Ein öldruð prjónaði pollróleg meðan húsið var rýmt Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2016 12:05 Heimilisfólkið á Klausturhólum, hér í sumarferð, hélt sinni stóísku ró meðan hús voru rýmd. En lét þetta ekki meira á sig fá en svo að hún prjónaði allan tímann. Anna Gyða Mikill viðbúnaður var vegna reyks sem kom upp á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri um klukkan sex á fimmtudagsmorgun. Þurftu hinir öldruðu íbúar að yfirgefa húsakynnin í snatri. Ekki reyndist þó um eld að ræða heldur hafði skrautkerti bráðnað ofan í rafmagnsofn og upp gaus reykur og ólykt sem ræsti brunakerfið. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Klausturhólum, er eftir á að hyggja mjög ánægð með hvernig gekk að rýma híbýlin. „Þetta var góð brunaæfing.Öldruðum, sem velja á Klausturhólum, var vitaskuld brugðið en héldu ró sinni.Anna GyðaSlökkvilið og aðrar bjargir voru ræstar út þá þegar og var hafist handa við að rýma þá álmu heimilisins sem reykurinn var í. Í skeyti lögreglu segir að enginn eldur hafi verið sjáanlegur. En, „við nánari skoðun kom í ljós að rafmagnsofn undir glugga var stilltur á yfir 30°C og í gluggakistu var kerti sem hafði bráðnað við hitann og vaxið lekið niður á ofninn og af því varð talsverður reykur. Öll viðbrögð og aðgerðir á staðnum gengu fumlaust fyrir sig. Engum varð meint af og ekkert tjón að heitið gæti.“ Anna Gyða segir að í fyrstu hafi engar skýringar fundist á þessu en seinna kom í ljós að það hafði lekið svo sem einn fjórði úr teskeið í rafmagnsofninn með þeim afleiðingum að mikil lykt og svo reykur myndaðist. „Á tímabili héldum við að kviknað væri í loftræstikerfinu. Eða, við vildum útiloka að svo gæti verið. Svo kom í ljós að þetta var mjög saklaust og allir kallaðir heim.“Dvalarfólk á Klausturhólum auk vina. Anna Gyða er mjög ánægð með öll viðbrögð þegar upp gaus reykur og ólykt í húsakynnum dvalarheimilisins.Anna GyðaHeimilisfólki var eðlilega brugðið en lét þetta þó ekki raska ró sinni um of. „Einni féll ekki verk úr hendi og prjónaði allan tímann!“ Anna Gyða er mjög ánægð með öll viðbrögð. „Það kom hellingur af fólki aðvífandi. Heimamenn voru fljótir að koma. Einn sjúkraliði var á vakt sem brást hárrétt við og stóð sig mjög vel, kom öllu fólki í skjól þá þegar. Nýbúið var að fara yfir allt brunavarnarkerfið. Það virkaði hundrað prósent. Allir brugðust hratt og mjög vel við. Þetta reyndist góð brunaæfing,“ segir Anna Gyða hjúkrunarforstjóri. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Mikill viðbúnaður var vegna reyks sem kom upp á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri um klukkan sex á fimmtudagsmorgun. Þurftu hinir öldruðu íbúar að yfirgefa húsakynnin í snatri. Ekki reyndist þó um eld að ræða heldur hafði skrautkerti bráðnað ofan í rafmagnsofn og upp gaus reykur og ólykt sem ræsti brunakerfið. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Klausturhólum, er eftir á að hyggja mjög ánægð með hvernig gekk að rýma híbýlin. „Þetta var góð brunaæfing.Öldruðum, sem velja á Klausturhólum, var vitaskuld brugðið en héldu ró sinni.Anna GyðaSlökkvilið og aðrar bjargir voru ræstar út þá þegar og var hafist handa við að rýma þá álmu heimilisins sem reykurinn var í. Í skeyti lögreglu segir að enginn eldur hafi verið sjáanlegur. En, „við nánari skoðun kom í ljós að rafmagnsofn undir glugga var stilltur á yfir 30°C og í gluggakistu var kerti sem hafði bráðnað við hitann og vaxið lekið niður á ofninn og af því varð talsverður reykur. Öll viðbrögð og aðgerðir á staðnum gengu fumlaust fyrir sig. Engum varð meint af og ekkert tjón að heitið gæti.“ Anna Gyða segir að í fyrstu hafi engar skýringar fundist á þessu en seinna kom í ljós að það hafði lekið svo sem einn fjórði úr teskeið í rafmagnsofninn með þeim afleiðingum að mikil lykt og svo reykur myndaðist. „Á tímabili héldum við að kviknað væri í loftræstikerfinu. Eða, við vildum útiloka að svo gæti verið. Svo kom í ljós að þetta var mjög saklaust og allir kallaðir heim.“Dvalarfólk á Klausturhólum auk vina. Anna Gyða er mjög ánægð með öll viðbrögð þegar upp gaus reykur og ólykt í húsakynnum dvalarheimilisins.Anna GyðaHeimilisfólki var eðlilega brugðið en lét þetta þó ekki raska ró sinni um of. „Einni féll ekki verk úr hendi og prjónaði allan tímann!“ Anna Gyða er mjög ánægð með öll viðbrögð. „Það kom hellingur af fólki aðvífandi. Heimamenn voru fljótir að koma. Einn sjúkraliði var á vakt sem brást hárrétt við og stóð sig mjög vel, kom öllu fólki í skjól þá þegar. Nýbúið var að fara yfir allt brunavarnarkerfið. Það virkaði hundrað prósent. Allir brugðust hratt og mjög vel við. Þetta reyndist góð brunaæfing,“ segir Anna Gyða hjúkrunarforstjóri.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira