikilvægara en ella, þó ekki væri nema til þess að dempa niður áhrif testósteróndrifinnar árásargirni innan hvers hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum furða ég mig á þeirri fullvissu trúaðra að trúarbrögðin þeirra séu bráðnauðsynleg sem einhvers konar móralskur kompás. Að mannfólkið geti hreinlega ekki lært muninn á réttu og röngu og fundið til samkenndar með öðrum nema að hafa eldgamla bók til hliðsjónar og skattfrjáls samtök til þess að túlka þessa eldgömlu bók. Gullna reglan er innbyggð í bæði menn og dýr. Ef hópur af úlfum getur tekið að sér týnt smábarn, ef hundur getur hugsað um dýr af öðrum tegundum og ef mannfólkið getur fundið til samkenndar með alókunnugu fólki, þá liggur í augum uppi að eitthvað annað er að verki en mótsagnakennt trúarrit, byggt á vægast sagt vafasömum heimildum. Til er lítil sameind sem er kölluð oxytocin. Oxytocin kemur af stað fæðingum og gerir mæðrum kleift að framleiða mjólk. Móðurástin – þessi ofursterka tenging sem móðir finnur þegar barnið fæðist og styrkist svo enn frekar með móðurmjólkinni – er oxytocin. Oxytocin er það efni sem heldur pörum saman eftir að þau detta niður af bleika skýinu, enda stundum kallað „kúruhormónið“. Að syngja í kór framkallar vellíðan sem má rekja til oxytocin og hið sama á við um trúarsamkomur hvers konar. Maður heyrir stundum af því að fólk hafi frelsast. Áhrifin af stórum oxytocin skammti eru jú örugglega stórkostleg, það efa ég ekki. Fótboltaæðið sem rann á landann í sumar var mögulega blanda af oxytocin og testósteróni (miðað við hversu áberandi þjóðerniskenndin var). Í stuttu máli, þá vekur oxytocin upp samkennd og tilfinningabönd milli fólks. Ef heimurinn hefði aldrei kynnst trúarbrögðum, þá væri mannfólkið SAMT með gullnu regluna innbyggða. Það myndi SAMT vita að tegundin kæmist best af með samvinnu/samkennd. Vissan um að kannski sé betra að sleppa því að myrða og stela, er því í eðli okkar. Það þarf ekki boðorð númer 6 og 8 til. Allt er þetta oxytocin að þakka. Þeir sem eru ofurkristnir virðast þó stundum í einhverjum vafa ef marka má fréttir af þeim sem telja það í fína lagi að drepa lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Dæmi um dökka hlið oxytocin, þegar það spilar í hormónahljómsveit með testósteróni, er stríð og annað ofbeldi milli hópa. Testósterón dempar niður áhrif oxytocin en þetta tvennt í „réttum“ aðstæðum styrkir tilfinningabönd þeirra einstaklinga sem teljast til inngrúppunnar og að sama skapi verður samkenndin með einstaklingum í outgrúppunni lítil eða engin. Annað nærtækt dæmi úr nútímanum er ISIS. Þeir sem túlka íslam ekki bókstaflega eru villutrúarmenn skv. ISIS og þar af leiðandi réttdræpir (testósterón). Að biðja bænir fimm sinnum á dag styrkir samt duglega samkenndina innan hópsins (oxytocin) og skerpir enn frekar línurnar á milli inn- og outgrúppunnar. Aðalatriðið er því að ýmsar siðferðilegar pælingar og/eða upplifanir eru ekki „andlegar“ eða „yfirskilvitlegar“ á neinn hátt heldur stjórnast fyrst og fremst af hormónum og erfðum. Menningar- og trúarlegu þættirnir (auk uppeldis) skekkja svo þá líffræðilegu. Þetta leiðir okkur einnig að þeirri niðurstöðu að jafnrétti milli kynjanna er enn mikilvægara en ella, þó ekki væri nema til þess að dempa niður áhrif testósteróndrifinnar árásargirni innan hvers hóps.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun