Siðferðilegur vísdómur frá Færeyjum Daniel W. Bromley skrifar 9. september 2016 07:00 Í blaðagrein hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu vék Jón Steinsson hagfræðingur að róttækri stefnu sem frændþjóð Íslendinga í suðaustri hefur nú hrint í framkvæmd og varðar umbætur og nýskipan í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Færeyingar munu framvegis bjóða upp fiskinn sem hingað til hefur verið gefinn. Greinarskrif Jóns eru studd fremur almennum hagfræðilegum rökum – báðir erum við hagfræðingar – en hvað sem því líður þá grundvallast sérhverjar röksemdir í þessum efnum óhjákvæmilega á siðferðisafstöðu höfundar. Hver á fiskinn í efnahagslögsögu Íslands? Svarið við þessari mikilvægu spurningu má finna í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðsins til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þessa tillögu studdu 67% kjósenda. Til viðbótar var spurt um nokkur tiltekin álitaefni – og helsta ber að nefna í þessu samhengi 34. greinina sem kallaði eftir þjóðareign á náttúruauðlindum. Þetta ákvæði hlaut stuðning 83% kjósenda. Fólkið í landinu hafði sagt hug sinn. Lítilli nefnd var síðan gefinn kostur á að breyta því orðalagi sem samþykkt var af kjósendum. Þessi einkennilega framkvæmd gat af sér tvær gerólíkar gerðir 34. greinar stjórnlagaráðs um ráðstöfun náttúruauðlinda. Ákvæðið sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu var svohljóðandi: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Þegar nokkrir vel valdir lögfræðingar höfðu lokið handavinnu sinni leit ákvæðið hins vegar svona út: „Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign.“ Með öðrum orðum, þar sem áður stóð „…sem ekki eru í einkaeigu?…“ umskapaðist orðfærið í lagaflóka og hljóðar þannig breytt „…sem ekki eru háð einkaeignarrétti?…“ Hvers vegna taldi einhver heppilegt að bregða út af því orðfæri sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda las og samþykkti? Hvað merkir það að náttúruauðlind sé ‘ekki háð’ einkaeignarrétti? Við þessum spurningum er aðeins eitt svar – með vísvitandi ummyndun á orðalagi fýsti menn að stuðla að þeim skilningi að eftir þriggja áratuga svo til endurgjaldslausa veiði í kerfi þar sem aflaheimildir eru framseljanlegar, þá séu fiskistofnar í efnahagslögsögu Íslands ekki „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ heldur „háð[ir] einkaeignarrétti“. Það er að segja, fiskveiðar eru háðar einkaeign (fiskiskipaflotinn). Eins og hendi (og penna) nokkurra lögfræðinga væri veifað var skyndilega girt fyrir þann möguleika að fiskurinn í sérefnahagslögsögu Íslands gæti talist til „sameiginleg[rar] og ævarandi eign[ar] þjóðarinnar.”Heillavænlegar umbætur Aftur á móti hafa Færeyingar, í áþreifanlegri mótsögn við þróun mála á Íslandi, haft forgöngu um heillavænlegar umbætur og þannig birt skarpa siðferðilega sýn í fiskveiðistjórnun. Ég leyfi mér að vitna í skjöl stjórnvalda til að miðla nokkrum leiðarstefjum í þessum umbótum:1. Lifandi sjávarauðlindir í færeyskri landhelgi, hvort sem nýting þeirra grundvallast á alþjóðasamningum eða tvíhliðasamningum við önnur ríki, eru eign færeysku þjóðarinnar. Þær eru varanlegur grundvöllur færeyska efnahagskerfisins og velferðar færeysku þjóðarinnar.2. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að skapa verðmæti og hagnað úr slíkum lifandi auðlindum fyrir skipaeigendur, áhafnir, verksmiðjur, fyrirtæki, starfsmenn, þjónustuaðila og samfélagið í heild.3. Að teknu tilliti til þessara sjónarmiða, eru stjórnvöld skuldbundin til að hámarka þá auðlindarentu sem fæst fyrir úthlutun veiðiheimilda, og til að tryggja að sem stærstur hluti rentunnar skili sér til færeysku þjóðarinnar.4. Stjórnvöld munu greiða fyrir uppbyggingu sjávarútvegs og markaðstengingu veiða, þar sem frelsi er aukið í atvinnugreininni og staðinn er vörður um samkeppnisskilyrði.5. Stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja opið aðgengi að viðskiptatækifærum í sjávarútvegi þannig að þau séu ekki einskorðuð við fáeina lánsama aðila. Þessi meginregla gildir um almenn fyrirtæki jafnt sem hefðbundnar sjávarbyggðir. Til að ná þessum markmiðum ætla stjórnvöld að leysa af hólmi hina viðteknu venju að aðgengi að nytjastofnum sé háð pólitískri veitingu, en bjóða þess í stað veiðiheimildirnar upp. Slík markaðstengd úthlutun mun takmarka þann hluta af leyfðum heildarafla sem nokkurt eitt fiskvinnslufyrirtæki getur eignast. Veiðileyfum verður úthlutað til tiltekins tíma (kannski til 10 ára) og nýliðum verður tryggt tækifæri til að keppa um kaup á tímabundnum leyfum. Líkt og Jón Steinsson bendir á hafa fyrstu uppboðin þegar skapað ágæta auðlindarentu fyrir færeysku þjóðina. Og það er von á meiru. Ég miðla þessum siðferðilega vísdómi frá Færeyjum til íslensku þjóðarinnar til að minna hana á að margar góðar hugmyndir fyrirfinnast í veröldinni. Það sem meira er um vert, bestu hugmyndirnar berast okkur einatt úr óvæntum áttum.Höfundur hefur starfað sem ráðgjafi Færeyja við stefnumótun í fiskveiðimálum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í blaðagrein hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu vék Jón Steinsson hagfræðingur að róttækri stefnu sem frændþjóð Íslendinga í suðaustri hefur nú hrint í framkvæmd og varðar umbætur og nýskipan í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Færeyingar munu framvegis bjóða upp fiskinn sem hingað til hefur verið gefinn. Greinarskrif Jóns eru studd fremur almennum hagfræðilegum rökum – báðir erum við hagfræðingar – en hvað sem því líður þá grundvallast sérhverjar röksemdir í þessum efnum óhjákvæmilega á siðferðisafstöðu höfundar. Hver á fiskinn í efnahagslögsögu Íslands? Svarið við þessari mikilvægu spurningu má finna í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðsins til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þessa tillögu studdu 67% kjósenda. Til viðbótar var spurt um nokkur tiltekin álitaefni – og helsta ber að nefna í þessu samhengi 34. greinina sem kallaði eftir þjóðareign á náttúruauðlindum. Þetta ákvæði hlaut stuðning 83% kjósenda. Fólkið í landinu hafði sagt hug sinn. Lítilli nefnd var síðan gefinn kostur á að breyta því orðalagi sem samþykkt var af kjósendum. Þessi einkennilega framkvæmd gat af sér tvær gerólíkar gerðir 34. greinar stjórnlagaráðs um ráðstöfun náttúruauðlinda. Ákvæðið sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu var svohljóðandi: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Þegar nokkrir vel valdir lögfræðingar höfðu lokið handavinnu sinni leit ákvæðið hins vegar svona út: „Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign.“ Með öðrum orðum, þar sem áður stóð „…sem ekki eru í einkaeigu?…“ umskapaðist orðfærið í lagaflóka og hljóðar þannig breytt „…sem ekki eru háð einkaeignarrétti?…“ Hvers vegna taldi einhver heppilegt að bregða út af því orðfæri sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda las og samþykkti? Hvað merkir það að náttúruauðlind sé ‘ekki háð’ einkaeignarrétti? Við þessum spurningum er aðeins eitt svar – með vísvitandi ummyndun á orðalagi fýsti menn að stuðla að þeim skilningi að eftir þriggja áratuga svo til endurgjaldslausa veiði í kerfi þar sem aflaheimildir eru framseljanlegar, þá séu fiskistofnar í efnahagslögsögu Íslands ekki „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ heldur „háð[ir] einkaeignarrétti“. Það er að segja, fiskveiðar eru háðar einkaeign (fiskiskipaflotinn). Eins og hendi (og penna) nokkurra lögfræðinga væri veifað var skyndilega girt fyrir þann möguleika að fiskurinn í sérefnahagslögsögu Íslands gæti talist til „sameiginleg[rar] og ævarandi eign[ar] þjóðarinnar.”Heillavænlegar umbætur Aftur á móti hafa Færeyingar, í áþreifanlegri mótsögn við þróun mála á Íslandi, haft forgöngu um heillavænlegar umbætur og þannig birt skarpa siðferðilega sýn í fiskveiðistjórnun. Ég leyfi mér að vitna í skjöl stjórnvalda til að miðla nokkrum leiðarstefjum í þessum umbótum:1. Lifandi sjávarauðlindir í færeyskri landhelgi, hvort sem nýting þeirra grundvallast á alþjóðasamningum eða tvíhliðasamningum við önnur ríki, eru eign færeysku þjóðarinnar. Þær eru varanlegur grundvöllur færeyska efnahagskerfisins og velferðar færeysku þjóðarinnar.2. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að skapa verðmæti og hagnað úr slíkum lifandi auðlindum fyrir skipaeigendur, áhafnir, verksmiðjur, fyrirtæki, starfsmenn, þjónustuaðila og samfélagið í heild.3. Að teknu tilliti til þessara sjónarmiða, eru stjórnvöld skuldbundin til að hámarka þá auðlindarentu sem fæst fyrir úthlutun veiðiheimilda, og til að tryggja að sem stærstur hluti rentunnar skili sér til færeysku þjóðarinnar.4. Stjórnvöld munu greiða fyrir uppbyggingu sjávarútvegs og markaðstengingu veiða, þar sem frelsi er aukið í atvinnugreininni og staðinn er vörður um samkeppnisskilyrði.5. Stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja opið aðgengi að viðskiptatækifærum í sjávarútvegi þannig að þau séu ekki einskorðuð við fáeina lánsama aðila. Þessi meginregla gildir um almenn fyrirtæki jafnt sem hefðbundnar sjávarbyggðir. Til að ná þessum markmiðum ætla stjórnvöld að leysa af hólmi hina viðteknu venju að aðgengi að nytjastofnum sé háð pólitískri veitingu, en bjóða þess í stað veiðiheimildirnar upp. Slík markaðstengd úthlutun mun takmarka þann hluta af leyfðum heildarafla sem nokkurt eitt fiskvinnslufyrirtæki getur eignast. Veiðileyfum verður úthlutað til tiltekins tíma (kannski til 10 ára) og nýliðum verður tryggt tækifæri til að keppa um kaup á tímabundnum leyfum. Líkt og Jón Steinsson bendir á hafa fyrstu uppboðin þegar skapað ágæta auðlindarentu fyrir færeysku þjóðina. Og það er von á meiru. Ég miðla þessum siðferðilega vísdómi frá Færeyjum til íslensku þjóðarinnar til að minna hana á að margar góðar hugmyndir fyrirfinnast í veröldinni. Það sem meira er um vert, bestu hugmyndirnar berast okkur einatt úr óvæntum áttum.Höfundur hefur starfað sem ráðgjafi Færeyja við stefnumótun í fiskveiðimálum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun