Ökufantar og gúmmítöffarar eru að gera Vesturbæinga brjálaða Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 08:50 Íbúar í Vesturbænum að gefast upp á óhljóðum, ískri og reykspóli. Þar er allt við að sjóða uppúr. Í gærkvöldi tók steininn úr og má sjá óþreyju Vesturbæinga brjótast út í Facebookhópi sem helgaður er málefnum borgarhlutans. Borgarfulltrúi segir ástandið orðið gersamlega óboðlegt. Guðmundur Guðmundsson ríður á vaðið og beinir orðum sínum til borgarfulltrúans Kjartans Magnússonar og spyr hvað Reykjavíkurborg ætli að gera í þessum „djöfulgangi sem dverghnakkar á Impresum og annar óþjóðalýður stendur fyrir á fögrum sumarNÓTTUM vestur í bæ?? Þessa stundina eru óhljóðin, ískrið og spólið að spilla næturfriði alls vesturbæjarins. Þetta er ólíðandi, en eins og þú veist er lögreglan ekki í stakk búin til að taka á þessu. Eiga vesturbæingar að taka málin í sínar hendur? Þetta er algerlega óboðlegt.“Yfirvöld standa ráðþrota gagnvart vandanum Fjölmargir sem tjá sig á þessum vettvangi kannast við óbærilegt ástand og segja þetta með hinum mestu ólíkindum.Vísir fjallaði um málið ítarlega um málið fyrir um hálfum mánuði en svo virðist sem ástandið fari einfaldlega versnandi dag frá degi. En þetta snýst um það sem kennt hefur verið við ökuleikni og snýr að því að reykspóla og láta dekkin væla. Einkum er bílastæðaplanið fyrir framan Bykó úti á Granda nefnt í þessu sambandi. Auk þess sem hraðakstur er stundaður grimmt, ekki síst á Hringbraut, og þá á bílum sem ekki eru með hljóðkútum. Telja þeir sem til þekkja einungis tímaspursmál hvenær þarna verða alvarleg slys. Lýsa ýmsir sem tjá sig á umræddum vettvangi yfir miklum áhyggjum vegna þessa. En yfirvöld standa ráðþrota gagnvart vandanum. Á það er bent að lögreglan hafi reynt að stemma stigu við vandanum en um leið og lögreglan hverfur af vettvangi halda ökuníðingarnir uppteknum hætti.Kjartan Magnússon segir ástandið orðið með þeim hætti að það sé algerlega óboðlegt.Kjartan Magnússon lýsir því að hann hafi verið staddur á reiðhjólastígnum á norðanverðum Grandanum ásamt syni sínum þegar mestu lætin dundu yfir og er sammála því að þetta sé óboðlegt.Borgarfulltrúi á vettvangi „Á bakaleiðinni hjóluðum við framhjá „kvartmílubrautinni“ og þar var þá komið fjölmennt lögreglulið á tveimur bílum og þremur bifhjólum til að skakka leikinn og sá ég að lögregluþjónar voru að taka skýrslur af a.m.k. tveimur ökuþórum. Oft hef ég komið ábendingum og óskum til lögreglunnar um að stemma stigu við þessum háska- og hávaðaakstri og jafnoft hafa þeir útskýrt fyrir mér að málið sé erfitt viðureignar. Um leið og lögreglan birtist dettur allt í dúnalogn en um leið og hún hverfur, verður fjandinn laus að nýju.“ Kjartan segir Sjálfstæðismenn í borginni hafi lagt fram tillögur um að gripið verði til aðgerða til að stemma við ofsaakstri á þessu svæði. „Þær hafa greinilega ekki dugað til en þó voru hraðahindranir settar á Ánanaust í kjölfar tillögu frá okkur á árinu 2012 ef ég man rétt. Rétt er að hafa í huga að við borgarfulltrúar höfum ekki boðvald yfir lögreglunni og getum því ekki skipað henni fyrir verkum en ég hef óspart komið ábendingum á framfæri við hana um hin ýmsu mál, þar á meðal þetta.“ Tengdar fréttir „Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. 23. maí 2016 14:04 Akstursíþróttamenn fordæma hegðun ökufanta á Granda Skora á ökumennina að mæta á akstursbraut þeirra í Kapelluhrauni. 23. maí 2016 18:52 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Íbúar í Vesturbænum að gefast upp á óhljóðum, ískri og reykspóli. Þar er allt við að sjóða uppúr. Í gærkvöldi tók steininn úr og má sjá óþreyju Vesturbæinga brjótast út í Facebookhópi sem helgaður er málefnum borgarhlutans. Borgarfulltrúi segir ástandið orðið gersamlega óboðlegt. Guðmundur Guðmundsson ríður á vaðið og beinir orðum sínum til borgarfulltrúans Kjartans Magnússonar og spyr hvað Reykjavíkurborg ætli að gera í þessum „djöfulgangi sem dverghnakkar á Impresum og annar óþjóðalýður stendur fyrir á fögrum sumarNÓTTUM vestur í bæ?? Þessa stundina eru óhljóðin, ískrið og spólið að spilla næturfriði alls vesturbæjarins. Þetta er ólíðandi, en eins og þú veist er lögreglan ekki í stakk búin til að taka á þessu. Eiga vesturbæingar að taka málin í sínar hendur? Þetta er algerlega óboðlegt.“Yfirvöld standa ráðþrota gagnvart vandanum Fjölmargir sem tjá sig á þessum vettvangi kannast við óbærilegt ástand og segja þetta með hinum mestu ólíkindum.Vísir fjallaði um málið ítarlega um málið fyrir um hálfum mánuði en svo virðist sem ástandið fari einfaldlega versnandi dag frá degi. En þetta snýst um það sem kennt hefur verið við ökuleikni og snýr að því að reykspóla og láta dekkin væla. Einkum er bílastæðaplanið fyrir framan Bykó úti á Granda nefnt í þessu sambandi. Auk þess sem hraðakstur er stundaður grimmt, ekki síst á Hringbraut, og þá á bílum sem ekki eru með hljóðkútum. Telja þeir sem til þekkja einungis tímaspursmál hvenær þarna verða alvarleg slys. Lýsa ýmsir sem tjá sig á umræddum vettvangi yfir miklum áhyggjum vegna þessa. En yfirvöld standa ráðþrota gagnvart vandanum. Á það er bent að lögreglan hafi reynt að stemma stigu við vandanum en um leið og lögreglan hverfur af vettvangi halda ökuníðingarnir uppteknum hætti.Kjartan Magnússon segir ástandið orðið með þeim hætti að það sé algerlega óboðlegt.Kjartan Magnússon lýsir því að hann hafi verið staddur á reiðhjólastígnum á norðanverðum Grandanum ásamt syni sínum þegar mestu lætin dundu yfir og er sammála því að þetta sé óboðlegt.Borgarfulltrúi á vettvangi „Á bakaleiðinni hjóluðum við framhjá „kvartmílubrautinni“ og þar var þá komið fjölmennt lögreglulið á tveimur bílum og þremur bifhjólum til að skakka leikinn og sá ég að lögregluþjónar voru að taka skýrslur af a.m.k. tveimur ökuþórum. Oft hef ég komið ábendingum og óskum til lögreglunnar um að stemma stigu við þessum háska- og hávaðaakstri og jafnoft hafa þeir útskýrt fyrir mér að málið sé erfitt viðureignar. Um leið og lögreglan birtist dettur allt í dúnalogn en um leið og hún hverfur, verður fjandinn laus að nýju.“ Kjartan segir Sjálfstæðismenn í borginni hafi lagt fram tillögur um að gripið verði til aðgerða til að stemma við ofsaakstri á þessu svæði. „Þær hafa greinilega ekki dugað til en þó voru hraðahindranir settar á Ánanaust í kjölfar tillögu frá okkur á árinu 2012 ef ég man rétt. Rétt er að hafa í huga að við borgarfulltrúar höfum ekki boðvald yfir lögreglunni og getum því ekki skipað henni fyrir verkum en ég hef óspart komið ábendingum á framfæri við hana um hin ýmsu mál, þar á meðal þetta.“
Tengdar fréttir „Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. 23. maí 2016 14:04 Akstursíþróttamenn fordæma hegðun ökufanta á Granda Skora á ökumennina að mæta á akstursbraut þeirra í Kapelluhrauni. 23. maí 2016 18:52 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
„Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. 23. maí 2016 14:04
Akstursíþróttamenn fordæma hegðun ökufanta á Granda Skora á ökumennina að mæta á akstursbraut þeirra í Kapelluhrauni. 23. maí 2016 18:52