Sammála um að vera ósammála Pétur Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Það er skondið að fylgjast með umræðunni á Íslandi um gistináttaskatt, hótelskatt og komugjald á ferðamenn. Það hafa allir sína skoðun á þessum málum. Allir telja að sín skoðun sé hin eina rétta í málinu, þar með talinn ég. Ég hef verið að reyna að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og finnst það stundum skrítið. Tökum sem dæmi greinarnar um salernispappír, skemmdar bifreiðar, úttraðkaða slóða og gróður. Byrjum á Ríkisskattstjóra, hann stendur í viðræðum við heimasíður sem selja gistingu um að þær skili gistináttaskattinum. Ég skil ekki af hverju hann tilkynnir þeim ekki að til þess að mega eiga viðskipti á Íslandi þurfi að fara að lögum og innheimta og skila skattinum. Fjöldi fylkja í Bandaríkjunum eru búinn að stefna þeim og neyða þá í gegnum dómskerfið til þess að skila hótelskattinum. Samtök ferðaþjónustunnar leggjast gegn gistináttagjaldi og/eða hótelskatti vegna þess að það er svo auðvelt að svíkjast undan því að skila honum inn. Samtökin leggja til að það verði innheimt komugjald á alla farþega sem koma til Íslands, bæði með flugi og skipi. Á vefnum Turisti birtist grein í febrúar undir fyrirsögninni „Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum“. Þar fjalla þeir um hversu miklu lægra gistináttagjaldið á Íslandi er en í öðrum löndum í Evrópu og hversu miklu meira innheimtist ef gjaldið væri hækkað til samræmis við Evrópulöndin í greininni. Einnig er fjallað um það í greininni hvernig úthlutunarreglur hefti framkvæmdir á ferðamannastöðum vegna krafa um of hátt mótframlag frá framkvæmdaraðilum. Eitt eiga þessir aðilar sameiginlegt, sem ritað hafa greinar um þessi mál, að þeim finnst með ólíkindum hvernig stjórnvöldum hefur tekist að klúðra þessum málum og þau séu alveg stefnulaus í þeim. Það er sama hvort Íslendingar líta til austurs eða vesturs, það innheimta flestallar þjóðir gistináttaskatt eða hótelskatt. Skatturinn hjá nágrannaþjóðum okkar er annaðhvort sem prósenta eða föst krónutala. Kannski að það sé sanngjarnara að láta greiða prósentu frekar en fast gjald, þar sem fast gjald getur orðið hátt hlutfall af svefnpokaplássi. Ástæðan fyrir því að ég velti þessu upp í þessari grein er sú að gistináttaskatturinn hefur verið innheimtur í fjögur ár og átta mánuði og virðist engu hafa breytt. Umræðan er svipuð og áður en skatturinn var lagður á og vandamálin virðast vera þau sömu. Er ekki kominn tími til að einhver með bein í nefinu taki sig til og leggi til breytingar sem koma að gagni og lagfæri þessa vitleysu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er skondið að fylgjast með umræðunni á Íslandi um gistináttaskatt, hótelskatt og komugjald á ferðamenn. Það hafa allir sína skoðun á þessum málum. Allir telja að sín skoðun sé hin eina rétta í málinu, þar með talinn ég. Ég hef verið að reyna að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og finnst það stundum skrítið. Tökum sem dæmi greinarnar um salernispappír, skemmdar bifreiðar, úttraðkaða slóða og gróður. Byrjum á Ríkisskattstjóra, hann stendur í viðræðum við heimasíður sem selja gistingu um að þær skili gistináttaskattinum. Ég skil ekki af hverju hann tilkynnir þeim ekki að til þess að mega eiga viðskipti á Íslandi þurfi að fara að lögum og innheimta og skila skattinum. Fjöldi fylkja í Bandaríkjunum eru búinn að stefna þeim og neyða þá í gegnum dómskerfið til þess að skila hótelskattinum. Samtök ferðaþjónustunnar leggjast gegn gistináttagjaldi og/eða hótelskatti vegna þess að það er svo auðvelt að svíkjast undan því að skila honum inn. Samtökin leggja til að það verði innheimt komugjald á alla farþega sem koma til Íslands, bæði með flugi og skipi. Á vefnum Turisti birtist grein í febrúar undir fyrirsögninni „Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum“. Þar fjalla þeir um hversu miklu lægra gistináttagjaldið á Íslandi er en í öðrum löndum í Evrópu og hversu miklu meira innheimtist ef gjaldið væri hækkað til samræmis við Evrópulöndin í greininni. Einnig er fjallað um það í greininni hvernig úthlutunarreglur hefti framkvæmdir á ferðamannastöðum vegna krafa um of hátt mótframlag frá framkvæmdaraðilum. Eitt eiga þessir aðilar sameiginlegt, sem ritað hafa greinar um þessi mál, að þeim finnst með ólíkindum hvernig stjórnvöldum hefur tekist að klúðra þessum málum og þau séu alveg stefnulaus í þeim. Það er sama hvort Íslendingar líta til austurs eða vesturs, það innheimta flestallar þjóðir gistináttaskatt eða hótelskatt. Skatturinn hjá nágrannaþjóðum okkar er annaðhvort sem prósenta eða föst krónutala. Kannski að það sé sanngjarnara að láta greiða prósentu frekar en fast gjald, þar sem fast gjald getur orðið hátt hlutfall af svefnpokaplássi. Ástæðan fyrir því að ég velti þessu upp í þessari grein er sú að gistináttaskatturinn hefur verið innheimtur í fjögur ár og átta mánuði og virðist engu hafa breytt. Umræðan er svipuð og áður en skatturinn var lagður á og vandamálin virðast vera þau sömu. Er ekki kominn tími til að einhver með bein í nefinu taki sig til og leggi til breytingar sem koma að gagni og lagfæri þessa vitleysu?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar