„Aumingi vikunnar“ Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 14. maí 2016 07:00 Þegar ég var að alast upp var ég oft kvíðinn. Reyndar man ég eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en kvíðnum, miskvíðnum þó. Ekki misskilja mig, ég var glaðvært barn og átti góða barnæsku sem ég var svo heppinn að eiga meðal annars í félagi við tvíburabróður minn. Sá félagsskapur og sú vinátta hafa skipt mig meira en orð fá lýst. Smám saman fór ég þó að skilja að kvíði er ekki eðlilegt viðvarandi ástand, jafnvel þó að Íslendingar hafi kynslóð fram af kynslóð alið með sér hugsunina: Lærðu að hlakka aldrei til, þá verða vonbrigðin minni. Ég er fertugur og þegar ég var að alast upp var aldrei talað um kvíða sem sjúkdóm, a.m.k. ekki við börn. Þeim börnum sem leið illa var sagt að hressa sig við og fara út að leika sér; hreina loftið gerði þeim gott. Vissulega var fólk kvíðið þá eins og nú en öll umræða, hvað þá opinber umræða, um geðheilbrigði var bara svo stutt á veg komin. Og þessari tegund veikinda, andlegum veikindum, hefur líka alltaf fylgt ótti við að vera álitinn einstaklingur sem ekki gengur á öllum; dæmdur klepptækur af samfélaginu og hafður í flimtingum sem slíkur. Kvíði er hins vegar eitthvað sem mörg okkar glíma við á hverjum degi. Og við – þessi kvíðnu – erum miklu fleiri en við höldum. Woody Allen sagði eitt sinn að sín mesta sorg í lífinu væri sú að hafa ekki verið einhver annar. Sjálfsagt hugsa margir kvíðasjúklingar þannig þegar þeim líður sem verst en hætt er við að manneskjunni þér við hlið líði ekkert betur, enda er talið að um 10.000 Íslendingar beri einkenni þessa sjúkdóms. Kvíði er vissulega misjafn (oft flokkaður sem eðlilegur, óeðlilegur eða sjúklegur) en burtséð frá flokkunarfræðinni er einfaldast að segja að þeir sem þjást af kvíða glími almennt við mikla vanlíðan.Ekkert til að skammast sín fyrir Orsakir kvíða eru margvíslegar og flóknar (geta m.a. verið erfðafræðilegar). Við erum hins vegar jafnólík og við erum mörg og kvíði eins getur átt sér allt aðrar orsakir en kvíði annars, þó svo að einkennin séu svipuð og báðir einstaklingar hafi það um það bil jafnskítt á meðan það versta gengur yfir. Kvíði er hins vegar ekkert til þess að skammast sín fyrir og hann á ekkert skylt við einhvers konar vesaldóm. Það að reyna að leyna kvíða gerir illt verra. Mér hefur alltaf reynst best að tala við þá sem ég treysti og segja bara nákvæmlega hvernig mér líður og oft felst mikill léttir í að segja það upphátt. Það kann líka að hljóma undarlega fyrir þann sem ekki þekkir til en óttinn við kvíða getur einn og sér valdið kvíða. Þannig er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig og hafa hugfast að það að leita sér aðstoðar er styrkleikamerki og það er góð hjálp í boði. Maður sigrar ekki heiminn einn. Kvíði þarf svo sannarlega ekki að koma í veg fyrir að maður nái árangri í lífinu og með því að læra að lifa með honum og takast á við hann verður maður sterkari einstaklingur. Þannig er hægt að ná tökum á því sem maður sjálfur taldi áður óyfirstíganlegt og gott að muna að „ógn í raun er minni en skelfing ímyndunaraflsins“, eins og stendur skrifað á gamalli bók. Oft er þetta bara spurning um fyrsta skrefið sem kann þó í mörgum tilvikum að vera það erfiðasta; að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki fullkominn. En það er það hvort sem er enginn! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp var ég oft kvíðinn. Reyndar man ég eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en kvíðnum, miskvíðnum þó. Ekki misskilja mig, ég var glaðvært barn og átti góða barnæsku sem ég var svo heppinn að eiga meðal annars í félagi við tvíburabróður minn. Sá félagsskapur og sú vinátta hafa skipt mig meira en orð fá lýst. Smám saman fór ég þó að skilja að kvíði er ekki eðlilegt viðvarandi ástand, jafnvel þó að Íslendingar hafi kynslóð fram af kynslóð alið með sér hugsunina: Lærðu að hlakka aldrei til, þá verða vonbrigðin minni. Ég er fertugur og þegar ég var að alast upp var aldrei talað um kvíða sem sjúkdóm, a.m.k. ekki við börn. Þeim börnum sem leið illa var sagt að hressa sig við og fara út að leika sér; hreina loftið gerði þeim gott. Vissulega var fólk kvíðið þá eins og nú en öll umræða, hvað þá opinber umræða, um geðheilbrigði var bara svo stutt á veg komin. Og þessari tegund veikinda, andlegum veikindum, hefur líka alltaf fylgt ótti við að vera álitinn einstaklingur sem ekki gengur á öllum; dæmdur klepptækur af samfélaginu og hafður í flimtingum sem slíkur. Kvíði er hins vegar eitthvað sem mörg okkar glíma við á hverjum degi. Og við – þessi kvíðnu – erum miklu fleiri en við höldum. Woody Allen sagði eitt sinn að sín mesta sorg í lífinu væri sú að hafa ekki verið einhver annar. Sjálfsagt hugsa margir kvíðasjúklingar þannig þegar þeim líður sem verst en hætt er við að manneskjunni þér við hlið líði ekkert betur, enda er talið að um 10.000 Íslendingar beri einkenni þessa sjúkdóms. Kvíði er vissulega misjafn (oft flokkaður sem eðlilegur, óeðlilegur eða sjúklegur) en burtséð frá flokkunarfræðinni er einfaldast að segja að þeir sem þjást af kvíða glími almennt við mikla vanlíðan.Ekkert til að skammast sín fyrir Orsakir kvíða eru margvíslegar og flóknar (geta m.a. verið erfðafræðilegar). Við erum hins vegar jafnólík og við erum mörg og kvíði eins getur átt sér allt aðrar orsakir en kvíði annars, þó svo að einkennin séu svipuð og báðir einstaklingar hafi það um það bil jafnskítt á meðan það versta gengur yfir. Kvíði er hins vegar ekkert til þess að skammast sín fyrir og hann á ekkert skylt við einhvers konar vesaldóm. Það að reyna að leyna kvíða gerir illt verra. Mér hefur alltaf reynst best að tala við þá sem ég treysti og segja bara nákvæmlega hvernig mér líður og oft felst mikill léttir í að segja það upphátt. Það kann líka að hljóma undarlega fyrir þann sem ekki þekkir til en óttinn við kvíða getur einn og sér valdið kvíða. Þannig er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig og hafa hugfast að það að leita sér aðstoðar er styrkleikamerki og það er góð hjálp í boði. Maður sigrar ekki heiminn einn. Kvíði þarf svo sannarlega ekki að koma í veg fyrir að maður nái árangri í lífinu og með því að læra að lifa með honum og takast á við hann verður maður sterkari einstaklingur. Þannig er hægt að ná tökum á því sem maður sjálfur taldi áður óyfirstíganlegt og gott að muna að „ógn í raun er minni en skelfing ímyndunaraflsins“, eins og stendur skrifað á gamalli bók. Oft er þetta bara spurning um fyrsta skrefið sem kann þó í mörgum tilvikum að vera það erfiðasta; að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki fullkominn. En það er það hvort sem er enginn! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar