Sendir samstarfsflokknum í ríkisstjórn kaldar kveðjur: „Smáflokkur með miklmennskubrjálæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2016 10:00 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vandar samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni stiklar Vilhjálmur á stóru í stjórnmálasögu Íslands og gerir meðal annars að umtalsefni kjördæmaskipan landsins til ársins 1942 sem Vilhjálmur segir að hafi verið „andlýðræðisleg“ og veitt Framsókn mikil völd: „Það að fá meirihluta þingmanna út á 35% kjörfylgi er andlýðræðislegt,“ segir Vilhjálmur í grein sinni. Þá rifjar hann upp breytingu á kjördæmaskipaninni árið 1942 sem hann segir að hafi sett Framsóknarflokkinn í nýja stöðu í stjórnmálunum en flokkurinn neitað að horfast í augu við breytta tíma: „Forystumenn flokksins töldu að Framsóknarflokkurinn væri af sögulegum ástæðum jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er enn. Formaður Framsóknarflokksins sat á fyrri árum aldrei í ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðismanna og sagði; „allt er betra en íhaldið.“ Þau ummæli áttu eftir að erfast genetískt.“ Vilhjálmur gerir síðan að umtalsefni fylgi Framsóknarflokksins á 21. öldinni. Segir þingmaðurinn að flokkurinn hafi „rambað á barmi þess að vera smáflokkur.“ „Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafnmörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn með 4000 færri atkvæði. Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaðurflokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra. Þegar sá forsætisráðherra sagði af sér tilnefndi hann eftirmann sinn. Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hinn nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra ogformann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði,“ segir í grein Vilhjálms. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vandar samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni stiklar Vilhjálmur á stóru í stjórnmálasögu Íslands og gerir meðal annars að umtalsefni kjördæmaskipan landsins til ársins 1942 sem Vilhjálmur segir að hafi verið „andlýðræðisleg“ og veitt Framsókn mikil völd: „Það að fá meirihluta þingmanna út á 35% kjörfylgi er andlýðræðislegt,“ segir Vilhjálmur í grein sinni. Þá rifjar hann upp breytingu á kjördæmaskipaninni árið 1942 sem hann segir að hafi sett Framsóknarflokkinn í nýja stöðu í stjórnmálunum en flokkurinn neitað að horfast í augu við breytta tíma: „Forystumenn flokksins töldu að Framsóknarflokkurinn væri af sögulegum ástæðum jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er enn. Formaður Framsóknarflokksins sat á fyrri árum aldrei í ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðismanna og sagði; „allt er betra en íhaldið.“ Þau ummæli áttu eftir að erfast genetískt.“ Vilhjálmur gerir síðan að umtalsefni fylgi Framsóknarflokksins á 21. öldinni. Segir þingmaðurinn að flokkurinn hafi „rambað á barmi þess að vera smáflokkur.“ „Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafnmörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn með 4000 færri atkvæði. Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaðurflokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra. Þegar sá forsætisráðherra sagði af sér tilnefndi hann eftirmann sinn. Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hinn nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra ogformann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði,“ segir í grein Vilhjálms.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira