„Alveg viss um að Stúdentaráð var ekki að meina að fólk væri að reyna að vera með lág laun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2016 09:50 Kristófer Már Maronsson formaður Stúdentaráðs segir textann fræðilega greiningu á hvötum í núverandi námslánakerfi. Vísir Skjáskot af texta úr umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) til endurskoðunarnefndar um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum seinustu daga. Í textanum, sem sjá má á myndinni hér að ofan, er rakið hver sé hvati námsmanna til að taka lán og segir meðal annars: „Þannig hvatinn er í raun að vera með eins há lán og mögulegt er og eins lág laun og mögulegt er til þess að þurfa að greiða sem allra minnst af námsláninu.“ Ýmsir hafa furðað sig á þessari greiningu þar sem þeim þykir undarlegt að Stúdentaráð haldi virkilega að háskólamenntað fólk vilji frekar vera með lág laun heldur en há svo það þurfi ekki að borga eins mikið af námslánunum.Stúdentaráð HÍ telur að núverandi námslánakerfi skapi hvata til að vera með "eins lág laun og mögulegt er". pic.twitter.com/bt7s2NYcbd— Óskar Steinn (@oskasteinn) June 2, 2016 Kristófer Már Maronsson formaður SHÍ segir að um sé að ræða fræðilega greiningu á hvötum í námslánakerfinu eins og það er núna. Hún sé ekki byggð á gögnum um það hvers vegna stúdentar taki í raun námslán. „Meiningin á bak við þetta er meðal annars að það er hvati til að vera með sem lægst laun á skattframtali, það er að segja að skjóta undan skatti af því að afborganir námslána eru tekjutengdar. Því hærri laun sem þú ert með því meira borgarðu af námsláninu þínu en ef þú getur verið með sömu laun en ekki gefið þau upp til skatts þá þýðir þetta að hvatinn sé sá að reyna að fela tekjur því þá þarftu að borga minna af námsláninu þínu,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segist viss um að Stúdentaráð hafi ekki verið að meina það með þessum texta að fólk væri að reyna að vera með lág laun. „Ég er alveg viss um að Stúdentaráð var ekki að meina að fólk væri að reyna að vera með lág laun, ég held ekki að nokkur maður myndi reyna það.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Skjáskot af texta úr umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) til endurskoðunarnefndar um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum seinustu daga. Í textanum, sem sjá má á myndinni hér að ofan, er rakið hver sé hvati námsmanna til að taka lán og segir meðal annars: „Þannig hvatinn er í raun að vera með eins há lán og mögulegt er og eins lág laun og mögulegt er til þess að þurfa að greiða sem allra minnst af námsláninu.“ Ýmsir hafa furðað sig á þessari greiningu þar sem þeim þykir undarlegt að Stúdentaráð haldi virkilega að háskólamenntað fólk vilji frekar vera með lág laun heldur en há svo það þurfi ekki að borga eins mikið af námslánunum.Stúdentaráð HÍ telur að núverandi námslánakerfi skapi hvata til að vera með "eins lág laun og mögulegt er". pic.twitter.com/bt7s2NYcbd— Óskar Steinn (@oskasteinn) June 2, 2016 Kristófer Már Maronsson formaður SHÍ segir að um sé að ræða fræðilega greiningu á hvötum í námslánakerfinu eins og það er núna. Hún sé ekki byggð á gögnum um það hvers vegna stúdentar taki í raun námslán. „Meiningin á bak við þetta er meðal annars að það er hvati til að vera með sem lægst laun á skattframtali, það er að segja að skjóta undan skatti af því að afborganir námslána eru tekjutengdar. Því hærri laun sem þú ert með því meira borgarðu af námsláninu þínu en ef þú getur verið með sömu laun en ekki gefið þau upp til skatts þá þýðir þetta að hvatinn sé sá að reyna að fela tekjur því þá þarftu að borga minna af námsláninu þínu,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segist viss um að Stúdentaráð hafi ekki verið að meina það með þessum texta að fólk væri að reyna að vera með lág laun. „Ég er alveg viss um að Stúdentaráð var ekki að meina að fólk væri að reyna að vera með lág laun, ég held ekki að nokkur maður myndi reyna það.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira