Lítil sem engin fræðsla um barnavernd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Margir starfsmenn í leikskólum þekkja ekki hvernig barnaverndarnefndir starfa og líta á þær sem "grýlur“. vísir/Vilhelm Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók viðtöl við leikskólastjóra og leikskólakennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barnaverndarmál til starfsmanna leikskóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skátahreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barnaverndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfsmenn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé tilkynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna.Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri Fréttablaðið/VilhelmLinda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að tilkynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskólakennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt vanrækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru foreldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgnana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók viðtöl við leikskólastjóra og leikskólakennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barnaverndarmál til starfsmanna leikskóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skátahreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barnaverndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfsmenn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé tilkynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna.Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri Fréttablaðið/VilhelmLinda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að tilkynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskólakennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt vanrækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru foreldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgnana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira