Verslunareigandi í miðbænum: „Maður er bara með heyrnarhlífar í búðinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2016 14:45 Símon íhugar að sækja sér bætur vegna ónæðis sem skapast hefur vegna framkvæmda í borginni. Hann segir allt skjálfa og nötra og því þurfi hann ítrekað að raða aftur í hillurnar. visir/ernir „Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt niður. Þetta er ekki bara þreytandi, ég er alveg að verða brjálaður,“ segir Símon Sverrisson, eigandi skartgripaverslunarinnar Eureka-Art við Laugaveg 8. Framkvæmdir standa nú yfir í næsta húsi við verslunina, eða nánar tiltekið við Laugaveg 4-6, og hafa íbúar og verslunareigendur margir hverjir kvartað sáran yfir ónæði af völdum þeirra. Símon segist orðinn afar þreyttur á þessum stanslausa hávaða sem nú hefur staðið yfir í rúman mánuð.„Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt."vísir/ernirAllt skelfur og nötrar „Þetta er bara alveg klikkað. Það skelfur allt og nötrar og það fer hérna úr hillunum. Þegar þú labbar eftir gólfinu þá nötrar það allt. Maður er alveg búinn í hausnum eftir daginn og þegar verst er þá er maður bara með heyrnarhlífar í búðinni,“ segir hann. Verslunin hefur verið staðsett á Laugavegi frá árinu 2009 og hafa viðskiptin gengið vel hingað til, að sögn Símonar. Núna hins vegar óttast hann um reksturinn. „Núna ganga viðskiptin bara ekki neitt. Það er auðvitað ekkert hægt að labba Laugaveginn út af þessum framkvæmdum og ef fólk kemur hingað inn þá fer það bara aftur út.“Símon er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að setja auglýsingaskilti út á gangstéttarbrúnina, í það minnsta á meðan framkvæmdunum stendur.vísir/símonFær ekki að hafa auglýsingaskilti úti á götu Símon segist hafa rætt málið við Reykjavíkurborg og reynt að leita lausna, en án árangurs. Borgin sé algjörlega ósamvinnuþýð. „Ég fæ engin svör frá þeim. Þegar ég setti skilti út við gangstéttarbrúnina þá komu þeir frá borginni og sögðu mér að ég hefði ekki leyfi fyrir þessu. En hvað á ég að gera? Það er búið að eyðileggja buisnessinn fyrir mér. Salan hefur hrunið og síðan má ég ekki auglýsa mig? Þetta er alveg makalaust.“ Þá segir hann það ekki vitað hver áætluð verklok séu. Hins vegar gangi þetta ekki mikið lengur og íhugar nú að sækja bætur vegna málsins. Eftirfarandi myndband tók Símon til að sýna fram á það ónæði sem skapast hefur að undanförnu. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
„Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt niður. Þetta er ekki bara þreytandi, ég er alveg að verða brjálaður,“ segir Símon Sverrisson, eigandi skartgripaverslunarinnar Eureka-Art við Laugaveg 8. Framkvæmdir standa nú yfir í næsta húsi við verslunina, eða nánar tiltekið við Laugaveg 4-6, og hafa íbúar og verslunareigendur margir hverjir kvartað sáran yfir ónæði af völdum þeirra. Símon segist orðinn afar þreyttur á þessum stanslausa hávaða sem nú hefur staðið yfir í rúman mánuð.„Ég verð að fara á svona hálftíma fresti og raða upp í hillurnar, annars hrynur þetta allt."vísir/ernirAllt skelfur og nötrar „Þetta er bara alveg klikkað. Það skelfur allt og nötrar og það fer hérna úr hillunum. Þegar þú labbar eftir gólfinu þá nötrar það allt. Maður er alveg búinn í hausnum eftir daginn og þegar verst er þá er maður bara með heyrnarhlífar í búðinni,“ segir hann. Verslunin hefur verið staðsett á Laugavegi frá árinu 2009 og hafa viðskiptin gengið vel hingað til, að sögn Símonar. Núna hins vegar óttast hann um reksturinn. „Núna ganga viðskiptin bara ekki neitt. Það er auðvitað ekkert hægt að labba Laugaveginn út af þessum framkvæmdum og ef fólk kemur hingað inn þá fer það bara aftur út.“Símon er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að setja auglýsingaskilti út á gangstéttarbrúnina, í það minnsta á meðan framkvæmdunum stendur.vísir/símonFær ekki að hafa auglýsingaskilti úti á götu Símon segist hafa rætt málið við Reykjavíkurborg og reynt að leita lausna, en án árangurs. Borgin sé algjörlega ósamvinnuþýð. „Ég fæ engin svör frá þeim. Þegar ég setti skilti út við gangstéttarbrúnina þá komu þeir frá borginni og sögðu mér að ég hefði ekki leyfi fyrir þessu. En hvað á ég að gera? Það er búið að eyðileggja buisnessinn fyrir mér. Salan hefur hrunið og síðan má ég ekki auglýsa mig? Þetta er alveg makalaust.“ Þá segir hann það ekki vitað hver áætluð verklok séu. Hins vegar gangi þetta ekki mikið lengur og íhugar nú að sækja bætur vegna málsins. Eftirfarandi myndband tók Símon til að sýna fram á það ónæði sem skapast hefur að undanförnu.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira