Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Stjórnarmyndun fyrir opnum tjöldum viku fyrir kosningar er nýtt fyrirbæri að mati Ragnheiðar Kristjánsdóttur dósents í sagnfræði og sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar en formenn fjögurra vinstri- og miðjuflokka hittast á morgun til að ræða mögulegt samstarf eftir kosningar nú þegar vika er í kosningar.

Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fangelsismálastofnun er sökuð um að mismuna föngum eftir brotaflokkum þegar reynslulausn er annars vegar. Við ræðum við lögmann manns sem segir að fangar með efnahagsbrot á bakinu fái aðra meðferð hjá Fangelsismálastofnun þegar óskir um reynslulausn séu annars vegar en skjólstæðingar hans í sömu stöðu.

Veikindafjarvistir borgastarfsmanna eru talsvert meiri en á almennum vinnumarkaði og langt yfir það sem eðlilegt telst. Við ræðum við Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að reyna að fá skýringar á þessum misbresti sem er mjög kostnaðarsamur fyrir útsvarsgreiðendur í Reykjavík.

Afhjúpanir Wikileaks hafa skaðað framboð Hillary Clinton Vestanhafs en ekki nægilega mikið til að fella hana. Við ræðum við Silju Báru Ómarsdóttur sem skoðað hefur Wikileaks gögnin ítarlega. Og ungfrú Ísland 2015 fékk skilaboð um að hún væri of feit frá skipuleggjendum alþjóðlegrar fegurðarsamkeppni í Las Vegas. Getur það talist eðlilegt?

Ekki missa af kvöldfréttum kl. 18:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×