Engir ferlar vegna kynferðisofbeldis til Snærós Sindradóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Lilja Karen Kristófersdóttir berst nú fyrir því að verklag verði tekið upp og siðferði verði kennt í kynfræðslu svo það hendi ekki aftur sem kom fyrir hana. vísir/Stefán Engin áætlun virðist vera til í skólum ef ungmenni beitir annað ungmenni ofbeldi, til dæmis kynferðisofbeldi. Sautján ára stúlka átti, þegar hún var fjórtán ára, í sambandi við bekkjarbróður sinn sem hún sagði hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi í einrúmi en sýndi jafnframt óviðeigandi hegðun fyrir framan kennara og aðra nemendur. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að samkvæmt tölum Stígamóta segja fá börn frá kynferðislegri misnotkun í skóla sínum. Lilja Karen Kristófersdóttir sagði kennara frá ofbeldinu sem hún þurfti að þola í sambandinu og fékk í kjölfarið leyfi til að nýta sér þjónustu Stígamóta, þrátt fyrir að vera unglingur. Hún þurfti þó áfram að umgangast drenginn. „Við vorum í sama skóla og í skólanum er aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Ég átti í vandræðum með að umgangast hann daglega og reyndi eftir öllum ráðum að komast hjá því.“ Þegar Lilja hafði reynt að fá áheyrn frá kennurum, sem virtust ráðalausir, leitaði hún til skólastýrunnar. „Skólastýran hafði ekki fengið fregnir af málinu og kom strax í ljós að viðbragðsáætlun var ekki til staðar. Eftir fundinn var niðurstaðan sú að reynd yrði sáttameðferð sem mér þótti ekki viðeigandi í mínu máli. Á þeim tíma vissi ég ekki hvort það væru einhver önnur úrræði til staðar svo ég bakkaði út úr því á endanum.“ Lilja bókaði svo fund með skólastjórnendum í desember á síðasta ári. Nú þegar nokkur misseri eru frá ofbeldinu getur hún horft á það í baksýnisspeglinum. „Ég ræddi við þau um hvernig það hefði átt að fara betur að mínu máli. Við vorum öll sammála um að það þarf skýrari áætlanir þegar svona mál koma upp innan grunnskólanna. Einnig ræddi ég um mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum landsins. Það er klárlega þörf á meiri umræðu og fræðslu um siðferði kynlífs eins og Samþykki er sexý og Fáðu já en það er alls ekki nóg. Það er gat þarna sem gleymist algjörlega og í því eru unglingadeildir grunnskólanna. Ég hef ítrekað að það þurfi meiri fræðslu um siðferði kynlífs. Það virðist ekki mega ræða neitt nema smokka, óléttur og kynsjúkdóma,“ segir Lilja. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri við Norðlingaskóla, segir sára vöntun á sameiginlegum verklagsreglum frá Reykjavíkurborg. „Það er svo gott að fá utanaðkomandi aðila til að fara inn í svona mál. Ég held að það einfaldi og skýri alla hluti. Mér finnst skipta máli, með aukinni meðvitund fólks um þessi mál, að hafa ferla til þess að svona mál fari inn í.“ Málið reyndist skólanum og stjórnendum erfitt. „Þetta mál vakti okkur til mikillar umhugsunar hvað þetta varðar. Við erum komin með vinnulag í okkar húsi, en það er okkar innanhússleið. Það hefði verið frábært ef þessir ferlar hefðu verið til þegar þetta kom upp.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Engin áætlun virðist vera til í skólum ef ungmenni beitir annað ungmenni ofbeldi, til dæmis kynferðisofbeldi. Sautján ára stúlka átti, þegar hún var fjórtán ára, í sambandi við bekkjarbróður sinn sem hún sagði hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi í einrúmi en sýndi jafnframt óviðeigandi hegðun fyrir framan kennara og aðra nemendur. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að samkvæmt tölum Stígamóta segja fá börn frá kynferðislegri misnotkun í skóla sínum. Lilja Karen Kristófersdóttir sagði kennara frá ofbeldinu sem hún þurfti að þola í sambandinu og fékk í kjölfarið leyfi til að nýta sér þjónustu Stígamóta, þrátt fyrir að vera unglingur. Hún þurfti þó áfram að umgangast drenginn. „Við vorum í sama skóla og í skólanum er aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Ég átti í vandræðum með að umgangast hann daglega og reyndi eftir öllum ráðum að komast hjá því.“ Þegar Lilja hafði reynt að fá áheyrn frá kennurum, sem virtust ráðalausir, leitaði hún til skólastýrunnar. „Skólastýran hafði ekki fengið fregnir af málinu og kom strax í ljós að viðbragðsáætlun var ekki til staðar. Eftir fundinn var niðurstaðan sú að reynd yrði sáttameðferð sem mér þótti ekki viðeigandi í mínu máli. Á þeim tíma vissi ég ekki hvort það væru einhver önnur úrræði til staðar svo ég bakkaði út úr því á endanum.“ Lilja bókaði svo fund með skólastjórnendum í desember á síðasta ári. Nú þegar nokkur misseri eru frá ofbeldinu getur hún horft á það í baksýnisspeglinum. „Ég ræddi við þau um hvernig það hefði átt að fara betur að mínu máli. Við vorum öll sammála um að það þarf skýrari áætlanir þegar svona mál koma upp innan grunnskólanna. Einnig ræddi ég um mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum landsins. Það er klárlega þörf á meiri umræðu og fræðslu um siðferði kynlífs eins og Samþykki er sexý og Fáðu já en það er alls ekki nóg. Það er gat þarna sem gleymist algjörlega og í því eru unglingadeildir grunnskólanna. Ég hef ítrekað að það þurfi meiri fræðslu um siðferði kynlífs. Það virðist ekki mega ræða neitt nema smokka, óléttur og kynsjúkdóma,“ segir Lilja. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri við Norðlingaskóla, segir sára vöntun á sameiginlegum verklagsreglum frá Reykjavíkurborg. „Það er svo gott að fá utanaðkomandi aðila til að fara inn í svona mál. Ég held að það einfaldi og skýri alla hluti. Mér finnst skipta máli, með aukinni meðvitund fólks um þessi mál, að hafa ferla til þess að svona mál fari inn í.“ Málið reyndist skólanum og stjórnendum erfitt. „Þetta mál vakti okkur til mikillar umhugsunar hvað þetta varðar. Við erum komin með vinnulag í okkar húsi, en það er okkar innanhússleið. Það hefði verið frábært ef þessir ferlar hefðu verið til þegar þetta kom upp.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira