Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 25-17 | Fram náði sjöunda sæti og mætir Val Smári Jökull Jónsson í Framhúsinu í Safamýri skrifar 31. mars 2016 21:00 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/ernir Framarar unnu öruggan átta marka sigur, 25-17, á Akureyringum í Safamýrinni í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér 7.sætið í Olís-deildinni og leiki gegn Val í 8-liða úrslitum en Akureyri endar í 8.sæti og mæta deildarmeisturum Hauka. Það var langt síðan annað hvort þessara liða hafði fagnað sigri í deildinni. Framarar höfðu ekki unnið leik síðan fyrir áramót og síðasti sigurleikur Akureyrar kom þann 11.febrúar. Bæði lið var því farið að lengja eftir sigri. Heimamenn hófu leikinn í kvöld betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Sóknarleikur gestanna gekk erfiðlega til að byrja með og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-3. Akureyringar unnu sig hins vegar hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Hreiðar Levý Guðmundsson var þá að verja vel í markinu og sóknin gekk betur fyrir sig. Í síðustu sókn hálfleiksins gátu Akureyringar minnkað muninn í eitt mark en það tókst ekki og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 11-9 Fram í vil. Í seinni hálfleik var hins vegar Framliðið mun sterkari aðilinn. Gestirnir héldu í við þá fyrstu mínúturnar en svo settu heimamenn í næsta gír og stungu af. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í seinni hálfleik, úr horninu, fyrir utan og úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikur Akureyringa var dapur og Kristófer Fannar Guðmundsson varði mjög vel fyrir aftan sterka vörn Framara. Heimamenn náðu mest átta marka forystu þegar skammt var eftir og unnu að lokum öruggan sigur, 25-17. Óðinn Þór var markahæstur í liði Fram með 8 mörk og Garðar Sigurjónsson skoraði 6. Þá var Kristófer Fannar með 43% markvörslu og 12 skot varin. Í liði Akureyrar var Halldór Logi Árnason markahæstur með 6 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 11 skot í markinu.Guðlaugur: Það er fínt að mæta Val „Nei, við erum ekki búnir að gleyma neinu. Ég er gríðarlega ánægður með að vinna góðan sigur“, sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara, aðspurður hvort þeir bláklæddu væru nokkuð búnir að gleyma því hvernig fagna ætti sigri „Akureyri hefur verið að spila vel undanfarið og við vinnum sannfærandi. Við erum yfir allan leikinn og að spila mjög vel, sem er jákvætt“. Guðlaugur sagði liðsheildina hafa tryggt sigur liðsins í kvöld. „Ég er er ánægður með heildina, með holninguna á liðinu. Vörn, markvarsla og sókn sem var skipulögð og öguð. Ég er ánægður með mannskapinn og liðsheildina“ sagði Guðlaugur. Eftir sigurinn í kvöld er ljóst að Fram mætir Val í 8-liða úrslitum deildarinnar. „Það leggst vel í mig að mæta Val. Öll liðin í deildinni eru erfið og þessir leikir í 8-liða úrslitum verða erfiðir fyrir alla. Það er fínt að mæta Val, Reyjavíkurslagur, og þetta hafa verið hörkuleikir í vetur. Það verður gaman að mæta þeim,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur sagðist búast við fleiri áhorfendum á leikina í úrslitakeppnina en það var fremur fámennt á pöllunum í Safamýrinni í kvöld. „Við Safamýrarfólk mætum í úrslitakeppnina. Það var góðmennt í kvöld og gaman að sjá marga í húsinu þó það hefðu mátt vera fleiri. Við munum sjá fleiri í úrslitakeppninni“.Sverre: Gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var vonsvikinn eftir tapið gegn Fram í kvöld og sagði leik sinna manna gríðarlega mikil vonbrigði. „Þetta eru bara vonbrigði, gríðarleg vonbrigði. Við vorum seinir í gang en spilum okkur ágætlega inn í leikinn og mér leist mjög vel á seinni hálfleikinn. En við vorum eftir á í öllum aðgerðum í seinni hálfleik og það vantaði að heimfæra það sem við ætluðum að gera inn á völlinn og þeir nýttu sér það. Flottur sigur fyrir Framara,“ sagði hundsvekktur þjálfari Akureyringa í samtali við Vísi eftir leik. „Það voru allir einbeittir fyrir seinni hálfleik og við sáum ákveðin tækifæri. Við fengum fínan meðbyr með okkur en svo voru þeir bara betri en við. Ég veit ekki með þennan frasa um að þeir hafi viljað þetta meira, en hann á kannski bara við í dag,“ sagði Sverre og bætti við: „Þeir voru betri í öllum aðgerðum og þetta eru gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Mér finnst það bara lélegt. Ábyrgðin er að sjálfsögðu mín en strákarnir verða líka að taka til sín heilmikið“. Akureyri mun mæta deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum en Haukarnir unnu deildina með töluverðum yfirburðum. „Við höfum núna tvær vikur og maður fer aðeins að marinera þetta núna. Það þarf að laga ýmislegt og vinna vel í þennan tíma sem við höfum. Við þurfum að spila mikla betur en við gerðum í dag. Haukarnir unnu deildina og eru með besta liðið. En það er alltaf möguleiki og við erum á leið í orrustu þar sem þarf að vinna tvo leiki og við ætlum heldur betur að selja okkur dýrt,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Framarar unnu öruggan átta marka sigur, 25-17, á Akureyringum í Safamýrinni í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér 7.sætið í Olís-deildinni og leiki gegn Val í 8-liða úrslitum en Akureyri endar í 8.sæti og mæta deildarmeisturum Hauka. Það var langt síðan annað hvort þessara liða hafði fagnað sigri í deildinni. Framarar höfðu ekki unnið leik síðan fyrir áramót og síðasti sigurleikur Akureyrar kom þann 11.febrúar. Bæði lið var því farið að lengja eftir sigri. Heimamenn hófu leikinn í kvöld betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Sóknarleikur gestanna gekk erfiðlega til að byrja með og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-3. Akureyringar unnu sig hins vegar hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Hreiðar Levý Guðmundsson var þá að verja vel í markinu og sóknin gekk betur fyrir sig. Í síðustu sókn hálfleiksins gátu Akureyringar minnkað muninn í eitt mark en það tókst ekki og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 11-9 Fram í vil. Í seinni hálfleik var hins vegar Framliðið mun sterkari aðilinn. Gestirnir héldu í við þá fyrstu mínúturnar en svo settu heimamenn í næsta gír og stungu af. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í seinni hálfleik, úr horninu, fyrir utan og úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikur Akureyringa var dapur og Kristófer Fannar Guðmundsson varði mjög vel fyrir aftan sterka vörn Framara. Heimamenn náðu mest átta marka forystu þegar skammt var eftir og unnu að lokum öruggan sigur, 25-17. Óðinn Þór var markahæstur í liði Fram með 8 mörk og Garðar Sigurjónsson skoraði 6. Þá var Kristófer Fannar með 43% markvörslu og 12 skot varin. Í liði Akureyrar var Halldór Logi Árnason markahæstur með 6 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 11 skot í markinu.Guðlaugur: Það er fínt að mæta Val „Nei, við erum ekki búnir að gleyma neinu. Ég er gríðarlega ánægður með að vinna góðan sigur“, sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara, aðspurður hvort þeir bláklæddu væru nokkuð búnir að gleyma því hvernig fagna ætti sigri „Akureyri hefur verið að spila vel undanfarið og við vinnum sannfærandi. Við erum yfir allan leikinn og að spila mjög vel, sem er jákvætt“. Guðlaugur sagði liðsheildina hafa tryggt sigur liðsins í kvöld. „Ég er er ánægður með heildina, með holninguna á liðinu. Vörn, markvarsla og sókn sem var skipulögð og öguð. Ég er ánægður með mannskapinn og liðsheildina“ sagði Guðlaugur. Eftir sigurinn í kvöld er ljóst að Fram mætir Val í 8-liða úrslitum deildarinnar. „Það leggst vel í mig að mæta Val. Öll liðin í deildinni eru erfið og þessir leikir í 8-liða úrslitum verða erfiðir fyrir alla. Það er fínt að mæta Val, Reyjavíkurslagur, og þetta hafa verið hörkuleikir í vetur. Það verður gaman að mæta þeim,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur sagðist búast við fleiri áhorfendum á leikina í úrslitakeppnina en það var fremur fámennt á pöllunum í Safamýrinni í kvöld. „Við Safamýrarfólk mætum í úrslitakeppnina. Það var góðmennt í kvöld og gaman að sjá marga í húsinu þó það hefðu mátt vera fleiri. Við munum sjá fleiri í úrslitakeppninni“.Sverre: Gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var vonsvikinn eftir tapið gegn Fram í kvöld og sagði leik sinna manna gríðarlega mikil vonbrigði. „Þetta eru bara vonbrigði, gríðarleg vonbrigði. Við vorum seinir í gang en spilum okkur ágætlega inn í leikinn og mér leist mjög vel á seinni hálfleikinn. En við vorum eftir á í öllum aðgerðum í seinni hálfleik og það vantaði að heimfæra það sem við ætluðum að gera inn á völlinn og þeir nýttu sér það. Flottur sigur fyrir Framara,“ sagði hundsvekktur þjálfari Akureyringa í samtali við Vísi eftir leik. „Það voru allir einbeittir fyrir seinni hálfleik og við sáum ákveðin tækifæri. Við fengum fínan meðbyr með okkur en svo voru þeir bara betri en við. Ég veit ekki með þennan frasa um að þeir hafi viljað þetta meira, en hann á kannski bara við í dag,“ sagði Sverre og bætti við: „Þeir voru betri í öllum aðgerðum og þetta eru gríðarleg vonbrigði að tapa síðasta leik deildarinnar með átta mörkum. Mér finnst það bara lélegt. Ábyrgðin er að sjálfsögðu mín en strákarnir verða líka að taka til sín heilmikið“. Akureyri mun mæta deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum en Haukarnir unnu deildina með töluverðum yfirburðum. „Við höfum núna tvær vikur og maður fer aðeins að marinera þetta núna. Það þarf að laga ýmislegt og vinna vel í þennan tíma sem við höfum. Við þurfum að spila mikla betur en við gerðum í dag. Haukarnir unnu deildina og eru með besta liðið. En það er alltaf möguleiki og við erum á leið í orrustu þar sem þarf að vinna tvo leiki og við ætlum heldur betur að selja okkur dýrt,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira