Engir ferlar vegna kynferðisofbeldis til Snærós Sindradóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Lilja Karen Kristófersdóttir berst nú fyrir því að verklag verði tekið upp og siðferði verði kennt í kynfræðslu svo það hendi ekki aftur sem kom fyrir hana. vísir/Stefán Engin áætlun virðist vera til í skólum ef ungmenni beitir annað ungmenni ofbeldi, til dæmis kynferðisofbeldi. Sautján ára stúlka átti, þegar hún var fjórtán ára, í sambandi við bekkjarbróður sinn sem hún sagði hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi í einrúmi en sýndi jafnframt óviðeigandi hegðun fyrir framan kennara og aðra nemendur. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að samkvæmt tölum Stígamóta segja fá börn frá kynferðislegri misnotkun í skóla sínum. Lilja Karen Kristófersdóttir sagði kennara frá ofbeldinu sem hún þurfti að þola í sambandinu og fékk í kjölfarið leyfi til að nýta sér þjónustu Stígamóta, þrátt fyrir að vera unglingur. Hún þurfti þó áfram að umgangast drenginn. „Við vorum í sama skóla og í skólanum er aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Ég átti í vandræðum með að umgangast hann daglega og reyndi eftir öllum ráðum að komast hjá því.“ Þegar Lilja hafði reynt að fá áheyrn frá kennurum, sem virtust ráðalausir, leitaði hún til skólastýrunnar. „Skólastýran hafði ekki fengið fregnir af málinu og kom strax í ljós að viðbragðsáætlun var ekki til staðar. Eftir fundinn var niðurstaðan sú að reynd yrði sáttameðferð sem mér þótti ekki viðeigandi í mínu máli. Á þeim tíma vissi ég ekki hvort það væru einhver önnur úrræði til staðar svo ég bakkaði út úr því á endanum.“ Lilja bókaði svo fund með skólastjórnendum í desember á síðasta ári. Nú þegar nokkur misseri eru frá ofbeldinu getur hún horft á það í baksýnisspeglinum. „Ég ræddi við þau um hvernig það hefði átt að fara betur að mínu máli. Við vorum öll sammála um að það þarf skýrari áætlanir þegar svona mál koma upp innan grunnskólanna. Einnig ræddi ég um mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum landsins. Það er klárlega þörf á meiri umræðu og fræðslu um siðferði kynlífs eins og Samþykki er sexý og Fáðu já en það er alls ekki nóg. Það er gat þarna sem gleymist algjörlega og í því eru unglingadeildir grunnskólanna. Ég hef ítrekað að það þurfi meiri fræðslu um siðferði kynlífs. Það virðist ekki mega ræða neitt nema smokka, óléttur og kynsjúkdóma,“ segir Lilja. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri við Norðlingaskóla, segir sára vöntun á sameiginlegum verklagsreglum frá Reykjavíkurborg. „Það er svo gott að fá utanaðkomandi aðila til að fara inn í svona mál. Ég held að það einfaldi og skýri alla hluti. Mér finnst skipta máli, með aukinni meðvitund fólks um þessi mál, að hafa ferla til þess að svona mál fari inn í.“ Málið reyndist skólanum og stjórnendum erfitt. „Þetta mál vakti okkur til mikillar umhugsunar hvað þetta varðar. Við erum komin með vinnulag í okkar húsi, en það er okkar innanhússleið. Það hefði verið frábært ef þessir ferlar hefðu verið til þegar þetta kom upp.“ Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Engin áætlun virðist vera til í skólum ef ungmenni beitir annað ungmenni ofbeldi, til dæmis kynferðisofbeldi. Sautján ára stúlka átti, þegar hún var fjórtán ára, í sambandi við bekkjarbróður sinn sem hún sagði hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi í einrúmi en sýndi jafnframt óviðeigandi hegðun fyrir framan kennara og aðra nemendur. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að samkvæmt tölum Stígamóta segja fá börn frá kynferðislegri misnotkun í skóla sínum. Lilja Karen Kristófersdóttir sagði kennara frá ofbeldinu sem hún þurfti að þola í sambandinu og fékk í kjölfarið leyfi til að nýta sér þjónustu Stígamóta, þrátt fyrir að vera unglingur. Hún þurfti þó áfram að umgangast drenginn. „Við vorum í sama skóla og í skólanum er aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Ég átti í vandræðum með að umgangast hann daglega og reyndi eftir öllum ráðum að komast hjá því.“ Þegar Lilja hafði reynt að fá áheyrn frá kennurum, sem virtust ráðalausir, leitaði hún til skólastýrunnar. „Skólastýran hafði ekki fengið fregnir af málinu og kom strax í ljós að viðbragðsáætlun var ekki til staðar. Eftir fundinn var niðurstaðan sú að reynd yrði sáttameðferð sem mér þótti ekki viðeigandi í mínu máli. Á þeim tíma vissi ég ekki hvort það væru einhver önnur úrræði til staðar svo ég bakkaði út úr því á endanum.“ Lilja bókaði svo fund með skólastjórnendum í desember á síðasta ári. Nú þegar nokkur misseri eru frá ofbeldinu getur hún horft á það í baksýnisspeglinum. „Ég ræddi við þau um hvernig það hefði átt að fara betur að mínu máli. Við vorum öll sammála um að það þarf skýrari áætlanir þegar svona mál koma upp innan grunnskólanna. Einnig ræddi ég um mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum landsins. Það er klárlega þörf á meiri umræðu og fræðslu um siðferði kynlífs eins og Samþykki er sexý og Fáðu já en það er alls ekki nóg. Það er gat þarna sem gleymist algjörlega og í því eru unglingadeildir grunnskólanna. Ég hef ítrekað að það þurfi meiri fræðslu um siðferði kynlífs. Það virðist ekki mega ræða neitt nema smokka, óléttur og kynsjúkdóma,“ segir Lilja. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri við Norðlingaskóla, segir sára vöntun á sameiginlegum verklagsreglum frá Reykjavíkurborg. „Það er svo gott að fá utanaðkomandi aðila til að fara inn í svona mál. Ég held að það einfaldi og skýri alla hluti. Mér finnst skipta máli, með aukinni meðvitund fólks um þessi mál, að hafa ferla til þess að svona mál fari inn í.“ Málið reyndist skólanum og stjórnendum erfitt. „Þetta mál vakti okkur til mikillar umhugsunar hvað þetta varðar. Við erum komin með vinnulag í okkar húsi, en það er okkar innanhússleið. Það hefði verið frábært ef þessir ferlar hefðu verið til þegar þetta kom upp.“
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira