Stokkbólginn Logi tekur verkjalyf fyrir leiki: „Reyni að hjálpa eins og ég get“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30