Hvers á flóttamaður að gjalda? Bára Friðriksdóttir skrifar 17. mars 2016 13:58 Hvernig má það vera að Íslendingar sem telja sig friðelskandi þjóð sem styðja mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, skuli láta það viðgangast að senda hvern hælisleitandann á fætur öðrum úr landi út af reglugerð. Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir að allir flóttamenn verði skoðaðir í fyrsta landinu sem þeir koma til. Á Íslandi eru hælisleitendur látnir bíða svo árum skiptir áður en komið er að þeim punkti að vísa þeim til upprunalandsins. Á meðan hefur sumt þetta fólk komið sér fyrir, fengið jafnvel kennitölu og atvinnuleyfi. Sumir eru farnir að vinna og laga sig að háttum landsmanna. Það fer að fæðast von um að hér sé þeirra heimili, þeirra líf en þá kemur íslenska kerfið í sínum silagangi og segir: Nei, þú hefur ekki fengið efnismeðferð hjá okkur og þú færð hana ekki. Þú þarft að fara í fyrsta landið sem þú komst til á flóttanum og fá þar efnislega skoðun, síðan geturðu komið aftur og athugað hjá okkur. Hvað hefur þetta landflótta fólk þurft að þola fram að þessu? Satt að segja skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur og koma svona fram við útlendinginn. Það eru margir sem hnýta í Gamla testamentið en þar er talað betur um réttindi útlendingsins en á Íslandi. „Þegar aðkomumaður dvelur hjá ykkur skuluð þið ekki sýna ójöfnuð.“ (3. Mós. 19:33). Til að skilja alvöru málsins set ég stundum sjálfa mig í spor flóttafólksins, eða börnin mín. Að horfa á kerfið okkar og móttöku Íslendinga á flóttafólki vekur upp sterka réttlætiskennd. Það höfum við líka séð hjá fjölda Íslendinga sem mótmæltu brottvísun albönsku fjölskyldunnar úr landi, Paul Ramses um árið o.s.frv. Ég fékk tækifæri til að kynnast Ramses fjölskyldunni í gegnum vináttuverkefni Rauðakrossins og hef ég góðfúslegt leyfi að segja frá því. Það hefur verið gleði fyrir mig að fá að víkka sjóndeildarhringinn í gegnum líf þeirra. Taka þátt í sigrum þeirra og tapi og sjá hvernig Paul og Rosmary leggja sitt á vogarskálarnar í heimsþorpinu með fyrirtæki sínu að reisa leik- og barnaskóla í fátæku þorpi í Kenýu. Blessun þess að þau hafa fengið ríkisborgararétt hér auðgar Íslendinga og fátæk börn í Keníu. Á borgarafundi í Hafnarfirði í vetur um málefni innflytjenda lagði Paul Ramses það til að þjóðarbrotin myndu vera með fjölmenningardag í Hafnarfirði og er unnið að undirbúningi þess. Með fjölbreyttri kynningu munu þau auðga og gleðja bæði sig og landann. Skrif mín eru viðbragð við enn einni brottvísun þjáðra flóttamanna sem Fréttablaðið greindi frá 7. mars 2016. Hjónin Tsegay og Abraha hafa í mörg ár verið á flótta bæði saman og aðskilin. Þau eru að byrja að gróa sára sinna í skjóli friðsældar á Íslandi. Konan er þunguð með áhættumeðgöngu og nú á að senda þau til Ítalíu. Hvar er mannúð okkar Íslendinga? Þetta má ekki við svo búið standa. Ég kalla eftir nýju verklagi og stefnu í málefnum hælisleitenda og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera að Íslendingar sem telja sig friðelskandi þjóð sem styðja mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, skuli láta það viðgangast að senda hvern hælisleitandann á fætur öðrum úr landi út af reglugerð. Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir að allir flóttamenn verði skoðaðir í fyrsta landinu sem þeir koma til. Á Íslandi eru hælisleitendur látnir bíða svo árum skiptir áður en komið er að þeim punkti að vísa þeim til upprunalandsins. Á meðan hefur sumt þetta fólk komið sér fyrir, fengið jafnvel kennitölu og atvinnuleyfi. Sumir eru farnir að vinna og laga sig að háttum landsmanna. Það fer að fæðast von um að hér sé þeirra heimili, þeirra líf en þá kemur íslenska kerfið í sínum silagangi og segir: Nei, þú hefur ekki fengið efnismeðferð hjá okkur og þú færð hana ekki. Þú þarft að fara í fyrsta landið sem þú komst til á flóttanum og fá þar efnislega skoðun, síðan geturðu komið aftur og athugað hjá okkur. Hvað hefur þetta landflótta fólk þurft að þola fram að þessu? Satt að segja skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur og koma svona fram við útlendinginn. Það eru margir sem hnýta í Gamla testamentið en þar er talað betur um réttindi útlendingsins en á Íslandi. „Þegar aðkomumaður dvelur hjá ykkur skuluð þið ekki sýna ójöfnuð.“ (3. Mós. 19:33). Til að skilja alvöru málsins set ég stundum sjálfa mig í spor flóttafólksins, eða börnin mín. Að horfa á kerfið okkar og móttöku Íslendinga á flóttafólki vekur upp sterka réttlætiskennd. Það höfum við líka séð hjá fjölda Íslendinga sem mótmæltu brottvísun albönsku fjölskyldunnar úr landi, Paul Ramses um árið o.s.frv. Ég fékk tækifæri til að kynnast Ramses fjölskyldunni í gegnum vináttuverkefni Rauðakrossins og hef ég góðfúslegt leyfi að segja frá því. Það hefur verið gleði fyrir mig að fá að víkka sjóndeildarhringinn í gegnum líf þeirra. Taka þátt í sigrum þeirra og tapi og sjá hvernig Paul og Rosmary leggja sitt á vogarskálarnar í heimsþorpinu með fyrirtæki sínu að reisa leik- og barnaskóla í fátæku þorpi í Kenýu. Blessun þess að þau hafa fengið ríkisborgararétt hér auðgar Íslendinga og fátæk börn í Keníu. Á borgarafundi í Hafnarfirði í vetur um málefni innflytjenda lagði Paul Ramses það til að þjóðarbrotin myndu vera með fjölmenningardag í Hafnarfirði og er unnið að undirbúningi þess. Með fjölbreyttri kynningu munu þau auðga og gleðja bæði sig og landann. Skrif mín eru viðbragð við enn einni brottvísun þjáðra flóttamanna sem Fréttablaðið greindi frá 7. mars 2016. Hjónin Tsegay og Abraha hafa í mörg ár verið á flótta bæði saman og aðskilin. Þau eru að byrja að gróa sára sinna í skjóli friðsældar á Íslandi. Konan er þunguð með áhættumeðgöngu og nú á að senda þau til Ítalíu. Hvar er mannúð okkar Íslendinga? Þetta má ekki við svo búið standa. Ég kalla eftir nýju verklagi og stefnu í málefnum hælisleitenda og það strax.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar