Vilja kanna þörf og áhuga á vöggugjöf frá ríkinu til verðandi foreldra Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2016 15:40 Finnski ungbarnakassinn hefur vakið heimsathygli. Mynd/Finland.fi/Anssi Okkonen Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skipaður verði starfshópur til að kanna þörf, áhuga, fýsileika og kostnað við að veittur yrði opinber stuðningur við verðandi foreldra í formi vöggugjafar. Slík gjöf myndi innihalda nauðsynjavörur fyrir ungabörn. Þingmennirnir eru úr Bjartri framtíð, Samfylkingu og Vinstri grænum og er Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Hugmyndin frá Finnlandi Í greinargerð með tillögunni segir að hugmyndin að barnsburðarpakkanum eigi rót sína að rekja til Finnlands en árið 1937 hóf finnska ríkið að veita verðandi foreldrum styrki. „Nú geta verðandi foreldrar í Finnlandi valið um að fá peningastyrk eða barnsburðarpakka og er um að ræða viðbót við hefðbundna fæðingarstyrki og fæðingarorlof.“Róbert Marshall er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/ErnirFjölbreyttur pakki Pakkinn er endurskoðaður árlega og er ánægja með pakkann reglulega kannaður. „Barnsburðarpakkinn inniheldur allt sem ungabörn þurfa fyrstu mánuðina, svo sem föt, bleiur, sæng, dýnu, sængurver, samfellur, svefnpoka, útigalla, heilgalla, húfur og vettlinga, sokkabuxur og sokka, buxur og boli, handklæði, naglaklippur, hárbursta, tannbursta, hitamæli fyrir baðvatn, hitamæli fyrir barnið, smekki, lítið nagdót og bók fyrir barnið, auk þess sem kassann utan af vörunum má nýta sem rúm. Pakkinn inniheldur einnig nauðsynjavörur fyrir móður og föður barnsins, svo sem dömubindi, getnaðarvarnir, geirvörtukrem og brjóstapúða. Oftar en ekki eru fötin í pakkanum og kassinn utan um hann hönnuð af finnskum hönnuðum til að styðja við innlenda framleiðslu,“ segir í greinargerðinni.Kemur foreldrum vel sem eru með lítið á milli handanna Þá segir að vöggugjöf af þessum toga sé táknræn með þeim hætti að hún býður hvern nýjan þjóðfélagsþegn velkominn. Gjöfin inniheldi það helsta sem hann þurfi fyrstu mánuði ævinnar og snúi fyrst og fremst að rétti barnsins. „Með þessu móti mætti í senn tryggja nýfæddum börnum nauðsynlegan útbúnað og spara nýbökuðum foreldrum bæði fyrirhöfn og peninga sem kæmi sér sérstaklega vel fyrir þá foreldra sem hafa lítið á milli handanna. Með þessari framkvæmd er einnig auðveldara en ella að hafa eftirlit með því að vörur sem ungabörn nota uppfylli öryggiskröfur og séu ekki heilsuspillandi.“ Samkvæmt tillögunni á hópurinn að gera tillögu að nánari útfærslu og skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. október næstkomandi. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skipaður verði starfshópur til að kanna þörf, áhuga, fýsileika og kostnað við að veittur yrði opinber stuðningur við verðandi foreldra í formi vöggugjafar. Slík gjöf myndi innihalda nauðsynjavörur fyrir ungabörn. Þingmennirnir eru úr Bjartri framtíð, Samfylkingu og Vinstri grænum og er Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Hugmyndin frá Finnlandi Í greinargerð með tillögunni segir að hugmyndin að barnsburðarpakkanum eigi rót sína að rekja til Finnlands en árið 1937 hóf finnska ríkið að veita verðandi foreldrum styrki. „Nú geta verðandi foreldrar í Finnlandi valið um að fá peningastyrk eða barnsburðarpakka og er um að ræða viðbót við hefðbundna fæðingarstyrki og fæðingarorlof.“Róbert Marshall er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/ErnirFjölbreyttur pakki Pakkinn er endurskoðaður árlega og er ánægja með pakkann reglulega kannaður. „Barnsburðarpakkinn inniheldur allt sem ungabörn þurfa fyrstu mánuðina, svo sem föt, bleiur, sæng, dýnu, sængurver, samfellur, svefnpoka, útigalla, heilgalla, húfur og vettlinga, sokkabuxur og sokka, buxur og boli, handklæði, naglaklippur, hárbursta, tannbursta, hitamæli fyrir baðvatn, hitamæli fyrir barnið, smekki, lítið nagdót og bók fyrir barnið, auk þess sem kassann utan af vörunum má nýta sem rúm. Pakkinn inniheldur einnig nauðsynjavörur fyrir móður og föður barnsins, svo sem dömubindi, getnaðarvarnir, geirvörtukrem og brjóstapúða. Oftar en ekki eru fötin í pakkanum og kassinn utan um hann hönnuð af finnskum hönnuðum til að styðja við innlenda framleiðslu,“ segir í greinargerðinni.Kemur foreldrum vel sem eru með lítið á milli handanna Þá segir að vöggugjöf af þessum toga sé táknræn með þeim hætti að hún býður hvern nýjan þjóðfélagsþegn velkominn. Gjöfin inniheldi það helsta sem hann þurfi fyrstu mánuði ævinnar og snúi fyrst og fremst að rétti barnsins. „Með þessu móti mætti í senn tryggja nýfæddum börnum nauðsynlegan útbúnað og spara nýbökuðum foreldrum bæði fyrirhöfn og peninga sem kæmi sér sérstaklega vel fyrir þá foreldra sem hafa lítið á milli handanna. Með þessari framkvæmd er einnig auðveldara en ella að hafa eftirlit með því að vörur sem ungabörn nota uppfylli öryggiskröfur og séu ekki heilsuspillandi.“ Samkvæmt tillögunni á hópurinn að gera tillögu að nánari útfærslu og skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. október næstkomandi.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira