Sendir samstarfsflokknum í ríkisstjórn kaldar kveðjur: „Smáflokkur með miklmennskubrjálæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2016 10:00 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vandar samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni stiklar Vilhjálmur á stóru í stjórnmálasögu Íslands og gerir meðal annars að umtalsefni kjördæmaskipan landsins til ársins 1942 sem Vilhjálmur segir að hafi verið „andlýðræðisleg“ og veitt Framsókn mikil völd: „Það að fá meirihluta þingmanna út á 35% kjörfylgi er andlýðræðislegt,“ segir Vilhjálmur í grein sinni. Þá rifjar hann upp breytingu á kjördæmaskipaninni árið 1942 sem hann segir að hafi sett Framsóknarflokkinn í nýja stöðu í stjórnmálunum en flokkurinn neitað að horfast í augu við breytta tíma: „Forystumenn flokksins töldu að Framsóknarflokkurinn væri af sögulegum ástæðum jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er enn. Formaður Framsóknarflokksins sat á fyrri árum aldrei í ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðismanna og sagði; „allt er betra en íhaldið.“ Þau ummæli áttu eftir að erfast genetískt.“ Vilhjálmur gerir síðan að umtalsefni fylgi Framsóknarflokksins á 21. öldinni. Segir þingmaðurinn að flokkurinn hafi „rambað á barmi þess að vera smáflokkur.“ „Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafnmörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn með 4000 færri atkvæði. Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaðurflokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra. Þegar sá forsætisráðherra sagði af sér tilnefndi hann eftirmann sinn. Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hinn nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra ogformann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði,“ segir í grein Vilhjálms. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vandar samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni stiklar Vilhjálmur á stóru í stjórnmálasögu Íslands og gerir meðal annars að umtalsefni kjördæmaskipan landsins til ársins 1942 sem Vilhjálmur segir að hafi verið „andlýðræðisleg“ og veitt Framsókn mikil völd: „Það að fá meirihluta þingmanna út á 35% kjörfylgi er andlýðræðislegt,“ segir Vilhjálmur í grein sinni. Þá rifjar hann upp breytingu á kjördæmaskipaninni árið 1942 sem hann segir að hafi sett Framsóknarflokkinn í nýja stöðu í stjórnmálunum en flokkurinn neitað að horfast í augu við breytta tíma: „Forystumenn flokksins töldu að Framsóknarflokkurinn væri af sögulegum ástæðum jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er enn. Formaður Framsóknarflokksins sat á fyrri árum aldrei í ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðismanna og sagði; „allt er betra en íhaldið.“ Þau ummæli áttu eftir að erfast genetískt.“ Vilhjálmur gerir síðan að umtalsefni fylgi Framsóknarflokksins á 21. öldinni. Segir þingmaðurinn að flokkurinn hafi „rambað á barmi þess að vera smáflokkur.“ „Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafnmörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn með 4000 færri atkvæði. Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaðurflokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra. Þegar sá forsætisráðherra sagði af sér tilnefndi hann eftirmann sinn. Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hinn nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra ogformann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði,“ segir í grein Vilhjálms.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira