Forstjóri SS sakar talsmenn verslunar um blekkingar og áróður Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands „Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í ársskýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvælamarkaðinn og nefnir sem dæmi málflutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvernig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamningur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í ársskýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvælamarkaðinn og nefnir sem dæmi málflutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvernig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamningur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira