Björgvin tók slaginn með ríkustu mönnum heims „Þó ekkert á við það að spila með Bob“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2016 15:22 Frá vinstri; Björgvin, Bob Hamman, Warren Buffett og Bill Gates. Mynd/Björgvin Kristinsson Íslendingurinn og atvinnumaðurinn Björgvin Kristinsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fékk skyndilegt boð um að taka þátt í briddsmóti í liði með tveimur af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffett. Björgvin segir að þeir félagar séu ósköp venjulegir náungar en að árangurinn á mótinu sjálfu hafi ekki sérstakur. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu jarðbundnir þeir eru,“ sagði Björgvin í samtali við Star Tribune. „Þeir voru ekki áberandi, ekki leiðinlegir. Bara venjulegir menn með lífverði.“ Björgvin býr í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í bridds og fékk símtal frá bridds-félaga sínum, Peggy Kaplan, sem beðin var um að spila með þeim félögum Gates og Buffet á einu stærsta bridds-móti Bandaríkjanna sem haldið var í Nebraska í síðustu viku. Hún var hins vegar upptekinn og benti á Björgvin í sinn stað. Vel þekkt er í briddsheiminum að vel stæðir spilarar fái atvinnumenn með sér í lið til þess að taka þátt í mótum með sér en örfáir í heiminum er jafn vel stæðir og þeir félagar Gates og Buffett. Samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Bill Gates sá auðugasti og eru auðævi hans metin á 75 milljarða dollara. Buffett fylgir svo á eftir í þriðja sæti en auðæfi hans eru metin á 61 milljarð dollara.Spilaði einnig með Tiger Woods briddsheimsins Líkt og fyrr segir hefur Björgvin atvinnu af því að spila bridds og ferðast hann um tvær vikur í hverjum mánuði til þess að taka þátt í bridds-mótum en raunar fer mestur hans frítími einnig í briddds. „Ég á mér ekki mikið félagslíf en það er ekki mjög vænlegt til vina að vera alltaf á ferðinni tvær vikur í hverjum mánuði,“ segir Björgvin sem er þó þakklátur fyrir allt sem bridds-spilunin hefur fært honum enda ekki á hverjum degi sem menn setjast niður með Bill Gates og Warren Buffett. Þrátt fyrir að hafa spilað með ríkustu mönnum heims var það þó ekki hápunktur ferðalagsins hjá Björgvini en hann spilaði einnig með Bob Hamman sem almennt er talinn besti bridds-spilari allra tíma en skoða má viðtal og yfirferð yfir feril Bob í myndbandinu hér fyrir neðan. „Það er frábært að fá að spila með Gates og Buffett en það er þó ekkert á það við að spila með Bob“ segir Björgvin. „Það er eins og að ef Tiger Woods myndi bjóða þér í golf.“ En hvernig gekk liðinu hans Björgvins, Gates og Buffet? „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel.“ Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Íslendingurinn og atvinnumaðurinn Björgvin Kristinsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fékk skyndilegt boð um að taka þátt í briddsmóti í liði með tveimur af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffett. Björgvin segir að þeir félagar séu ósköp venjulegir náungar en að árangurinn á mótinu sjálfu hafi ekki sérstakur. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu jarðbundnir þeir eru,“ sagði Björgvin í samtali við Star Tribune. „Þeir voru ekki áberandi, ekki leiðinlegir. Bara venjulegir menn með lífverði.“ Björgvin býr í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í bridds og fékk símtal frá bridds-félaga sínum, Peggy Kaplan, sem beðin var um að spila með þeim félögum Gates og Buffet á einu stærsta bridds-móti Bandaríkjanna sem haldið var í Nebraska í síðustu viku. Hún var hins vegar upptekinn og benti á Björgvin í sinn stað. Vel þekkt er í briddsheiminum að vel stæðir spilarar fái atvinnumenn með sér í lið til þess að taka þátt í mótum með sér en örfáir í heiminum er jafn vel stæðir og þeir félagar Gates og Buffett. Samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Bill Gates sá auðugasti og eru auðævi hans metin á 75 milljarða dollara. Buffett fylgir svo á eftir í þriðja sæti en auðæfi hans eru metin á 61 milljarð dollara.Spilaði einnig með Tiger Woods briddsheimsins Líkt og fyrr segir hefur Björgvin atvinnu af því að spila bridds og ferðast hann um tvær vikur í hverjum mánuði til þess að taka þátt í bridds-mótum en raunar fer mestur hans frítími einnig í briddds. „Ég á mér ekki mikið félagslíf en það er ekki mjög vænlegt til vina að vera alltaf á ferðinni tvær vikur í hverjum mánuði,“ segir Björgvin sem er þó þakklátur fyrir allt sem bridds-spilunin hefur fært honum enda ekki á hverjum degi sem menn setjast niður með Bill Gates og Warren Buffett. Þrátt fyrir að hafa spilað með ríkustu mönnum heims var það þó ekki hápunktur ferðalagsins hjá Björgvini en hann spilaði einnig með Bob Hamman sem almennt er talinn besti bridds-spilari allra tíma en skoða má viðtal og yfirferð yfir feril Bob í myndbandinu hér fyrir neðan. „Það er frábært að fá að spila með Gates og Buffett en það er þó ekkert á það við að spila með Bob“ segir Björgvin. „Það er eins og að ef Tiger Woods myndi bjóða þér í golf.“ En hvernig gekk liðinu hans Björgvins, Gates og Buffet? „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel.“
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira