Raunverulegir hagsmunir nemenda? Sigþór Ási Þórðarson skrifar 16. mars 2016 12:58 Ljóst er að í skipulagsumræðu um hvar reisa skuli nýjan Landspítala þarf að taka til greina mörg mikilvæg sjónarmið. Meðal hagsmunaaðila eru nemendur Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands en á heilbrigðisvísindasviði fer meðal annars fram fagmenntun framtíðarstarfsfólks nýs spítala. Nýverið lét forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þau ummæli falla að Hringbraut sé ekki ákjósanlegasta staðsetningin fyrir byggingu nýs spítala og benti á Vífilstaðartún sem nýjan möguleika í því samhengi. Fyrir það fyrsta hafa skýrslur og mat margra fagaðila ítrekað leitt í ljós að Hringbraut er hagkvæmasti og öruggasti kosturinn, nú síðast í skýrslu KPMG. Ef reisa á spítala annars staðar en við Hringbraut er nokkuð ljóst að hugmyndir um kennslusjúkrahús muni ekki standast. Náin tenging spítala við háskólasamfélag leiðir af sér ríkari fagþekkingu nemenda sem þangað sækja sitt nám. Fagþekking þessi hefur mikil verðmæti. Fyrirkomulag við flutning á Vífilstaðartún mun óhjákvæmilega eftir að koma niður á gæðum kennslu við Heilbrigðisvísindasvið. Starfsemi sviðsins er þegar mjög dreifð um borgina og myndi nýr spítali fjarri háskólasvæðinu fyrir hluta nemenda sviðsins splundra henni enn frekar og auka á byggingaflakk sem nemendur Heilbrigðisvísindasviðs þurfa nú þegar að leggja á sig. Sú dreifing sem þegar er til staðar er er talin kosta landsmenn háar upphæðir vegna hærri rekstrarkostnaðar og myndi tilfærsla hluta sviðsins á nýjan stað auka enn frekar á þessa óhagkvæmi. Tækifæri til náms á formi þverfaglegrar kennslu, sameiginlegra rannsókna, nýsköpunar og fleira glatast enn frekar við slíka splundrun. Spyrja má hvaða deildir Heilbrigðisvísindasviðs eigi að flytja fjær háskólasvæðinu, hvaða rök liggi þar að baki og hvort þeir nemendur sem eiga í hlut hafi verið eða verði nokkurn tímann spurðir álits á því. Sigmundur Davíð leyfir sér að fullyrða á Alþingi á mánudaginn síðastliðinn að „óþarfi sé að nemendur á heilbrigðissviði séu í nálægð við allar aðrar háskólabyggingar á hverjum degi“. Ummæli þessi eru óábyrg og illa ígrunduð. Stoðþjónusta Háskóla Íslands er mikilvæg háskólanemum og má þar nefna leikskóla FS, náms- og starfsráðgjöf, bóksölu og fjölmargt annað. Það skal vera öllum ljóst að stoðþjónusta sem þessi mun ekki flytja með á Vífilstaðatún eða í Garðabæ og ylli það hluta stúdenta á Heilbrigðisvísindasviði miklu raski ef flytja ætti sviðið þangað. Þegar manneskja á borð við forsætisráðherra setur fram fullyrðingar þvert á allar samþykktir verður maður að velta fyrir sér hvort slíkar fullyrðingar séu eingöngu til þess ætlaðar að skapa óeiningu og eitra umræðuna eða jafnvel hvort einhverjir sérhagsmunir liggi að baki. Flutningur hluta Heilbrigðisvísindasviðs á Vífilsstaði, í Efstaleiti eða Garðabæ er í það minnsta ekki til þess fallið að bæta stöðu nemenda við Heilbrigðisvísindasvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er að í skipulagsumræðu um hvar reisa skuli nýjan Landspítala þarf að taka til greina mörg mikilvæg sjónarmið. Meðal hagsmunaaðila eru nemendur Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands en á heilbrigðisvísindasviði fer meðal annars fram fagmenntun framtíðarstarfsfólks nýs spítala. Nýverið lét forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þau ummæli falla að Hringbraut sé ekki ákjósanlegasta staðsetningin fyrir byggingu nýs spítala og benti á Vífilstaðartún sem nýjan möguleika í því samhengi. Fyrir það fyrsta hafa skýrslur og mat margra fagaðila ítrekað leitt í ljós að Hringbraut er hagkvæmasti og öruggasti kosturinn, nú síðast í skýrslu KPMG. Ef reisa á spítala annars staðar en við Hringbraut er nokkuð ljóst að hugmyndir um kennslusjúkrahús muni ekki standast. Náin tenging spítala við háskólasamfélag leiðir af sér ríkari fagþekkingu nemenda sem þangað sækja sitt nám. Fagþekking þessi hefur mikil verðmæti. Fyrirkomulag við flutning á Vífilstaðartún mun óhjákvæmilega eftir að koma niður á gæðum kennslu við Heilbrigðisvísindasvið. Starfsemi sviðsins er þegar mjög dreifð um borgina og myndi nýr spítali fjarri háskólasvæðinu fyrir hluta nemenda sviðsins splundra henni enn frekar og auka á byggingaflakk sem nemendur Heilbrigðisvísindasviðs þurfa nú þegar að leggja á sig. Sú dreifing sem þegar er til staðar er er talin kosta landsmenn háar upphæðir vegna hærri rekstrarkostnaðar og myndi tilfærsla hluta sviðsins á nýjan stað auka enn frekar á þessa óhagkvæmi. Tækifæri til náms á formi þverfaglegrar kennslu, sameiginlegra rannsókna, nýsköpunar og fleira glatast enn frekar við slíka splundrun. Spyrja má hvaða deildir Heilbrigðisvísindasviðs eigi að flytja fjær háskólasvæðinu, hvaða rök liggi þar að baki og hvort þeir nemendur sem eiga í hlut hafi verið eða verði nokkurn tímann spurðir álits á því. Sigmundur Davíð leyfir sér að fullyrða á Alþingi á mánudaginn síðastliðinn að „óþarfi sé að nemendur á heilbrigðissviði séu í nálægð við allar aðrar háskólabyggingar á hverjum degi“. Ummæli þessi eru óábyrg og illa ígrunduð. Stoðþjónusta Háskóla Íslands er mikilvæg háskólanemum og má þar nefna leikskóla FS, náms- og starfsráðgjöf, bóksölu og fjölmargt annað. Það skal vera öllum ljóst að stoðþjónusta sem þessi mun ekki flytja með á Vífilstaðatún eða í Garðabæ og ylli það hluta stúdenta á Heilbrigðisvísindasviði miklu raski ef flytja ætti sviðið þangað. Þegar manneskja á borð við forsætisráðherra setur fram fullyrðingar þvert á allar samþykktir verður maður að velta fyrir sér hvort slíkar fullyrðingar séu eingöngu til þess ætlaðar að skapa óeiningu og eitra umræðuna eða jafnvel hvort einhverjir sérhagsmunir liggi að baki. Flutningur hluta Heilbrigðisvísindasviðs á Vífilsstaði, í Efstaleiti eða Garðabæ er í það minnsta ekki til þess fallið að bæta stöðu nemenda við Heilbrigðisvísindasvið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar