Út á sjó um Versló Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. ágúst 2016 09:00 Áslaug Arna virðist nokkuð reffileg á sjónum og sést hér með ónefndum kollega sínum og einu stykki makríl. Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira