Verslunareigandi í miðbænum: „Maður er bara með heyrnarhlífar í búðinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2016 14:45 Símon íhugar að sækja sér bætur vegna ónæðis sem skapast hefur vegna framkvæmda í borginni. Hann segir allt skjálfa og nötra og því þurfi hann ítrekað að raða aftur í hillurnar. visir/ernir „Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt niður. Þetta er ekki bara þreytandi, ég er alveg að verða brjálaður,“ segir Símon Sverrisson, eigandi skartgripaverslunarinnar Eureka-Art við Laugaveg 8. Framkvæmdir standa nú yfir í næsta húsi við verslunina, eða nánar tiltekið við Laugaveg 4-6, og hafa íbúar og verslunareigendur margir hverjir kvartað sáran yfir ónæði af völdum þeirra. Símon segist orðinn afar þreyttur á þessum stanslausa hávaða sem nú hefur staðið yfir í rúman mánuð.„Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt."vísir/ernirAllt skelfur og nötrar „Þetta er bara alveg klikkað. Það skelfur allt og nötrar og það fer hérna úr hillunum. Þegar þú labbar eftir gólfinu þá nötrar það allt. Maður er alveg búinn í hausnum eftir daginn og þegar verst er þá er maður bara með heyrnarhlífar í búðinni,“ segir hann. Verslunin hefur verið staðsett á Laugavegi frá árinu 2009 og hafa viðskiptin gengið vel hingað til, að sögn Símonar. Núna hins vegar óttast hann um reksturinn. „Núna ganga viðskiptin bara ekki neitt. Það er auðvitað ekkert hægt að labba Laugaveginn út af þessum framkvæmdum og ef fólk kemur hingað inn þá fer það bara aftur út.“Símon er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að setja auglýsingaskilti út á gangstéttarbrúnina, í það minnsta á meðan framkvæmdunum stendur.vísir/símonFær ekki að hafa auglýsingaskilti úti á götu Símon segist hafa rætt málið við Reykjavíkurborg og reynt að leita lausna, en án árangurs. Borgin sé algjörlega ósamvinnuþýð. „Ég fæ engin svör frá þeim. Þegar ég setti skilti út við gangstéttarbrúnina þá komu þeir frá borginni og sögðu mér að ég hefði ekki leyfi fyrir þessu. En hvað á ég að gera? Það er búið að eyðileggja buisnessinn fyrir mér. Salan hefur hrunið og síðan má ég ekki auglýsa mig? Þetta er alveg makalaust.“ Þá segir hann það ekki vitað hver áætluð verklok séu. Hins vegar gangi þetta ekki mikið lengur og íhugar nú að sækja bætur vegna málsins. Eftirfarandi myndband tók Símon til að sýna fram á það ónæði sem skapast hefur að undanförnu. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
„Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt niður. Þetta er ekki bara þreytandi, ég er alveg að verða brjálaður,“ segir Símon Sverrisson, eigandi skartgripaverslunarinnar Eureka-Art við Laugaveg 8. Framkvæmdir standa nú yfir í næsta húsi við verslunina, eða nánar tiltekið við Laugaveg 4-6, og hafa íbúar og verslunareigendur margir hverjir kvartað sáran yfir ónæði af völdum þeirra. Símon segist orðinn afar þreyttur á þessum stanslausa hávaða sem nú hefur staðið yfir í rúman mánuð.„Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt."vísir/ernirAllt skelfur og nötrar „Þetta er bara alveg klikkað. Það skelfur allt og nötrar og það fer hérna úr hillunum. Þegar þú labbar eftir gólfinu þá nötrar það allt. Maður er alveg búinn í hausnum eftir daginn og þegar verst er þá er maður bara með heyrnarhlífar í búðinni,“ segir hann. Verslunin hefur verið staðsett á Laugavegi frá árinu 2009 og hafa viðskiptin gengið vel hingað til, að sögn Símonar. Núna hins vegar óttast hann um reksturinn. „Núna ganga viðskiptin bara ekki neitt. Það er auðvitað ekkert hægt að labba Laugaveginn út af þessum framkvæmdum og ef fólk kemur hingað inn þá fer það bara aftur út.“Símon er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að setja auglýsingaskilti út á gangstéttarbrúnina, í það minnsta á meðan framkvæmdunum stendur.vísir/símonFær ekki að hafa auglýsingaskilti úti á götu Símon segist hafa rætt málið við Reykjavíkurborg og reynt að leita lausna, en án árangurs. Borgin sé algjörlega ósamvinnuþýð. „Ég fæ engin svör frá þeim. Þegar ég setti skilti út við gangstéttarbrúnina þá komu þeir frá borginni og sögðu mér að ég hefði ekki leyfi fyrir þessu. En hvað á ég að gera? Það er búið að eyðileggja buisnessinn fyrir mér. Salan hefur hrunið og síðan má ég ekki auglýsa mig? Þetta er alveg makalaust.“ Þá segir hann það ekki vitað hver áætluð verklok séu. Hins vegar gangi þetta ekki mikið lengur og íhugar nú að sækja bætur vegna málsins. Eftirfarandi myndband tók Símon til að sýna fram á það ónæði sem skapast hefur að undanförnu.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira