Hvar eru þingmenn Reykvíkinga? Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Fólkið á landsbyggðinni þekkir sína kjörnu fullrúa, ekki er hægt að segja það sama um Reykvíkinga. Það er eins og það sé enginn talsmaður Reykvíkinga á Alþingi. Nú er svo komið að vinstri meirihlutinn í borginni er í óða önn að grafa undan góðum samskiptum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar með flugvallarmálinu og það verður að stöðva. Það er tímaskekkja að loka Reykjavíkurflugvelli, sérstaklega í ljósi aukins ferðamannastraums. Það er mikill lúxus og forréttindi að hafa flugvöll inni í borginni og ef eitthvað er verðum við að bæta þjónustuna á Reykjavíkurflugvelli og opna öryggisbrautina aftur.Sprungið vegakerfi Það er Alþingi sem setur sveitarstjórnum lög og er það skylda Alþingis að passa upp á að sveitastjórnarlögum sé fylgt eftir. Af hverju láta þingmenn Reykjavíkur, meirihluta borgarstjórnar bjóða sér og íbúum borgarinnar upp á ónýtt og löngu sprungið vegakerfi þar sem fólk er fast í bílum sínum svo klukkutímum skiptir í viku hverri, fáránlega lélegan aðbúnað fyrir eldri borgara, mengun og óþrifnað, gras ekki slegið né snjór mokaður fyrr en allt er orðið vitlaust, lóðaskort, gjaldþrota leikskólastefnu og aðrar vonlausar hugmyndir. Endalaust er gengið yfir íbúa Reykjavíkur, hvergi annars staðar á landinu kæmust menn upp með svona vinnubrögð og það í sjálfri höfuðborginni.Lagning Sundabrautar Það nýjasta er skipulag 16.000 manna byggðar á Hlíðarenda við hlið Reykjavíkurflugvallar. Þarna á að setja niður sama mannfjölda og býr á Akureyri, á sama stað og þessi nýi spítali á að rísa. Nóg hefur nú verið talað um umferðarteppuna sem nú þegar er vandamál og margfaldast við byggingu nýja spítalans, en nei nei, þeir bættu við einu stykki Akureyri í mixið! Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Af hverju er ekki svona endaleysa stoppuð? Við verðum að lagfæra og bæta allar stofnæðar strax inn og út úr borginni. Við verðum að fara í byggingu Sundabrautar.Stöðugleiki Í dag búum við Íslendingar við fínan stöðugleika og við erum að lifa einhverja mestu uppgangstíma hagsögunnar og er það ekki síst hinum aukna straum ferðamanna til landsins að þakka. Auknar gjaldeyristekjur, næg atvinna, lækkandi vextir og lítil sem engin verðbólga eru staðreyndir. En betur má ef duga skal, og við verðum að afnema greiðsluþátttöku sjúklinga og tekjutengingu launa eldri borgara og öryrkja. Við verðum að einfalda og lækka tekjuskatt á almenning, hækka skattleysismörkin a.m.k. í 250.000 kr. Lækka verður strax tryggingargjaldið en flest fyrirtæki á landinu eru í Reykjavík og það er til skammar hvernig Reykjavíkurborg kemur fram við atvinnulífið og úr því þarf að bæta. Ef mér verður veitt brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nk. laugardag þá lofa ég því að ég skal berjast með kjafti og klóm fyrir Reykvíkinga. Það er kominn tími til að einhver tali máli Reykvíkinga á Alþingi Íslendinga og ég vil taka þá vinnu að mér kjósandi góður.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fólkið á landsbyggðinni þekkir sína kjörnu fullrúa, ekki er hægt að segja það sama um Reykvíkinga. Það er eins og það sé enginn talsmaður Reykvíkinga á Alþingi. Nú er svo komið að vinstri meirihlutinn í borginni er í óða önn að grafa undan góðum samskiptum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar með flugvallarmálinu og það verður að stöðva. Það er tímaskekkja að loka Reykjavíkurflugvelli, sérstaklega í ljósi aukins ferðamannastraums. Það er mikill lúxus og forréttindi að hafa flugvöll inni í borginni og ef eitthvað er verðum við að bæta þjónustuna á Reykjavíkurflugvelli og opna öryggisbrautina aftur.Sprungið vegakerfi Það er Alþingi sem setur sveitarstjórnum lög og er það skylda Alþingis að passa upp á að sveitastjórnarlögum sé fylgt eftir. Af hverju láta þingmenn Reykjavíkur, meirihluta borgarstjórnar bjóða sér og íbúum borgarinnar upp á ónýtt og löngu sprungið vegakerfi þar sem fólk er fast í bílum sínum svo klukkutímum skiptir í viku hverri, fáránlega lélegan aðbúnað fyrir eldri borgara, mengun og óþrifnað, gras ekki slegið né snjór mokaður fyrr en allt er orðið vitlaust, lóðaskort, gjaldþrota leikskólastefnu og aðrar vonlausar hugmyndir. Endalaust er gengið yfir íbúa Reykjavíkur, hvergi annars staðar á landinu kæmust menn upp með svona vinnubrögð og það í sjálfri höfuðborginni.Lagning Sundabrautar Það nýjasta er skipulag 16.000 manna byggðar á Hlíðarenda við hlið Reykjavíkurflugvallar. Þarna á að setja niður sama mannfjölda og býr á Akureyri, á sama stað og þessi nýi spítali á að rísa. Nóg hefur nú verið talað um umferðarteppuna sem nú þegar er vandamál og margfaldast við byggingu nýja spítalans, en nei nei, þeir bættu við einu stykki Akureyri í mixið! Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Af hverju er ekki svona endaleysa stoppuð? Við verðum að lagfæra og bæta allar stofnæðar strax inn og út úr borginni. Við verðum að fara í byggingu Sundabrautar.Stöðugleiki Í dag búum við Íslendingar við fínan stöðugleika og við erum að lifa einhverja mestu uppgangstíma hagsögunnar og er það ekki síst hinum aukna straum ferðamanna til landsins að þakka. Auknar gjaldeyristekjur, næg atvinna, lækkandi vextir og lítil sem engin verðbólga eru staðreyndir. En betur má ef duga skal, og við verðum að afnema greiðsluþátttöku sjúklinga og tekjutengingu launa eldri borgara og öryrkja. Við verðum að einfalda og lækka tekjuskatt á almenning, hækka skattleysismörkin a.m.k. í 250.000 kr. Lækka verður strax tryggingargjaldið en flest fyrirtæki á landinu eru í Reykjavík og það er til skammar hvernig Reykjavíkurborg kemur fram við atvinnulífið og úr því þarf að bæta. Ef mér verður veitt brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nk. laugardag þá lofa ég því að ég skal berjast með kjafti og klóm fyrir Reykvíkinga. Það er kominn tími til að einhver tali máli Reykvíkinga á Alþingi Íslendinga og ég vil taka þá vinnu að mér kjósandi góður.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar