Löggan leggur til atlögu við hávaðaseggi og ökufanta vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 11:20 Lögreglan ætlar að reyna að ná í skottið á þeim sem iðka sínar bílakúnstir, með tilheyrandi hávaða og hættu, úti á Granda. „Þetta er gamalt vandamál og nýtt,“ segir Sigurbjörn Jónsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Vísir bar undir hann óróa, hávaða og ónæði sem hefur náð nýjum hæðum vestur í bæ hvar ungmenni spyrna bílum sínum með tilheyrandi hávaða og látum. Þessi læti standa langt fram á nótt og eru íbúar í Vesturbæ algerlega búnir að missa þolinmæðina vegna ástandsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun.Ökufantar og gúmmítöffarar eru að gera Vesturbæinga brjálaða Sigurbjörn segir að nú standi til að ganga í málið. Hann segir að þarna hafi verið gæsla en nú standi til að auka hana. „Þeir eru að spyrna þarna og fara fljótlega eftir að við komum, en við náum alltaf einhverjum. En, við ætlum nú að fara að kíkja á þetta betur og auka gæslu.“ Sigurbjörn lýsir því að þarna stundi menn spyrnukeppnir, þá sé bara sett upp lína og gefið í. Þarna úti á Granda er bein braut sem virðist henta vel í slíkt. Enginn vafi leikur á um að þarna er verið að brjóta margvísleg lög. Vegfarendum ber, samkvæmt umferðarlögum, að sýna tillitssemi og ekki þarf blöðum að fletta þegar verið er að spyrna. Þá er um hraðakstur að ræða. Sigurbjörn segir að grípa megi til ýmissa aðgerða, svo sem setja upp hraðahindranir og annað slíkt til að koma í veg fyrir kappaksturinn. Vísir greindi frá því að svo virðist vera sem þeir sem þarna komi saman viti um ferðir lögreglunnar, því þegar hún kemur dettur allt í dúnalogn, en um leið og hún er farin byrjar ballið aftur.„Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ „Já, þeir eru með bíla víðs vegar, þeir vita alveg hvar við erum og hvaðan við komum. Tæknin er orðin svo mikil, en við ætlum að reyna að fara fram úr þeim. Ná einhverju í gegn með því – förum á ómerktum bílum og reynum að hafa eftirlit með þessu. Ef við höfum höfum mannskap. Þetta er alltaf spurningin um það. En, það er ekki hægt að hafa þetta svona.“ Sigurbjörn segir að ýmis ráð séu til, svo sem þau að auka eftirlit og þá senda ómerkta bíla á vettvang þannig að ökuþórarnir eigi erfiðara með að mónitora ferðir lögreglunnar. Tengdar fréttir „Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. 23. maí 2016 14:04 Ökufantar og gúmmítöffarar eru að gera Vesturbæinga brjálaða Ærandi hávaði í ökutækjum hélt vöku fyrir Vesturbæingum í gærkvöldi og í nótt. 3. júní 2016 08:50 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Þetta er gamalt vandamál og nýtt,“ segir Sigurbjörn Jónsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Vísir bar undir hann óróa, hávaða og ónæði sem hefur náð nýjum hæðum vestur í bæ hvar ungmenni spyrna bílum sínum með tilheyrandi hávaða og látum. Þessi læti standa langt fram á nótt og eru íbúar í Vesturbæ algerlega búnir að missa þolinmæðina vegna ástandsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun.Ökufantar og gúmmítöffarar eru að gera Vesturbæinga brjálaða Sigurbjörn segir að nú standi til að ganga í málið. Hann segir að þarna hafi verið gæsla en nú standi til að auka hana. „Þeir eru að spyrna þarna og fara fljótlega eftir að við komum, en við náum alltaf einhverjum. En, við ætlum nú að fara að kíkja á þetta betur og auka gæslu.“ Sigurbjörn lýsir því að þarna stundi menn spyrnukeppnir, þá sé bara sett upp lína og gefið í. Þarna úti á Granda er bein braut sem virðist henta vel í slíkt. Enginn vafi leikur á um að þarna er verið að brjóta margvísleg lög. Vegfarendum ber, samkvæmt umferðarlögum, að sýna tillitssemi og ekki þarf blöðum að fletta þegar verið er að spyrna. Þá er um hraðakstur að ræða. Sigurbjörn segir að grípa megi til ýmissa aðgerða, svo sem setja upp hraðahindranir og annað slíkt til að koma í veg fyrir kappaksturinn. Vísir greindi frá því að svo virðist vera sem þeir sem þarna komi saman viti um ferðir lögreglunnar, því þegar hún kemur dettur allt í dúnalogn, en um leið og hún er farin byrjar ballið aftur.„Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ „Já, þeir eru með bíla víðs vegar, þeir vita alveg hvar við erum og hvaðan við komum. Tæknin er orðin svo mikil, en við ætlum að reyna að fara fram úr þeim. Ná einhverju í gegn með því – förum á ómerktum bílum og reynum að hafa eftirlit með þessu. Ef við höfum höfum mannskap. Þetta er alltaf spurningin um það. En, það er ekki hægt að hafa þetta svona.“ Sigurbjörn segir að ýmis ráð séu til, svo sem þau að auka eftirlit og þá senda ómerkta bíla á vettvang þannig að ökuþórarnir eigi erfiðara með að mónitora ferðir lögreglunnar.
Tengdar fréttir „Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. 23. maí 2016 14:04 Ökufantar og gúmmítöffarar eru að gera Vesturbæinga brjálaða Ærandi hávaði í ökutækjum hélt vöku fyrir Vesturbæingum í gærkvöldi og í nótt. 3. júní 2016 08:50 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. 23. maí 2016 14:04
Ökufantar og gúmmítöffarar eru að gera Vesturbæinga brjálaða Ærandi hávaði í ökutækjum hélt vöku fyrir Vesturbæingum í gærkvöldi og í nótt. 3. júní 2016 08:50