Björgvin tók slaginn með ríkustu mönnum heims „Þó ekkert á við það að spila með Bob“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2016 15:22 Frá vinstri; Björgvin, Bob Hamman, Warren Buffett og Bill Gates. Mynd/Björgvin Kristinsson Íslendingurinn og atvinnumaðurinn Björgvin Kristinsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fékk skyndilegt boð um að taka þátt í briddsmóti í liði með tveimur af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffett. Björgvin segir að þeir félagar séu ósköp venjulegir náungar en að árangurinn á mótinu sjálfu hafi ekki sérstakur. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu jarðbundnir þeir eru,“ sagði Björgvin í samtali við Star Tribune. „Þeir voru ekki áberandi, ekki leiðinlegir. Bara venjulegir menn með lífverði.“ Björgvin býr í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í bridds og fékk símtal frá bridds-félaga sínum, Peggy Kaplan, sem beðin var um að spila með þeim félögum Gates og Buffet á einu stærsta bridds-móti Bandaríkjanna sem haldið var í Nebraska í síðustu viku. Hún var hins vegar upptekinn og benti á Björgvin í sinn stað. Vel þekkt er í briddsheiminum að vel stæðir spilarar fái atvinnumenn með sér í lið til þess að taka þátt í mótum með sér en örfáir í heiminum er jafn vel stæðir og þeir félagar Gates og Buffett. Samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Bill Gates sá auðugasti og eru auðævi hans metin á 75 milljarða dollara. Buffett fylgir svo á eftir í þriðja sæti en auðæfi hans eru metin á 61 milljarð dollara.Spilaði einnig með Tiger Woods briddsheimsins Líkt og fyrr segir hefur Björgvin atvinnu af því að spila bridds og ferðast hann um tvær vikur í hverjum mánuði til þess að taka þátt í bridds-mótum en raunar fer mestur hans frítími einnig í briddds. „Ég á mér ekki mikið félagslíf en það er ekki mjög vænlegt til vina að vera alltaf á ferðinni tvær vikur í hverjum mánuði,“ segir Björgvin sem er þó þakklátur fyrir allt sem bridds-spilunin hefur fært honum enda ekki á hverjum degi sem menn setjast niður með Bill Gates og Warren Buffett. Þrátt fyrir að hafa spilað með ríkustu mönnum heims var það þó ekki hápunktur ferðalagsins hjá Björgvini en hann spilaði einnig með Bob Hamman sem almennt er talinn besti bridds-spilari allra tíma en skoða má viðtal og yfirferð yfir feril Bob í myndbandinu hér fyrir neðan. „Það er frábært að fá að spila með Gates og Buffett en það er þó ekkert á það við að spila með Bob“ segir Björgvin. „Það er eins og að ef Tiger Woods myndi bjóða þér í golf.“ En hvernig gekk liðinu hans Björgvins, Gates og Buffet? „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel.“ Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Íslendingurinn og atvinnumaðurinn Björgvin Kristinsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fékk skyndilegt boð um að taka þátt í briddsmóti í liði með tveimur af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffett. Björgvin segir að þeir félagar séu ósköp venjulegir náungar en að árangurinn á mótinu sjálfu hafi ekki sérstakur. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu jarðbundnir þeir eru,“ sagði Björgvin í samtali við Star Tribune. „Þeir voru ekki áberandi, ekki leiðinlegir. Bara venjulegir menn með lífverði.“ Björgvin býr í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í bridds og fékk símtal frá bridds-félaga sínum, Peggy Kaplan, sem beðin var um að spila með þeim félögum Gates og Buffet á einu stærsta bridds-móti Bandaríkjanna sem haldið var í Nebraska í síðustu viku. Hún var hins vegar upptekinn og benti á Björgvin í sinn stað. Vel þekkt er í briddsheiminum að vel stæðir spilarar fái atvinnumenn með sér í lið til þess að taka þátt í mótum með sér en örfáir í heiminum er jafn vel stæðir og þeir félagar Gates og Buffett. Samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Bill Gates sá auðugasti og eru auðævi hans metin á 75 milljarða dollara. Buffett fylgir svo á eftir í þriðja sæti en auðæfi hans eru metin á 61 milljarð dollara.Spilaði einnig með Tiger Woods briddsheimsins Líkt og fyrr segir hefur Björgvin atvinnu af því að spila bridds og ferðast hann um tvær vikur í hverjum mánuði til þess að taka þátt í bridds-mótum en raunar fer mestur hans frítími einnig í briddds. „Ég á mér ekki mikið félagslíf en það er ekki mjög vænlegt til vina að vera alltaf á ferðinni tvær vikur í hverjum mánuði,“ segir Björgvin sem er þó þakklátur fyrir allt sem bridds-spilunin hefur fært honum enda ekki á hverjum degi sem menn setjast niður með Bill Gates og Warren Buffett. Þrátt fyrir að hafa spilað með ríkustu mönnum heims var það þó ekki hápunktur ferðalagsins hjá Björgvini en hann spilaði einnig með Bob Hamman sem almennt er talinn besti bridds-spilari allra tíma en skoða má viðtal og yfirferð yfir feril Bob í myndbandinu hér fyrir neðan. „Það er frábært að fá að spila með Gates og Buffett en það er þó ekkert á það við að spila með Bob“ segir Björgvin. „Það er eins og að ef Tiger Woods myndi bjóða þér í golf.“ En hvernig gekk liðinu hans Björgvins, Gates og Buffet? „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel.“
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira