Ráðþrota eftir áralangar ofsóknir eltihrellis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2016 19:45 Fanney segir algjört úrræðaleysi í málum sem þessum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. VÍSIR/SAMSETT Íslensk kona, sem segist hafa þurft að búa við ofsóknir og kynferðislegt áreiti eltihrellis í tólf ár, segir að skilgreina þurfi ofbeldi án snertingar sérstaklega í lögum hér á landi. Annars geti lögreglan lítið sem ekkert aðhafst í slíkum málum. Fanney Björk Ingólfsdóttir segist hafa þurft að lifa við stöðugar ofsóknir eltihrellis frá árinu 2005. Áreitið hefur gengið í bylgjum en manninum kynntist hún fyrst á barnsaldri þegar hann bjó fyrir ofan fjölskyldu hennar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er í rauninni bara alltaf um að hann eigi mig, ég eigi að gera hluti fyrir hann og svo framvegis,“ segir Fanney. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sent henni sms og hringt í hana í gegnum óskráð símanúmer sem hann skiptir reglulega út. Þá hefur hann ítrekað villt á sér heimildir og haft þannig samband við hana í gegnum msn spjallforritið, facebook, tölvupósta og aðra samskiptamiðla. Fanney hefur þrisvar kært manninn til lögreglu. Fyrst árið 2005 og síðast í mars á þessu ári. „Ég hef þrisvar sinnum kært. Í fyrsta skipti þá kærði móðir mín fyrir mína hönd þar sem ég var ekki orðin 15 ára. Við höfum framvísað mikið af gögnum þar sem sést mikið áreiti og miklar hótanir. Hann var yfirheyrður einu sinni en hans svör þá voru að ég væri andlega veik og að þetta væri allt frá mér komið. Það var ekki aðhafst meira.“ Dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent Fanneyju.Hún segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Nú er opið mál í gangi. Ég er búin að kæra og það er opið. En síðast þegar ég talaði við lögreglumann þá sagði hann við mig að ef að hegðun sé ekki ítarlega skilgreind í lögum sem ólögleg hegðun þá verði þeir að ganga út frá því að hún sé lögleg. Þannig að eins og staðan er í dag þá er hún í rauninni lögleg sem er ástæðan fyrir því að lögreglan getur lítið ðhafst í málinu þó þeir vilji það alveg. Ég hef hitt mikið af góðum lögreglumönnum og ég sé alveg hversu illa þeim líður að geta ekki gert neitt. En það er bara engin lagarammi í kringum þetta í rauninni,“ segir Fanney. Fyrr á árinu kom Fanney fram í viðtali við DV þar sem hún sagði frá þessari reynslu. Eftir þá umfjöllun segir hún að fleiri konur sem hafi mátt þola samskonar ofsóknir hafi sett sig í samband við hana. Allar höfðu þær sömu sögu að segja, að úrræðin væru engin þar sem ekki væri um líkamlegt ofbeldi að ræða. „Það er bara sama svar hjá öllum. Það er ekkert aðhafst. Ég var alltaf sannfærð um það að lögreglan ætti bara að handtaka hann og dæma hann. En síðan komst ég að því að það eru engin lög sem ná yfir þetta. Það er orðið þannig að það þarf að vera eithvað, það þarf að búa til þessi lög og skilgreina þetta sem ofbeldi, og meðhöndla það sem slíkt.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Íslensk kona, sem segist hafa þurft að búa við ofsóknir og kynferðislegt áreiti eltihrellis í tólf ár, segir að skilgreina þurfi ofbeldi án snertingar sérstaklega í lögum hér á landi. Annars geti lögreglan lítið sem ekkert aðhafst í slíkum málum. Fanney Björk Ingólfsdóttir segist hafa þurft að lifa við stöðugar ofsóknir eltihrellis frá árinu 2005. Áreitið hefur gengið í bylgjum en manninum kynntist hún fyrst á barnsaldri þegar hann bjó fyrir ofan fjölskyldu hennar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er í rauninni bara alltaf um að hann eigi mig, ég eigi að gera hluti fyrir hann og svo framvegis,“ segir Fanney. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sent henni sms og hringt í hana í gegnum óskráð símanúmer sem hann skiptir reglulega út. Þá hefur hann ítrekað villt á sér heimildir og haft þannig samband við hana í gegnum msn spjallforritið, facebook, tölvupósta og aðra samskiptamiðla. Fanney hefur þrisvar kært manninn til lögreglu. Fyrst árið 2005 og síðast í mars á þessu ári. „Ég hef þrisvar sinnum kært. Í fyrsta skipti þá kærði móðir mín fyrir mína hönd þar sem ég var ekki orðin 15 ára. Við höfum framvísað mikið af gögnum þar sem sést mikið áreiti og miklar hótanir. Hann var yfirheyrður einu sinni en hans svör þá voru að ég væri andlega veik og að þetta væri allt frá mér komið. Það var ekki aðhafst meira.“ Dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent Fanneyju.Hún segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Nú er opið mál í gangi. Ég er búin að kæra og það er opið. En síðast þegar ég talaði við lögreglumann þá sagði hann við mig að ef að hegðun sé ekki ítarlega skilgreind í lögum sem ólögleg hegðun þá verði þeir að ganga út frá því að hún sé lögleg. Þannig að eins og staðan er í dag þá er hún í rauninni lögleg sem er ástæðan fyrir því að lögreglan getur lítið ðhafst í málinu þó þeir vilji það alveg. Ég hef hitt mikið af góðum lögreglumönnum og ég sé alveg hversu illa þeim líður að geta ekki gert neitt. En það er bara engin lagarammi í kringum þetta í rauninni,“ segir Fanney. Fyrr á árinu kom Fanney fram í viðtali við DV þar sem hún sagði frá þessari reynslu. Eftir þá umfjöllun segir hún að fleiri konur sem hafi mátt þola samskonar ofsóknir hafi sett sig í samband við hana. Allar höfðu þær sömu sögu að segja, að úrræðin væru engin þar sem ekki væri um líkamlegt ofbeldi að ræða. „Það er bara sama svar hjá öllum. Það er ekkert aðhafst. Ég var alltaf sannfærð um það að lögreglan ætti bara að handtaka hann og dæma hann. En síðan komst ég að því að það eru engin lög sem ná yfir þetta. Það er orðið þannig að það þarf að vera eithvað, það þarf að búa til þessi lög og skilgreina þetta sem ofbeldi, og meðhöndla það sem slíkt.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira