Sammála um að vera ósammála Pétur Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Það er skondið að fylgjast með umræðunni á Íslandi um gistináttaskatt, hótelskatt og komugjald á ferðamenn. Það hafa allir sína skoðun á þessum málum. Allir telja að sín skoðun sé hin eina rétta í málinu, þar með talinn ég. Ég hef verið að reyna að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og finnst það stundum skrítið. Tökum sem dæmi greinarnar um salernispappír, skemmdar bifreiðar, úttraðkaða slóða og gróður. Byrjum á Ríkisskattstjóra, hann stendur í viðræðum við heimasíður sem selja gistingu um að þær skili gistináttaskattinum. Ég skil ekki af hverju hann tilkynnir þeim ekki að til þess að mega eiga viðskipti á Íslandi þurfi að fara að lögum og innheimta og skila skattinum. Fjöldi fylkja í Bandaríkjunum eru búinn að stefna þeim og neyða þá í gegnum dómskerfið til þess að skila hótelskattinum. Samtök ferðaþjónustunnar leggjast gegn gistináttagjaldi og/eða hótelskatti vegna þess að það er svo auðvelt að svíkjast undan því að skila honum inn. Samtökin leggja til að það verði innheimt komugjald á alla farþega sem koma til Íslands, bæði með flugi og skipi. Á vefnum Turisti birtist grein í febrúar undir fyrirsögninni „Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum“. Þar fjalla þeir um hversu miklu lægra gistináttagjaldið á Íslandi er en í öðrum löndum í Evrópu og hversu miklu meira innheimtist ef gjaldið væri hækkað til samræmis við Evrópulöndin í greininni. Einnig er fjallað um það í greininni hvernig úthlutunarreglur hefti framkvæmdir á ferðamannastöðum vegna krafa um of hátt mótframlag frá framkvæmdaraðilum. Eitt eiga þessir aðilar sameiginlegt, sem ritað hafa greinar um þessi mál, að þeim finnst með ólíkindum hvernig stjórnvöldum hefur tekist að klúðra þessum málum og þau séu alveg stefnulaus í þeim. Það er sama hvort Íslendingar líta til austurs eða vesturs, það innheimta flestallar þjóðir gistináttaskatt eða hótelskatt. Skatturinn hjá nágrannaþjóðum okkar er annaðhvort sem prósenta eða föst krónutala. Kannski að það sé sanngjarnara að láta greiða prósentu frekar en fast gjald, þar sem fast gjald getur orðið hátt hlutfall af svefnpokaplássi. Ástæðan fyrir því að ég velti þessu upp í þessari grein er sú að gistináttaskatturinn hefur verið innheimtur í fjögur ár og átta mánuði og virðist engu hafa breytt. Umræðan er svipuð og áður en skatturinn var lagður á og vandamálin virðast vera þau sömu. Er ekki kominn tími til að einhver með bein í nefinu taki sig til og leggi til breytingar sem koma að gagni og lagfæri þessa vitleysu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er skondið að fylgjast með umræðunni á Íslandi um gistináttaskatt, hótelskatt og komugjald á ferðamenn. Það hafa allir sína skoðun á þessum málum. Allir telja að sín skoðun sé hin eina rétta í málinu, þar með talinn ég. Ég hef verið að reyna að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og finnst það stundum skrítið. Tökum sem dæmi greinarnar um salernispappír, skemmdar bifreiðar, úttraðkaða slóða og gróður. Byrjum á Ríkisskattstjóra, hann stendur í viðræðum við heimasíður sem selja gistingu um að þær skili gistináttaskattinum. Ég skil ekki af hverju hann tilkynnir þeim ekki að til þess að mega eiga viðskipti á Íslandi þurfi að fara að lögum og innheimta og skila skattinum. Fjöldi fylkja í Bandaríkjunum eru búinn að stefna þeim og neyða þá í gegnum dómskerfið til þess að skila hótelskattinum. Samtök ferðaþjónustunnar leggjast gegn gistináttagjaldi og/eða hótelskatti vegna þess að það er svo auðvelt að svíkjast undan því að skila honum inn. Samtökin leggja til að það verði innheimt komugjald á alla farþega sem koma til Íslands, bæði með flugi og skipi. Á vefnum Turisti birtist grein í febrúar undir fyrirsögninni „Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum“. Þar fjalla þeir um hversu miklu lægra gistináttagjaldið á Íslandi er en í öðrum löndum í Evrópu og hversu miklu meira innheimtist ef gjaldið væri hækkað til samræmis við Evrópulöndin í greininni. Einnig er fjallað um það í greininni hvernig úthlutunarreglur hefti framkvæmdir á ferðamannastöðum vegna krafa um of hátt mótframlag frá framkvæmdaraðilum. Eitt eiga þessir aðilar sameiginlegt, sem ritað hafa greinar um þessi mál, að þeim finnst með ólíkindum hvernig stjórnvöldum hefur tekist að klúðra þessum málum og þau séu alveg stefnulaus í þeim. Það er sama hvort Íslendingar líta til austurs eða vesturs, það innheimta flestallar þjóðir gistináttaskatt eða hótelskatt. Skatturinn hjá nágrannaþjóðum okkar er annaðhvort sem prósenta eða föst krónutala. Kannski að það sé sanngjarnara að láta greiða prósentu frekar en fast gjald, þar sem fast gjald getur orðið hátt hlutfall af svefnpokaplássi. Ástæðan fyrir því að ég velti þessu upp í þessari grein er sú að gistináttaskatturinn hefur verið innheimtur í fjögur ár og átta mánuði og virðist engu hafa breytt. Umræðan er svipuð og áður en skatturinn var lagður á og vandamálin virðast vera þau sömu. Er ekki kominn tími til að einhver með bein í nefinu taki sig til og leggi til breytingar sem koma að gagni og lagfæri þessa vitleysu?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar