Vinna í náttúrulegri tilraunastofu Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Gísli Már Gíslason við störf í Hengladölum sumarið 2015. mynd/Kristinn Ingvarsson „Í Hengladölum eru lindalækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heitir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúrulega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfsfólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefnamengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvarleg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísindamennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við komumst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjörhiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýnandi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriðastofn á Hengilssvæðinu sem er til rannsóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til náttúruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði.Vinna í náttúrulegri tilraunastofuÍ grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mismunandi hita straumvatnanna á Hengilsvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þannig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þannig líkt eftir hnattrænni hlýnun. Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara; áhrifa hækkandi hita á lífverusamfélög vatna, og sama spurning um áhrif hækkandi hita á mengaðar ár. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengladölum er smávaxinn urriði. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Í Hengladölum eru lindalækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heitir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúrulega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfsfólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefnamengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvarleg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísindamennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við komumst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjörhiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýnandi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriðastofn á Hengilssvæðinu sem er til rannsóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til náttúruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði.Vinna í náttúrulegri tilraunastofuÍ grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mismunandi hita straumvatnanna á Hengilsvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þannig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þannig líkt eftir hnattrænni hlýnun. Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara; áhrifa hækkandi hita á lífverusamfélög vatna, og sama spurning um áhrif hækkandi hita á mengaðar ár. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengladölum er smávaxinn urriði.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira