Var Jesús til? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 6. október 2016 07:00 Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun