Trúarbrögð eru óþarfi Jónína Sólborg Þórisdóttir skrifar 9. september 2016 13:01 Stundum furða ég mig á þeirri fullvissu trúaðra að trúarbrögðin þeirra séu bráðnauðsynleg sem einhvers konar móralskur kompás. Að mannfólkið geti hreinlega ekki lært muninn á réttu og röngu og fundið til samkenndar með öðrum nema að hafa eldgamla bók til hliðsjónar og skattfrjáls samtök til þess að túlka þessa eldgömlu bók. Gullna reglan er innbyggð í bæði menn og dýr. Ef hópur af úlfum getur tekið að sér týnt smábarn, ef hundur getur hugsað um dýr af öðrum tegundum og ef mannfólkið getur fundið til samkenndar með alókunnugu fólki, þá liggur í augum uppi að eitthvað annað er að verki en mótsagnakennt trúarrit, byggt á vægast sagt vafasömum heimildum. Til er lítil sameind sem er kölluð oxytocin. Oxytocin kemur af stað fæðingum og gerir mæðrum kleift að framleiða mjólk. Móðurástin – þessi ofursterka tenging sem móðir finnur þegar barnið fæðist og styrkist svo enn frekar með móðurmjólkinni – er oxytocin. Oxytocin er það efni sem heldur pörum saman eftir að þau detta niður af bleika skýinu, enda stundum kallað „kúruhormónið“. Að syngja í kór framkallar vellíðan sem má rekja til oxytocin og hið sama á við um trúarsamkomur hvers konar. Maður heyrir stundum af því að fólk hafi frelsast. Áhrifin af stórum oxytocin skammti eru jú örugglega stórkostleg, það efa ég ekki. Fótboltaæðið sem rann á landann í sumar var mögulega blanda af oxytocin og testósteróni (miðað við hversu áberandi þjóðerniskenndin var). Í stuttu máli, þá vekur oxytocin upp samkennd og tilfinningabönd milli fólks. Ef heimurinn hefði aldrei kynnst trúarbrögðum, þá væri mannfólkið SAMT með gullnu regluna innbyggða. Það myndi SAMT vita að tegundin kæmist best af með samvinnu/samkennd. Vissan um að kannski sé betra að sleppa því að myrða og stela, er því í eðli okkar. Það þarf ekki boðorð númer 6 og 8 til. Allt er þetta oxytocin að þakka. Þeir sem eru ofurkristnir virðast þó stundum í einhverjum vafa ef marka má fréttir af þeim sem telja það í fína lagi að drepa lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Dæmi um dökka hlið oxytocin, þegar það spilar í hormónahljómsveit með testósteróni, er stríð og annað ofbeldi milli hópa. Testósterón dempar niður áhrif oxytocin en þetta tvennt í „réttum“ aðstæðum styrkir tilfinningabönd þeirra einstaklinga sem teljast til inngrúppunnar og að sama skapi verður samkenndin með einstaklingum í outgrúppunni lítil eða engin. Annað nærtækt dæmi úr nútímanum er ISIS. Þeir sem túlka íslam ekki bókstaflega eru villutrúarmenn skv. ISIS og þar af leiðandi réttdræpir (testósterón). Að biðja bænir fimm sinnum á dag styrkir samt duglega samkenndina innan hópsins (oxytocin) og skerpir enn frekar línurnar á milli inn- og outgrúppunnar. Aðalatriðið er því að ýmsar siðferðilegar pælingar og/eða upplifanir eru ekki „andlegar“ eða „yfirskilvitlegar“ á neinn hátt heldur stjórnast fyrst og fremst af hormónum og erfðum. Menningar- og trúarlegu þættirnir (auk uppeldis) skekkja svo þá líffræðilegu. Þetta leiðir okkur einnig að þeirri niðurstöðu að jafnrétti milli kynjanna er enn mikilvægara en ella, þó ekki væri nema til þess að dempa niður áhrif testósteróndrifinnar árásargirni innan hvers hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stundum furða ég mig á þeirri fullvissu trúaðra að trúarbrögðin þeirra séu bráðnauðsynleg sem einhvers konar móralskur kompás. Að mannfólkið geti hreinlega ekki lært muninn á réttu og röngu og fundið til samkenndar með öðrum nema að hafa eldgamla bók til hliðsjónar og skattfrjáls samtök til þess að túlka þessa eldgömlu bók. Gullna reglan er innbyggð í bæði menn og dýr. Ef hópur af úlfum getur tekið að sér týnt smábarn, ef hundur getur hugsað um dýr af öðrum tegundum og ef mannfólkið getur fundið til samkenndar með alókunnugu fólki, þá liggur í augum uppi að eitthvað annað er að verki en mótsagnakennt trúarrit, byggt á vægast sagt vafasömum heimildum. Til er lítil sameind sem er kölluð oxytocin. Oxytocin kemur af stað fæðingum og gerir mæðrum kleift að framleiða mjólk. Móðurástin – þessi ofursterka tenging sem móðir finnur þegar barnið fæðist og styrkist svo enn frekar með móðurmjólkinni – er oxytocin. Oxytocin er það efni sem heldur pörum saman eftir að þau detta niður af bleika skýinu, enda stundum kallað „kúruhormónið“. Að syngja í kór framkallar vellíðan sem má rekja til oxytocin og hið sama á við um trúarsamkomur hvers konar. Maður heyrir stundum af því að fólk hafi frelsast. Áhrifin af stórum oxytocin skammti eru jú örugglega stórkostleg, það efa ég ekki. Fótboltaæðið sem rann á landann í sumar var mögulega blanda af oxytocin og testósteróni (miðað við hversu áberandi þjóðerniskenndin var). Í stuttu máli, þá vekur oxytocin upp samkennd og tilfinningabönd milli fólks. Ef heimurinn hefði aldrei kynnst trúarbrögðum, þá væri mannfólkið SAMT með gullnu regluna innbyggða. Það myndi SAMT vita að tegundin kæmist best af með samvinnu/samkennd. Vissan um að kannski sé betra að sleppa því að myrða og stela, er því í eðli okkar. Það þarf ekki boðorð númer 6 og 8 til. Allt er þetta oxytocin að þakka. Þeir sem eru ofurkristnir virðast þó stundum í einhverjum vafa ef marka má fréttir af þeim sem telja það í fína lagi að drepa lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Dæmi um dökka hlið oxytocin, þegar það spilar í hormónahljómsveit með testósteróni, er stríð og annað ofbeldi milli hópa. Testósterón dempar niður áhrif oxytocin en þetta tvennt í „réttum“ aðstæðum styrkir tilfinningabönd þeirra einstaklinga sem teljast til inngrúppunnar og að sama skapi verður samkenndin með einstaklingum í outgrúppunni lítil eða engin. Annað nærtækt dæmi úr nútímanum er ISIS. Þeir sem túlka íslam ekki bókstaflega eru villutrúarmenn skv. ISIS og þar af leiðandi réttdræpir (testósterón). Að biðja bænir fimm sinnum á dag styrkir samt duglega samkenndina innan hópsins (oxytocin) og skerpir enn frekar línurnar á milli inn- og outgrúppunnar. Aðalatriðið er því að ýmsar siðferðilegar pælingar og/eða upplifanir eru ekki „andlegar“ eða „yfirskilvitlegar“ á neinn hátt heldur stjórnast fyrst og fremst af hormónum og erfðum. Menningar- og trúarlegu þættirnir (auk uppeldis) skekkja svo þá líffræðilegu. Þetta leiðir okkur einnig að þeirri niðurstöðu að jafnrétti milli kynjanna er enn mikilvægara en ella, þó ekki væri nema til þess að dempa niður áhrif testósteróndrifinnar árásargirni innan hvers hóps.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun